Morgunblaðið - 29.10.2014, Síða 30

Morgunblaðið - 29.10.2014, Síða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014 ✝ Sturla Guð-bjarnason fæddist á Akranesi 10. september 1940. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 20. október 2014. Foreldrar hans voru Guð- bjarni Sigmundsson verkamaður og Guðný Magn- úsdóttir húsfreyja, búsett í Ívarshúsum á Akranesi. Systkini Sturlu: Sveinn, f. 14.9. 1922, d. 4.9. 2008, Fjóla, f. 28.12. 1925, Vigdís, f. 20.1. 1927, Lilja, f. 27.7. 1928, d. 31.8. 2003, Erna, f. 11.7. 1930, d. 16.7. 2011, Sig- mundur, f. 29.10. 1931, Svein- björn, f. 8.6. 1939, d. 19.2. 2009, og Hannesína, f. 16.4. 1944. Sturla kvæntist 18.6. 1960 Diljá Sjöfn Pálsdóttur Snæfeld, f. 6.7. 1940. Foreldrar hennar voru Páll Jóhannsson Snæfeld og Guðlaug Bjarnadóttir, búsett í Reykjavík. Börn Sturlu og Diljár eru: 1) Guðlaug Rut, f. 2.8. 1961. Sonur hennar: Smári, unnusta hans Edda S. Ingólfsdóttir og eiga þau tvo syni, Arnar Jaka og Ingvar Breka. 2) Guðný Björk, f. 29.5. 1966, d. 25.9. 1992, var gift lendings og Dagrenningar. Þar tók hann þátt í uppsetningu leik- rita ásamt annarri starfsemi þessara félaga. Samdi Sturla ófá- ar gamanvísur um líðandi stund og samferðafólk. Sturla var einn af stofnendum veiðifélags Grímsár og Tunguár og sinnti fjölda verkefna fyrir fé- lagið, þ.e. gjaldkerastörfum, veiðivörslu, umsjón veiðihúss o.fl. Í tvö kjörtímabil sat Sturla í hreppsnefnd Andakílshrepps og var oddviti annað tímabilið. Fé- lagsmál voru líf og yndi Sturlu. Árið 2001 fluttu Sturla og Diljá Sjöfn frá Fossatúni í Kópa- vog eftir fjörutíu og þriggja ára búskap í Fossatúni. Þar liggur eftir þau gott og farsælt ævi- starf. Í Kópavogi undu þau hag sínum vel. Sturla fór fljótt í vinnu við húsvörslu og öryggis- mál hjá Símanum. Saman áttu þau svo marga og góða vini í starfi eldri borgara í Gullsmára þar sem Sturla var m.a. söng- stjórnandi Gleðigjafanna ásamt því að sjá um og skipuleggja kvöldvökur. Sturla var öllu sínu fólki mikill gleðigjafi og var þeirra stoð og stytta. Keypti sér bát og fór oft ýmist einn eða með sínu fólki til veiða. Hann hafði mikla tónlist- arhæfileika og spilaði mikið á bæði orgel og harmonikku og hafði af því mikla ánægju. Útför Sturlu fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 29. októ- ber 2014, kl. 13. Hannesi F. Sigurðs- syni, börn þeirra a) Thelma Sjöfn gift Guðmundi Sveins- syni og eiga þau þrjú börn: Jökul Mána, Almar Frosta og Amelíu Rán. b) Sigurður Ástvald- ur, f. 18.5. 1988, 3) Sölvi, f. 11.7. 1972, kvæntur Hildu Björk Línberg og eiga þau einn son: Úlfar Andra. Sturla ólst upp á Akranesi. Hann keppti í knattspyrnu með yngri flokkum á Akranesi og tók þátt í skátastarfi þar. Sturla fór í bændaskólann á Hvanneyri og útskrifaðist þar sem búfræð- ingur árið 1959. Á Hvanneyri kynntist hann eftirlifandi eig- inkonu sinni Diljá Sjöfn. Á nítjánda aldursári sínu tóku Sturla og Diljá Sjöfn við búi í Fossatúni. Á þeim tíma var þar hvorki rafmagn né sími og að- stæður erfiðar. Þau byrjuðu með hefðbundinn búskap, en í gegn- um tíðina tókust þau á við margskonar nýjungar, t.d. lax- eldi, alifugla o.fl. Sturla var virkur þátttakandi í starfi ungmannafélaganna Ís- Það er stundum ótrúlega stutt milli hláturs og gráts í þessu lífi. Eina stundina er maður með góð- um félaga og nýtur samvista, spjalls og vináttu og svo er eins og hendi sé veifað og þú stendur og kveður hann í hinsta sinn. Stund- um allt svo miskunnarlaust og oft ekkert hægt að gera. Og akkúrat þá byrjar maður að rifja upp allar góðu stundirnar sem ég er svo þakklátur fyrir. En það læðast líka að manni erfiðu minningarnar þar sem við stóðum öll hlið við hlið í erfiðum veikind- um Guðnýjar Bjarkar. Alltaf öll í sama liði, sama hvað á bjátaði. Ég tel mig afskaplega heppinn að fá að hafa ykkur Sjöfn í lífi mínu öll þessi ár. Þið hafið verið mér stoð og stytta og borið hag barnanna minna fyrir brjósti. Lagt allt í sölurnar fyrir Thelmu og Didda og verið þeim allt sem ein amma og afi geta verið. Og undanfarið hefur verið svo margt skemmtilegt að gerast hjá okkur saman. Afmæli og skemmt- anir, veiðiferð og aðgerðir, krakk- arnir, barnabörnin og svo margt fleira sem hefur fært okkur sam- an, ánægjustundir, kaffi, spjall og hlátur. Enda alltaf stutt í hlátur með þér, kæri Sturla. En svo, án sjáanlegs aðdrag- anda veikist þú svo illa. Áhyggj- urnar hellast yfir alla þína nán- ustu og lítið sem ekkert hægt að berjast. Við munum sakna þín mikið, elsku Sturla, vinarþel þíns og ein- lægs áhuga á velferð okkar allra. Sársaukinn er mikill núna hjá þín- um nánustu. Söknuður og kvíði fyrir komandi stundum. Þú hefur alltaf verið þessi sterki og trausti bakhjarl en nú verðum við að standa á eigin fótum og styðja hvert annað. Elsku Sjöfn. Mig tekur þetta svo sárt og ég finn svo til með þér. Þið hafið alltaf staðið tvö saman, verið saman, samstillt og sam- hent. Ég bið Guð að vernda þig og blessa. Sölvi, Hilda, Úlfar, Guðlaug, Smári, Thelma og Diddi. Guð blessi ykkur og verði ykkur styrk- ur við andlát Sturlu. Hannes Frímann Sigurðsson. Stórt skarð var hoggið í hjarta mitt 20. október síðastliðinn þegar yndislegi, fyndni og sterki afi minn kvaddi þennan heim, allt of snöggt. Afi, þú varst klettur í mínu lífi, mikill húmoristi, ljúfur og afar tónelskur. Það er þyngra en tár- um taki að ég fái ekki að sjá þig aftur, hlusta á þig skella í stutta vísu, spila á nikkuna eða hljóm- borðið eða stríða mér eins og þér einum var lagið. Eftir að þið amma fluttuð í Kópavoginn náði ég að kynnast þér alveg upp á nýtt. Við höfum alltaf verið miklir mátar en í Kópavoginum náðir þú að slappa af og njóta lífsins. Fékkst þér bát og fórst út að veiða, sem veitti þér einstaka gleði. Ég gat alltaf reitt mig á þig og ömmu og mér þótti einstaklega vænt um að þú vildir allt fyrir mig gera. Það gerir mig mjög hamingju- sama að vita að þú varst stoltur af mér fyrir að halda áfram náminu í rafvirkjun. Við gàtum spjallað saman um námið, nýja tækni og bilaðar græjur. Mér hlýnar um hjartarætur við að hugsa til þess þegar við fórum saman á sjávarútvegssýninguna, bara þú og ég saman. Þetta áttum við sameiginlegt og höfðum bæði gaman af. Elsku afi, ég veit að mamma hefur verið virkilega glöð að sjá þig og tekið einstaklega vel á móti þér. Ég elska þig og sakna þín, þín afastelpa, Thelma Sjöfn. Sturla Guðbjarnason ✝ Inga HalldóraJónsdóttir fæddist í Hafn- arfirði 5. desember 1920. Hún lést á heimili sínu Merk- urgötu 7 í Hafn- arfirði 19. október 2014. Foreldrar henn- ar voru hjónin Re- bekka Ingv- arsdóttir og Jón Andrésson vélstjóri. Bræður hennar voru Vil- hjálmur, látinn, kvæntur Guð- rúnu Kristjánsdóttur, látin, þau áttu fimm börn og Andrés, lát- inn, kvæntur Svanhvíti Skúla- dóttur, þau áttu þrjú börn. Fóstursystir Ingu Halldóru er Sonja Sveinsdóttir gift Sigurði Jónssyni, þau eiga sex börn. Inga Halldóra lærði kjólasaum hjá frú Henný Ottóson og í Iðnskólanum í Reykjavík. Hún giftist Árna Magn- ússyni járnsmið á Akureyri, þau skildu síðar. Inga Halldóra og Árni eignuðust fjögur börn: 1) Rebekka, sonur hennar er Halldór Örvar Stefánsson. Kona Halldórs er Ásdís Þórólfsdóttir og þeirra börn eru Ronja, Hugi og Embla Rebekka. 2) Magnús Jón, látinn. Dóttir hans er Margrét Malena. Magn- ús var kvæntur Jóhönnu Axels- dóttur, synir hennar eru Gísli Rafn Ólafsson, kvæntur Sonju Pétursdóttur. Þeirra börn eru Ólafur Rafn, Axel Örn, Theo- dora, Chastity, Katla og barna- barnið Sólon Lewis. Þorvarður Tjörvi Ólafsson kvæntur Önnu Margréti Bjarnadóttur, þeirra börn eru Magnús Ernir, Ari Már og Valdís Inga. 3) Kol- beinn kvæntur Hjördísi Sig- urbjörnsdóttur, þeirra börn eru Harpa, Ingvar og Kári. Maður Hörpu er Jökull Guðmundsson og þeirra börn eru Logi og Auður. 4) Ragnar. Inga Halldóra vann við að sauma á sínum yngri árum en lengst af vann hún í fiskvinnslu í Hafnarfirði. Hún ólst upp í Hafnarfirði og bjó þar mestalla ævina að undanskildum tæpum tveimur áratugum sem hún bjó á Akureyri. Inga Halldóra verður jarð- sungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 29. október 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Nú er komið að kveðjustund hjá ömmu Ingu Dóru. Það var gott að heimsækja ömmu. Hún var ljúf og góð og manni leið vel í návist hennar. Amma var líka sterk og traust og alltaf til staðar fyrir stóra sem smáa. Ég á marg- ar góðar minningar frá Merkur- götunni. Sem barn og unglingur aðstoðaði ég ömmu í garðvinnunni á sumrin enda garðurinn stór og glæsilegur. Við amma krupum saman við blómabeðin og ræddum daginn og veginn. Það var líka alltaf hægt að spyrja ömmu um góða bók til að lesa því var amma vel lesin og fróð um menn og mál- efni og þekkti bæinn sinn mjög vel. Hún hafði gaman af því að segja frá fyrri tíð enda lifði hún tímana tvenna. Amma hélt vel ut- an um fjölskylduna sína og kallaði okkur saman við hvert tækifæri. Hún hélt í gamlar hefðir og við fjölskyldan eigum minningar um margar góðar stundir saman á Merkurgötunni, við laufa- brauðsútskurð, í skötuveislu á Þorláksmessu, í áramótapartíi og á þorrablótum, svo eitthvað sé nefnt. Amma naut þess að vera langamma og ég er þakklát fyrir að börnin mín tvö fengu að kynn- ast þessari góðu konu. Ég á ömmu margt að þakka, hún var alltaf til staðar fyrir mig og kenndi mér svo margt. Hennar verður sárt saknað. Harpa Kolbeinsdóttir. Í barnæsku voru tvær konur sem skiptu mig afar miklu máli fyrir utan mömmu mína sem dó ung. Það voru þær amma mín sem ól mig upp og Inga Dóra. Inga Dóra var kona föðurbróður míns. Faðmur hennar var ótrúlega hlýr. Mín fyrsta minning um hana var þegar hún sat með mig grátandi í fanginu, fjögurra ára stelpuna og lofaði að gefa mér hring í afmæl- isgjöf, sem auðvitað varð raunin. Pabbi og Árni föðurbróðir voru mjög góðir vinir, unnu saman og áttu saman hesthús og börnin þeirra voru á sama aldri. Inga Dóra tók á móti okkur með opinn faðminn þegar við komum í barna- afmælin og við áttum yndislega daga saman við laufabrauðsgerð í desember og í jólaboðum á jóla- dag, það var í þá daga þegar hlust- að var á jólakveðjur frá útlöndum. Hún saumaði líka á okkur jóla- fötin, gaf sér alltaf tíma til þess þrátt fyrir að hún ætti fjögur börn. Mér eru sérstaklega minn- isstæð þau jólin sem ég varð að velja mér snið sem ekki var eins og hjá eldri systur minni, ég gat hreinlega ekki valið sjálf og þá sýndi hún mér einstaka þolinmæði og valdi eflaust þann fallegasta kjól sem ég hef átt. Hann var fag- urgrænn og glansandi og með ísaumuðu gulu blómi. Húsið okkar var rafmagnskynt og einn veturinn var rafmagns- laust í marga daga, mikið snjóaði og mjög kalt var í veðri. Þá kólnaði mjög mikið hjá okkur en víðast hvar annars staðar var kola- eða olíukynding. Þá var ekkert sjálf- sagðara en okkar fimm manna fjölskylda flytti heim til Ingu Dóru og Árna. Úr þessu varð heilmikið ævintýri og gaman að vera svona mörg saman. Við Kolbeinn vorum bekkjar- systkin og á foreldrafundi mætti Inga Dóra fyrir mig líka og sagði ömmu hvernig gengi hjá mér í skólanum. Vorið sem við Kolbeinn lukum barnaskóla er mér mjög minnis- stætt. Inga Dóra flutti með börn- in sín til Hafnarfjarðar og þá dró ský fyrir sólu hjá okkur systkin- unum. Mér fannst í raun ég hafa misst helminginn af fjölskyld- unni. Nú var ekki lengur farið í Ránargötu í afmæli, laufa- brauðsgerð og jólaboð. Ég sakn- aði þeirra óskaplega mikið. Ég veit að amma saknaði Ingu Dóru og barnanna hennar óskaplega líka, hún hafði miklar mætur á tengdadóttur sinni, og mat líka mikils alla þá hjálp sem Inga Dóra veitti fjölskyldu okkar. Svo liðu árin og lítill samgang- ur var á milli mín og Ingu Dóru og barna hennar en alltaf þegar ég fór suður fór ég í heimsókn til þeirra. Seinna flutti ég til Reykja- víkur og þá kom ég oftar við og alltaf var þessi hlýi faðmur opinn. Ég veit að mjög margir nutu góðs af gestrisni og hlýrri návist þess- arar góðu konu sem hafði til að bera sterkan persónuleika og mikla góðvild. Hún hafði alltaf pláss fyrir bæði börn og fullorðna úr tengdafjölskyldunni þótt leiðir þeirra hjóna skildu. Inga Dóra hugsaði alla tíð af- skaplega vel um börnin sín og barðist mjög hart fyrir velferð þeirra. Barnabörnin áttu líka sinn sess sem sést best á því hvað mörg þeirra bjuggu í nábýli við hana. Fáar fjölskyldur held ég að hafi staðið jafn vel saman. Hún fékk líka að njóta þess að vera umvafin þeim þegar ferðin yfir móðuna miklu var farin. Minning um Ingu Dóru mun lifa. Helga Sigríður Aðalsteinsdóttir. Inga Halldóra Jónsdóttir Veturinn 1949- 1950 verða straum- hvörf í lista- og menningarlífi Húsa- víkur. Leikritið Galdra-Loftur Jóhanns Sigurjónssonar er sett upp í samkomuhúsinu af tvítug- um kennaraskólanema, sem las þennan vetur utan skóla. Það var ekki nóg með að þessi ungi maður leikstýrði sýningunni, hann lék auk þess sjálfan Loft og stúlkan sem hann trúlofaðist vorið eftir fór með hlutverk Dísu. Sýningin fékk afbragðs dóma og sérstak- lega þótti framganga þessa unga pars með miklum ágætum. Herdís Kristín Birgisdóttir ✝ Herdís KristínBirgisdóttir fæddist 15. júlí 1926. Hún lést 16. október 2014. Útför Herdísar fór fram 25. októ- ber 2014. Mætt voru á svið- ið Húsavíkingarnir Herdís Birgisdóttir og Sigurður Hall- marsson. Þau höfðu bæði numið leiklist í leiklistarskóla Lár- usar Pálssonar. Eftir eitt ár á Eskifirði og annað á Akureyri snúa þau aftur til Húsavíkur og hafa búið hér upp frá því. Með endurkomu þeirra kvað við nýjan tón í menn- ingarlífi staðarins. Ungu hjónin helltu sér út í leiklistarlífið og ýmislegt annað menningartengt af þvílíkum krafti að næstu ára- tugina var annað hvort þeirra, oft bæði, á einn eða annan háttt í for- svari fyrir þeim verkefnum sem L.H. hafði með að gera hverju sinni. Svo náin voru þau hjón í list- sköpun sinni að þau voru jafnan nefnd í sömu setningunni Dísa og Diddi. Svona rétt eins og Silli og Valdi eða Gög og Gokke. Og nú hefur hún Dísa kvatt þessa veröld eftir erfiða sjúk- dómslegu. Leikfélag Húsavíkur minnist Dísu sem einstaklega ljúfrar og elskulegrar manneskju. Leik- kona var hún í allra fremstu röð og leiksigrar hennar á sviði gamla samkomuhússins eru orðnir margir og eftirminnilegir. Sem dæmi má nefna Ása í Pétri Gaut, Lily í „Heiðursborgurun- um“ sem L.H. frumsýndi á Ís- landi 1978, kerlinguna í „Gullna hliðinu“, Málfríður símastúlka í „Síldin kemur og síldin fer“, en það leikrit var fyrst sett upp hér á Húsavík 1986, Felicty í „Ofur- efli“ sem L.H. frumflutti einnig á Íslandi, frú Lester í „Tobacco road“ , Lindu eiginkonu Willys Loman í „Sölumaður deyr“ . Tví- vegis leikstýrði Hallmar sonur þeirra Dísu og Didda foreldrum sínum í samkomuhúsinu. Í fyrra skiptið 1982 í leikritinu „Konurn- ar í Niskavouri“ og í síðara skipt- ið í hinu magnaða leikverki „Halti Billi frá Miðey 1999, en það leik- rit var enn eitt leikritið sem L.H. frumflutti á Íslandi. Hallmar og Karl Guðmundsson þýddu verkið af einstakri smekkvís. Þarna fóru þau hjónin á miklum kostum og áttu salinn eins og svo oft áð- ur. Þessi litla upptalning á afrek- um Dísu sýnir að hún hefur tek- ist á við mörg vandasöm verk- efni. Öllum þessum viðfagsefnum skilaði hún af miklum metnaði, enda lofuð og dáð fyrir vikið. Hún var um tíma handavinnu- kennari við barnaskólann og oft saumaði hún listafagra búninga í leikhúsinu. Öll verkefni stór sem smá vann hún af einstakri smekkvísi og ljúfmennsku. Nú þegar við kveðjum Herdísi Birgisdóttur er efst í huga okkar þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa átt svo fallega og hæfileikaríka manneskju og fengið að starfa með henni. Sannarlega auðgaði hún líf samborgara sinna með af- gerandi hætti. Hlýjar kveðjur sendum við Sigurði og fjölskyldunni allri. Blessuð sé minning Herdísar Birgisdóttur. F.h. Leikfélags Húsavíkur Þorkell Björnsson. Meira: mbl.is/minningar Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa og langafa, STEINGRÍMS BENEDIKTSSONAR húsasmíðameistara, Linnetsstíg 2, Hafnarfirði. . Albert Már Steingrímsson, Ester Jóhannsdóttir, Benedikt Steingrímsson, Kolbrún Sigurðardóttir, Sigrún Steingrímsdóttir, Ólafur S. Vilhjálmsson, Steingrímur G. Steingrímsson, Kristín Þ. Þórarinsdóttir, Björk Steingrímsdóttir, Gústaf Bjarki Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.