Morgunblaðið - 29.10.2014, Side 44

Morgunblaðið - 29.10.2014, Side 44
MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 302. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Hver gæti þýtt þennan texta? 2. Varar fólk við myndbandinu í … 3. Andlát: Ingjaldur Hannibalsson 4. Þú sérð það á nöglunum hversu … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Á föstudaginn, 31. október, verða frumsýndar tvær íslenskar kvikmynd- ir, annars vegar Grafir og bein eftir leikstjórann Anton Sigurðsson og hins vegar fjórða kvikmyndin um æv- intýri Sveppa, Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum, sem Bragi Þór Hin- riksson leikstýrir. Morgunblaðið/Ómar Tvær íslenskar kvik- myndir frumsýndar  Sjö tomma vín- ylplata er vænt- anleg með hljóm- sveitinni Grísalappalísu en á henni breiðir hún yfir lög Stuð- manna. Á plötunni verða upptökur sem gerðar voru á ferðalagi hljómsveitarinnar um Ís- land í sumar. Tónlistarkonan DJ flug- vél og geimskip var með í för og lék og söng í upptökunum. Grísalappalísa breiðir yfir Stuðmenn  Rokksveitirnar kimono og Pink Street Boys halda tónleika í kvöld á Kex hosteli. Tónleikarnir eru sérstök upphitun Kex hostels og hljómsveitanna fyrir Ice- land Airwaves- tónlistarhátíðina sem hefst eftir viku, 5. nóvember. Pink Street Boys stíga á svið kl. 21 og kim- ono kl. 22 og að- gangur að tónleik- unum er ókeypis. Kimono og Pink Street Boys á Kex Á fimmtudag Austanátt, 5-15 m/s, hvassast syðst með slyddu en yfirleitt þurrt annars staðar. Áfram talsvert frost fyrir norðan en hiti 0 til 4 stig fyrir sunnan síðdegis. Á föstudag Hvöss austan- og norðaustanátt með rigningu eða slyddu en snjókomu fyrir norðan. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 5-13 m/s syðst á landinu. Hiti um og yfir frostmark á Suðurlandi, annars 1 til 7 stiga frost. VEÐUR „Ég held að það sé ekki nokkur spurning að ég er kominn til starfa hjá félagi sem ég vildi og óskaði mér að vinna fyrir,“ sagði Bjarni Guðjónsson eftir að hann var ráðinn þjálfari KR í gær. Bjarni skrifaði undir þriggja ára samning við vesturbæj- arliðið. Guðmundur Bene- diktsson verður honum til halds og trausts en saman léku þeir um skeið með KR- liðinu. »1 Bjarni ráðinn til óskaliðsins Elísabet vildi ekki taka við karlaliði „Við erum betra liðið og auðvitað yrði það hrikalega lélegt að vinna ekki Ísr- ael á heimavelli. En það getur gerst, eins og menn hafa brennt sig á í öll- um íþróttum,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsmaður í hand- knattleik, um viðureignina við Ísr- aelsmenn í undankeppni EM í Laug- ardalshöll í kvöld. Flautað verður til leiks kl. 19.30. »3 Eigum að vinna Ísra- elsmenn á heimavelli ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari hef- ur verið 2. konsertmeistari Fílharm- óníusveitarinnar í Helsinki í Finn- landi síðan í haust og spilaði sem 1. konsertmeistari sveitarinnar á tvennum tónleikum fyrr í mán- uðinum. Hann leiðir aftur hljómsveit- ina á tónleikum í eina viku í desem- ber. „Þetta er frábært, skemmtilegt og mikil viðurkenning,“ segir hann. Ari hefur verið fiðluleikari í Sin- fóníuhljómsveit Íslands síðan 2006. Árið 2011 sótti hann um stöðu 1. konsertmeistara hljómsveitarinnar og var annar tveggja sem komust lengst í prufuspili í maí það ár. „Hljómsveitin tók þá óvenjulegu ákvörðun að halda fleiri prufuspil um stöðuna, bæði á Íslandi og erlendis, en slíkt hafði aldrei verið gert áður meðan umsækjendur voru enn til reynslu,“ segir Ari um aðdragandann að starfinu í Helsinki. Erfitt mál Um 18 mánuðum síðar var annar maður ráðinn í starf konsertmeistara SÍ. Tveir umsækjendur, þar á meðal Ari, kvörtuðu í samráði við Félag ís- lenskra hljómlistarmanna til um- boðsmanns Alþingis, sem kvað upp úr með það í sumar að málsmeðferð við ráðningu í starfið hefði ekki verið í samræmi við reglur hljómsveit- arinnar sem henni bar að fylgja sam- kvæmt lögum. Ari segir að þetta mál hafi reynst sér erfitt og hann hafi í kjölfarið ákveðið að sækja um stöður við aðrar hljómsveitir. Í júní sem leið hafi hann prufuspilað í Helsinki og verið í úrslitum um stöðu 1. konsert- meistara. Um viku síðar hafi honum verið boðið að leysa af sem 2. kons- ertmeistari í fjóra mánuði í haust og skömmu eftir að hann byrjaði hafi hann verið beðinn að vera fram í miðjan mars. Þá geri hann ráð fyrir að mæta aftur til starfa hjá Sinfón- íuhljómsveit Íslands. „Ég er í leyfi og á að mæta aftur strax eftir páska.“ Þegar Ari fékk að vera konsert- meistari Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands til reynslu í tvær vikur haustið 2011 sagði hann í spjalli við Morg- unblaðið að draumastarfið væri að vera konsertmeistari í sinfóníu- hljómsveit. Nú hefur hann reynt það, bæði á Íslandi og í Finnlandi. „Að vera 2. konsertmeistari hérna í Finn- landi er mjög nálægt draumnum,“ segir Ari. „Það á vel við mig að vera konsertmeistari og hentar vel því sem ég hef fram að færa.“ Fílharmóníusveitin í Helsinki held- ur yfirleitt tvenna tónleika í hverri viku og þegar konsertmeistari fær frí er það í verkahring Ara að leysa hann af. Ari segir að þetta sé ákveðið fram í tímann og því viti hann að hverju hann gengur. „Þetta er skemmtilegt og áhugavert starf,“ áréttar hann. Fiðluleikari í draumastarfi  Ari konsert- meistari í Helsinki í Finnlandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Konsertmeistarinn Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari er ánægður með starfið í Helsinki. Ari Þór Vilhjálmsson lærði fiðluleik hjá Guðnýju Guðmundsdóttur í Tónlistarskólanum í Reykjavík og fór síðan til Bandaríkjanna þar sem hann var í námi í Chicago og Boston í sex ár, lauk mastersnámi 2008. Hann hefur kennt töluvert við Tónlistarskólann í Reykjavík, verið í Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 2006 fyrir utan námsleyfi og núverandi leyfi, og spilað með Fíl- harmóníuhljómsveitinni í Helsinki síðan í september sl. Ari, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari og Sigurgeir Agnars- son sellóleikari verða með kamm- ertónleika í Norræna húsinu í Reykjavík 18. nóvember. Síðan heldur hann einleikstónleika í menningarhúsinu Bergi á Dalvík í mars og spilar svo fiðlukonsert Mendelssohns með Sinfóníu- hljómsveit áhugamanna í maí. Hann hefur líka áhuga á því að reyna áfram fyrir sér erlendis. „Ég skoða auglýsingar til að sjá hvað er í boði og framhaldið verður bara að koma í ljós,“ segir hann. Konsertmeistari á ferð og flugi ARI ÞÓR VILHJÁLMSSON FIÐLULEIKARI „Ég var búin að ákveða að vera hérna áfram enda búin að vinna hörðum höndum hérna síðustu ár,“ sagði El- ísabet Gunnarsdóttir, þjálfari sænska knattspyrnuliðsins Kristianstad, við Morgunblaðið. Elísa- bet er búin að stýra liðinu síðustu sex ár og verður áfram næstu árin. Meðal þess sem El- ísabetu stóð til boða var að taka við þjálfun karlaliðs. Hún af- þakkaði. »4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.