Morgunblaðið - 29.10.2014, Síða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014
Elsku Gauja mín,
nú ertu farin á vit
nýrra ævintýra og
söknuður okkar er
óbærilegur. Það er hins vegar
huggun í sorginni að vita til þess
að baráttunni er lokið og henni
laukst þú á þann veg sem þú vildir,
á friðsælan og fallegan máta með
stelpurnar þínar þér við hlið.
Ég er gríðarlega þakklátur fyr-
ir þann tíma sem við áttum saman,
ég er mjög heppinn að hafa kynnst
þér og fyrir allan þann tíma sem
við áttum saman. Ég mun sakna
þess mikið að sitja með þér og fara
yfir daginn og veginn, já litlir hlut-
ir verða skyndilega mjög tómleg-
ir, hlutir sem maður tekur sem
sjálfsögðum. Það er ekkert sjálf-
sagt í þessu lífi og við eigum að
þakka fyrir hvern dag, það er eitt
af því sem þú hefur kennt mér,
með æðruleysi þínu og jafnaðar-
geði.
Aldrei hef ég kynnst eins mikilli
baráttumanneskju og þér, hvernig
þú tókst á við veikindi þín er mér
nánast óskiljanlegt, aldrei kvart-
aðir þú, aldrei vildir þú láta okkur
finna fyrir veikindum þínum. Bar-
átta þín er mér hvatning. Leiðir
okkar lágu saman fyrir átján ár-
um og dugnaður þinn í vinnu og
daglegu amstri er eitthvað sem er
Guðríður
Ásgrímsdóttir
✝ Guðríður Ás-grímsdóttir
fæddist 21. desem-
ber 1954. Hún lést
18. október 2014.
Útför Guðríðar fór
fram 28. október
2014.
öðum til eftirbreytni.
Öll þessi einkenni
þín sem þú kenndir
okkur munum við
halda á lofti og
kenna stelpunum
okkar sem sakna þín
svo sárt. Þú ert
besta vinkona þeirra
og þær trúa því
ennþá að þú komir
aftur, ég trúi því að
þú hafir aldrei farið
frá þeim, þú munt vaka yfir þeim
og taka á móti okkur öllum þegar
okkar tími er komin.
Ég mun sakna þess að ganga úr
húsi fyrir leiki og fá kveðjuna frá
þér, því fyrir hvern einasta leik
fékk ég sömu kveðjuna. „Gangi
ykkur vel elskan, ég segi bara tu
tu.“
Án þess að vita nákvæmlega
hvað það þýðir þá þykir mér óend-
anlega vænt um þessi orð og mun
geyma þau í hjarta mínu að eilífu.
Minningu þinni munum við
halda á lofti að eilífu því minningin
er yndisleg.
Tu tu Gauja mín.
Þinn tengdasonur,
Freyr Alexandersson.
Ég kveð góða vinkonu mína,
hana Gauju, með þakklæti fyrir
allar góðu stundirnar og sorg í
hjarta yfir að þær verða ekki fleiri
í þessu jarðlífi. Gauja var búin að
berjast við krabbamein í mörg ár
af miklu æðruleysi og ótrúlegum
styrk, stundum náði hún að því er
virtist að sigra, en meinið kom aft-
ur og tók þá við löng og ströng
lyfjameðferð, að lokum varð hún
að játa sig sigraða. Þó svo að vitað
hafi verið að hverju dró er maður
aldrei tilbúinn þegar kallið kemur
og þá hellist óendanleg sorg og
söknuður yfir. Sorg yfir því að
Gauja fær ekki að fylgjast með
barnabörnum að vaxa úr grasi og
elsku stelpunum sínum, þeim Ásu
Láru og Erlu Súsönnu, sem hún
var svo óendanlega stolt af.
Ég kynntist Gauju á Höfn í
Hornafirði, hún var konan hans
Júlla frænda, og var frá Vopna-
firði. Hún vann eins og svo margir
í Kaupfélaginu og hann var sjó-
maður, þau bjuggu til að byrja
með hjá foreldrum Júlla, þeim Vil-
borgu Valgeirsdóttur og Óla
Sveinbirni Júlíussyni, ásamt
systkinum Júlla, hann átti stóran
systkinahóp: Þóru, Sollu, Ástu,
Binnu, Mæju, Hauk, Sigrúnu og
Óla Gísla þannig að eins og gefur
að skilja mikið að gera á stóru
heimili og Gauja varð strax ein af
fjölskyldunni. Gauja og Júlli giftu
sig í Vopnafjarðarkirkju um sum-
ar sennilega árið 1975 og þá dugði
ekki lengur að búa hjá mömmu og
pabba og leigðu þau sér íbúð. Voru
einnig byrjuð að byggja sér ein-
býlishús á Höfn, en lífið hafði aðr-
ar fyrirætlanir því Júlli lést í
hörmulegu slysi um borð í togara
frá Höfn í október árið 1975.
Við Gauja vorum alltaf góðar
vinkonur og á ég margar dýrmæt-
ar minningar sem ég er þakklát
fyrir, þín verður sárt saknað,
kæra vinkona. Þú varst svo dugleg
og alltaf svo fín og flott.
Ég sakna þín í birtingu að hafa
þig ekki við hlið mér
og ég sakna þín á daginn þegar
sólin brosir við mér.
Og ég sakna þín á kvöldin þegar
dimman dettur á.
En ég sakna þín mest á nóttinni
er svipirnir fara á stjá.
Svo lít ég upp og sé við erum
saman þarna tvær
stjörnur á blárri festingunni sem
færast nær og nær.
Ég man þig þegar augu mín eru
opin, hverja stund.
En þegar ég nú legg þau aftur, fer
ég á þinn fund.
(Megas.)
Þessi texti kemur upp í hugann
er ég kveð góða vinkonu og hennar
er sárt saknað en minningin lifir.
Gauja var mjög stolt af fjöl-
skyldunni sinni dætrum sínum,
tengdasonum og barnabörnum
sem voru orðin fjögur talsins. Um
leið og ég votta þeim og allri fjöl-
skyldunni mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur vona ég að þeim verði
gefinn styrkur á þessum erfiðu
tímum.
Signý Ingibjörg
Hjartardóttir.
Elsku Gauja mín.
Þrautagöngu þinni er lokið og
þú ert farin í ferðalagið þitt eins og
þú sagðir við mig stuttu áður en þú
kvaddir þessa jarðvist. Mig langar
að minnast þín í fáum orðum.
Æðruleysi er það sem kemur fyrst
upp í huga minn er ég minnist þín.
Það var alveg sama hvaða verk-
efnum þú stóðst frammi fyrir
stórum eða smáum og miserfiðum,
alltaf tókstu bara hlutunum eins
og þeir voru með jafnaðargeði og
æðruleysi. Það hefur örugglega
ekki alltaf verið auðvelt fyrir þig
að vera einstæð móðir en þú varst
svo dugleg að gera mikið úr litlu.
Man vel eftir því þegar mamma
var að taka til í skápunum og var
að losa sig við gömul föt og þú
tókst sitthvað sem þú ákvaðst að
nýta. Ég gleymi aldrei undrunar-
svipnum á mömmu þegar þú svo
komst í þessum sömu flíkum og þá
búin að breyta og bæta og mamma
dauðöfundaði þig af þessum flottu
flíkum. Þú varst nefnilega með ein-
staklega gott auga fyrir tísku og
varst alltaf pæja. Þú varst svo klár
í höndunum og kenndir mér margt
í æsku, eins og t.d. að prjóna og
sauma og alltaf hægt að leita til þín
um hjálp, það var aldrei neitt mál
og síðast hjálpaðir þú mér með
peysu fyrir ca. 2 árum og að sauma
hundabæli fyrir hana Carmen
mína. Það vara alltaf hægt að leita
til þín. Elsku Gauja mín þú mátt
vera stolt af því sem þú skilur við
þig hér á þessari jörð og þá er ég að
tala um yndislegu dætur þínar Ásu
og Erlu sem eru perlur af mann-
eskjum og hjálpsemi og dugnaður
þeirra endurspegla þig ásamt þeim
mörgu skapandi hæfileikum sem
þær hafa. Ég veit að þú varst svo
stolt af þeim. Það kom ákveðið blik
í augun á þér í hvert sinn sem þú
talaðir um þær og varst að segja
frá hvað þær voru að taka sér fyrir
hendur, varst alltaf svo montin af
stelpunum þínum og ekki síður af
yndislegu tengdasonum þínum,
þeim Sigga og Frey, og barnabörn-
unum þínum fjórum, þetta var fjár-
sjóðurinn þinn. Ég trúi því að nú
sértu komin á stað þar sem þú ert
laus við þjáningar og farin að njóta
þín á ný og fylgist með fjársjóðnum
þínum þaðan. Ég veit að þú og
mamma hafið fundið hvor aðra á
ný því á milli ykkar var alltaf mikill
kærleikur.
Elsku Gauja, þakka þér fyrir
samfylgdina og ég er þakklát fyrir
að hafa fengið að kynnast svo ein-
stakri manneskju sem þér. Takk
fyrir allt og allt.
Elsku Ása mín, Erla og ykkar
fjölskyldur, ég votta ykkur mína
dýpstu samúð, missir ykkar er
mikill en minning um einstaka
mömmu, tengdamömmu og ömmu
lifir.
Kveðja,
Sigríður Margrét (Sirrý).
Haustið 1968 hófu
tvær litlar stelpur
nám í Verslunar-
skóla Íslands. Inga
Rósa 13 ára og ég 14 og þóttumst
báðar orðnar stórar, höfðum lokið
skyldunámi og vorum komnar
Inga Rósa
Þórðardóttir
✝ Inga RósaÞórðardóttir
fæddist 2. desem-
ber 1954. Hún lést
16. október 2014.
Útför Ingu Rósu
fór fram 23. októ-
ber 2014.
hálfa leið út í heim-
inn. Við urðum fljót-
lega vinkonur og
ekki leið á löngu þar
til hún bauð mér í
helgarheimsókn
suður í Garð. Þær
áttu eftir að verða
fleiri en ég hef tölu á
og alltaf var jafn
gaman. Inga Rósa
var einkabarn og
augasteinn foreldra
sinna og þau tóku höfðinglega á
móti vinum hennar. Skemmst er
frá því að segja að við vorum óað-
skiljanlegar næstu árin, nánar og
kærar trúnaðarvinkonur. Dýr-
mætar minningar sækja að: Sam-
hjálpin í náminu, uppákomur í
Verzló, böllin í Stapanum, Ungó
og víðar, stundirnar á Tröð, útihá-
tíðir í Húsafelli, Svartsengi, Salt-
vík, sambýlið á Melhaganum,
ferðirnar til Ísafjarðar á vorin, bíl-
túrar um Reykjanesið, dulmálið
sem enginn skildi nema við, öll
sendibréfin og gjafirnar sem við
gáfum hvor annarri, hlátursköstin
og tárin. Við vorum saman í skól-
anum í fjögur ár. Það virðist ekki
langur tími en þetta voru mikil
mótunarár og ómetanlegt fyrir
mig að eiga þessa góðu, skyn-
sömu, kláru og skemmtilegu vin-
konu sem hélt mér á jörðinni og
réttum megin við allar línur en var
samt alltaf til í alls konar flipp og
sprell og skemmtilegheit.
Svo fórum við hvor í sína áttina,
hún austur á firði en ég vestur.
Báðar fórum við í kennslu þótt
það hefði aldrei staðið til, tókum
kennsluréttindi í fjarnámi og
gerðumst íslenskukennarar, eig-
inkonur, mæður og ömmur. Við
héldum sambandi, skrifuðumst á,
hittumst af og til, hringdum og
skiptumst á jólagjöfum alla tíð. Og
facebook-samtölin eru mörg og
löng, full af hjörtum og brosköll-
um. Mér fannst við ganga sam-
hliða hvor á sínu landshorni með
þennan sterka streng á milli okk-
ar og þótt á stundum lægi hann
slakur var hann aldrei gleymdur.
Nú þegar það er orðið of seint,
óska ég þess auðvitað að ég hefði
notað tækifærin betur. Við héld-
um báðar að við hefðum nógan
tíma, seinna.
Einu sinni þegar ég var döpur
sendi hún mér skrautritað blað
með þessum línum:
„Sorgin er gríma gleðinnar. Og
lindin sem er uppspretta gleðinn-
ar, var oft full af tárum. Og hvern-
ig ætti það öðruvísi að vera?
Þeim mun dýpra sem sorgin
grefur sig í hjarta manns, þeim
mun meiri gleði getur það rúmað.
Er ekki bikarinn sem geymir vín
þitt, brenndur í eldi smiðjunnar?
Og var ekki hljóðpípan sem mild-
ar skap þitt, holuð innan með
hnífnum? Skoðaðu hug þinn vel
þegar þú ert glaður og þú munt
sjá að aðeins það sem valdið hefur
hryggð þinni, gerir þig glaðan.
Þegar þú ert sorgmæddur,
skoðaðu þá aftur huga þinn og þú
munt sjá að þú grætur vegna þess
sem var gleði þín. Ég segi þér,
sorgin og gleðin ferðast saman að
húsi þínu og þegar önnur situr við
borð þitt, sefur hin í rúmi þínu.“
(Kahil Gibran.)
Þetta hefur hangið í ramma
uppi á vegg hjá mér í 30 ár en
langt var orðið síðan ég hafði gefið
því gaum. Nú les ég það í nýju
samhengi og þakka henni sem
mér þótti svo lifandis undur vænt
um. Jafnvel núna huggar hún mig.
Fjölskyldu Ingu Rósu sendi ég
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Herdís Magnea Huebner.
Elsku frænka mín, Inga Rósa
Þórðardóttir, er látin. Minningar
koma og fara, ég byrja á bernsk-
unni. Skemmtilegt þegar hún
kom, með foreldrum sínum, heim
að Hvammi. Hún spilaði á orgelið
og fannst okkur krökkunum það
áhugavert. Bóklestur var vinsæll
hjá unga fólkinu sem betur fer.
Eftirtektarvert var, þegar minnst
er á bækur, að Inga Rósa þurfti
ekki endilega mikið næði við lest-
ur. Sumar og sól, þannig er gott að
hugsa til baka. Ánægjulegt fyrir
okkur krakkana að hafa Ingu
Rósu í heimsókn, en tíminn er
fljótur að fara við leik og störf.
Inga Rósa bjó með foreldrum
sínum í Gerðum í Garði. Við syst-
urnar þrjár fengum að dvelja,
nokkra daga, hjá þeim. Foreldrar
okkar fóru í ferðalag og við á góð-
um stað á meðan. Ingibjörg
keyrði með okkur, t.d. að Svarts-
engi og til Keflavíkur, heilt ævin-
týri fyrir sveitastúlkurnar að
norðan. Þórður vann ötullega á
skrifstofunni. Allan tímann var
nóg að gera, við fylgdumst með
Ingu Rósu hugsa um lítil börn og
keyra þau í kerru. Veðrið var oft-
ast gott í gamla daga og sólin
skein glaðlega á okkur frænkurn-
ar á hlaupum úti og inni. Við sáum
vitann og komum við á bryggj-
unni, margt var fremur nýtt og
forvitnilegt t.d. að krakkarnir voru
á hjólum úti um allt. Ævintýrið var
á enda runnið og skildi eftir góðar
minningar.
Inga Rósa og ég urðum skóla-
systur, en það gerðist þegar ég
fyrir tilviljun fór í VÍ. Ég man þeg-
ar hún kom yfir í gamla húsið til
mín og ég fór yfir í nýja húsið til
hennar, þannig var skólinn á
Grundarstíg. Við vorum stundum
á sama tíma að bíða eftir strætó,
hún var alveg með það á hreinu
hvenær rétti bíllinn kæmi. Ég man
eftir frænku minni; hún var fín í
regnkápu og svörtum, glansandi
stígvélum. Ég kom til hennar, þar
sem hún leigði við Lambastekk í
Breiðholtinu, hún var mjög ánægð
þar. Hún bauð mér að koma með
sér heim til foreldranna, suður í
Garð, eina helgi. Við fórum á dans-
leik, í Ungó, fjör fram eftir nóttu.
Inga Rósa og Guðmundur gift-
ust 7. júní 1975. Daginn eftir brúð-
kaupið var haldin veisla, fyrir
marga í fjölskyldunni, í Ljósheim-
unum. Ég og Ragnar fórum, gam-
an var að samgleðjast með þeim á
þessum tímamótum. Þau fluttust
búferlum til Egilsstaða, þar
bjuggu þau í 25 ár.
Við hjónin og börnin okkar þrjú
komum einu sinni í heimsókn til
fjölskyldunnar á Egilsstöðum.
Inga Rósa var starfsmaður Rík-
isútvarpsins og var greinilega
áhugasöm í sínu starfi. Gaman var
að heimsækja hana, þekkti ég
elskusemina frá okkar yngri ár-
um. Áttum við góða kvöldstund
hjá Ingu Rósu, báðar eigum við
þrjú börn sem horfðu undrandi
hvert á annað og sáu ef til vill taug
sem þau könnuðust við í sínu fari.
Daginn eftir hittum við Ingu Rósu,
við Grímsstaði, þar sem hún var í
fréttaöflun.
Ég votta Guðmundi, eftirlifandi
eiginmanni Ingu Rósu, og fjöl-
skyldu þeirra innilega samúð. Með
ósk um að góðu minningarnar um
Ingu Rósu hjálpi þeim í sorginni.
Elskuleg frænka mín hvíli í
friði, megi englar vaka yfir henni.
Ingibjörg Rósa
Hallgrímsdóttir.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Tómstundir
Fellanleg bridgeborð nú fáanleg.
Einstaklega fallegt borð sem er
auðvelt að leggja saman.
www.pingpong.is
Suðurlandsbraut 10 (2. h.),
108 Reykjavík. Sími 568 3920.
Óska eftir
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699-8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Bílaleiga
HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU
með eða án bílstjóra.
--------16 manna--------
--------9 manna---------
Fast verð eða tilboð.
CC.BÍLALEIGA S. 861 2319.
Húsviðhald
Hreinsa þakrennur fyrir
veturinn og tek að mér
ýmis smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704 eða
manninn@hotmail.com
Húsaviðgerðir
www.husco.is
Sími 555 1947
Gsm 894 0217
mbl.is
alltaf - allstaðar
✝
Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu er sýndu
mér og fjölskyldu minni samúð og vinarhug
við andlát og útför eiginkonu minnar,
HERDÍSAR KRISTÍNAR
BIRGISDÓTTUR.
Guð blessi ykkur öll.
Sigurður Hallmarsson.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
HARALDUR LÝÐSSON
kaupmaður,
Blikahólum 4,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
miðvikudaginn 8. október.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum sýndan samhug.
Haraldur D. Haraldsson, Hanne Fisker,
Friðgeir S. Haraldsson, Rut Garðarsdóttir,
Inga Þóra Haraldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.