Málfríður - 15.03.2010, Blaðsíða 5

Málfríður - 15.03.2010, Blaðsíða 5
Í tilefni af fjórföldu tvítugsafmæli Vigdísar Finn- bogadóttur, eins og hún nefnir það sjálf, þann 15. apríl, hefur STÍL ákveðið að gera hana að heiðursfélaga sam- takanna. Vigdís er óþreytandi talsmaður tungumála og er það ekki tilviljun að hún hafi verið gerð að velgjörð- arsendiherra Sameinuðu þjóðanna í tungumálum. Við gleymum því stundum að áður en Vigdís varð allt það sem hún er þekktust fyrir, forseti, ferðafrömuður og leikhússtjóri, var hún tungumálakennari og kenndi frönsku. Frönskukennslunni sinnti hún ekki aðeins innan kennslustofunnar í MR og MH, heldur reið hún á vaðið með frönskukennslu í sjónvarpi á fyrstu árum sjónvarpsins, sem margir minnast með ánægju. Formaður STÍL átti þess kost að sitja með Vigdísi nokkra stund og ræða um sameiginleg hugðarefni og lék þá fyrst forvitni á að vita hvaðan áhugi hennar á tungumálum hafi sprottið. Vigdís lýsti því hvern- ig móðir hennar, sem var mikil tungumálakona, las fyrir börnin myndabækur á dönsku sem hún þýddi jafnóðum. Forvitni Vigdísar vaknaði strax fyrir því að skilja sjálf orðin á blaðsíðunum, og ekki minnkaði áhuginn þegar hún varð nemandi í Landakotsskóla og heyrði nunnurnar tala sín á milli á dönsku. Móðir hennar hafði kort af Evrópu hangandi uppi á vegg og á heimilinu var rætt um vini í útlöndum og staði sem foreldrarnir höfðu ferðast til, rétt eins og talað var um Borgarfjörðinn. Vigdísi var mikið í mun að sjá þessa staði og óttaðist að þeir kynnu að verða stríðinu að bráð áður en henni lánaðist að heimsækja þá. Þannig nærði heimilisbragurinn fróðleiksfýsnina og útþrána með henni frá fyrstu tíð. Í menntaskóla voru fimm tungumál meðal skyldu- greina: danska, enska, þýska, franska og latína. Gefum Vigdísi orðið: Ég er afskaplega fegin að ég fékk að læra þessa latínu sem ég lærði. Bæði er hún undirstaða svo margs, það er svo mikið af alþjóðaorðum úr latínu eða grísku, og svo er svo gaman þegar maður kemur til Evrópu að geta lesið latneskar tilvitnanir á styttum af stríðsglöðum og sigursælum kóngum og yfir dyrum á sögufrægum byggingum. Tungumálaáhuginn hefur alltaf verið þarna og mér hefur fundist tungumálin vera lykillinn að heiminum. Ég hef spurt krakka að þessu og þau svara, eftir að hafa hugsað sig lengi um, að það séu peningar. Og þá spyr ég á móti: En hvernig skilgreinirðu peninga, hvernig skil­ greinir þú frankann, dollarann eða evruna? Og þá fara þau alltaf að lýsa því með orðum. Þannig að niðurstaðan verður jafnan sú að tungumálið skýrir hugtökin og hlýtur því að vera lykillinn að heiminum, en ekki peningar. Það þarf orð til að skilgreina fjármál. Spurð hvers vegna Frakkland hafi orðið fyrir val- inu berst talið að menningu og listum sem heilluðu Vigdísi frá fyrstu tíð: Þegar ég stálpaðist áttaði ég mig á því að það voru menningarkjarnar á ýmsum stöðum. Ég var afskaplega heilluð af myndlist og skildist að í skáldskap og mynd­ list væri Frakkland, og þá einkum París, sem lind fyrir nýjar stefnur og strauma mestalla tuttugustu öldina, eða þangað til hún flutti til New York. Og hvar er hún núna? Hún er komin til Berlínar. París var kannski orðin of borgaraleg fyrir endalaust nýja strauma. Mig langaði að kynnast þessu, þessari tilfinningaólgu, þess­ ari skarpgreindu ólgu sem skapaðist. Þannig atvikaðist það að ég ákvað að fara til Frakklands. Mér fannst það virðingarvert af foreldrum mínum að hleypa mér, en það bjargaði því að við fórum nokkrir skólafélagar. Faðir minn sagði að ef ég vildi hafa þetta á þennan veg, þá yrði ég að leita míns þroska eftir mínum leiðum. Það veit hamingjan að ég sé ekki eftir því. Alliance Française var einmitt að safna tilvitnunum fyrir „Viku franskrar tungu“ nú í mars, hvers vegna við frönskuáhugamenn hefðum gefið okkur sérstaklega að frönskunni, og ég sendi þeim þessa skýringu mína, sem tjáir kærleikann til franskrar tungu: Peu de choses m‘ont été aussi importantes dans la vie que de comprendre et parler français, si ce MÁLFRÍÐUR  Vigdís Finnbogadóttir heiðursfélagi STÍL Ragnheiður Jóna Jónsdóttir, formaður STÍL. Ragnheiður Jóna Jónsdóttir.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.