Málfríður - 15.03.2010, Blaðsíða 7

Málfríður - 15.03.2010, Blaðsíða 7
með hormónana á fullu. Ekki síst þar sem danskan heyrist síður í bíómyndum og í skemmtiiðnaðinum. Svo er það þessi nytjahyggja hjá okkur Íslendingum, það er spurningin: Hvaða gagn hef ég af því? Það komu til mín bráðgáfaðir unglingar um daginn og spurðu mig fyrir skólablað hvað ég hafi ætlað að verða. Ég fór til Frakklands af hreinum þorsta til að upplifa menninguna og ég trúði, að ef ég gæti komist að því í gegnum tungumál hvað menningin væri, hvað menningar­ svæðin þýddu, þá myndi ég alltaf fá eitthvað að gera. Ég gæti alltaf kennt frönsku eða kannski leikhússögu og bók­ menntir. Enda varð ég aldrei atvinnulaus. Þegar heim var komið vantaði frönskumælandi manneskju til ýmissa verkefna og eitt leiddi af öðru. Fyrr en varði var Vigdís komin yfir í ferðamálin sem aftur leiddi til þess að hún stofnaði leiðsögumanna- skólann. Það er náttúrulega mjög mikilvægt, og þess vegna er svo gaman að læra tungumál, að hafa eitthvað að segja á þessum tungumálum. Að vera ekki bara að svara heldur hafa eitthvað að segja frá eigin brjósti. Þegar maður er búinn að ná því valdi á tungumáli, að maður getur sagt það sem mann langar til að segja, þá þarf maður ekkert sérstaklega á enskunni að halda. Mér finnst það mjög dapurlegt ef þröngsýni gagnvart tungumálum er orðin þannig á Íslandi að niðurskurður í menntakerfinu bitni á tungumálanámi. Það er ekkert sem er mikilvægara nú en að Íslendingar standi sig andspænis heiminum. Og það gerist ekki bara á ensku. Það er afar mik­ ilvægt að við stöndum okkur gagnvart norrænu þjóðunum. Það er alveg sama hvernig við snúum þessu, við erum í Norðurlandaráði, við erum ein af norrænu þjóðunum og okkur ber skylda til að rækta það með því að reyna að læra tungumálin og reyna að skilja menninguna þeirra, því það er um leið okkar menning. Okkar menning er ekki amerísk. Hún getur orðið það, af því að við fáum svo mikið af amerísku efni, en við tilheyrum Evrópu. Öll okkar menning er evrópsk, sama hvert við lítum, en sannarlega undir áhrifum frá Ameríku. Við verðum að geta komið fyrir okkur orði á máli Evrópuþjóða þegar við förum til útlanda. Það er mikið í húfi. Starfsemi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og kennsla í erlendum tungumálum fer nú fram á víð og dreif í Háskólanum. Starfsmennirnir eru með skrifstofur í Nýja Garði og Gimli en Vigdísi dreym- ir um að stofnunin færi út kvíarnar þannig að, auk rannsókna og kennslu, verði sett á laggirnar alþjóð- leg tungumálamiðstöð þar sem varpað verði ljósi á margvíslegt hlutverk tungumála, og hún verði fyrir gesti og gangandi. Undir alla þessa starfsemi verði reist sérstakt hús fyrir stofnunina sem, auk fullkom- innar aðstöðu til kennslu og rannsókna, myndi hýsa hina alþjóðlegu miðstöð tungumála. Hún sér fyrir sér miðstöð erlendra tungumála sem yrði í lifandi samstarfi við fræðasamfélög erlendis, myndi þjóna fræðunum og miðla upplýsingum á lifandi hátt til almennings. Í húsinu yrði þannig einnig fullkomin aðstaða til fyrirlestra- og sýningahalds. Þar mætti hugsa sér sýningu á því hvernig heiminum er margskipt í menningar- og tungumálasvæði eftir að drott- inn tók til sinna ráða við Babelturninn og einnig mætti varpa ljósi á eðli og hlutverk tungumálsins og menning- arinnar sem því tengist á margvíslegan hátt. Það er kjörið að byggja upp slíka starfsemi hér á landi af því að Ísland er stikla milli heimsálfa og liggur á milli Evrópu og Ameríku. Og hér er talað elsta tungumál í Evrópu. Íslendingum hefur tekist að varðveita og efla tungumál sitt, þrátt fyrir erlend áhrif í landinu í gegnum aldirnar. Vigdís er sann- færð um að þetta verði svo spennandi verkefni að það verði eitt helsta aðdráttarafl Íslands, þarna liggi vannýtt sóknarfæri sem við ættum að grípa. Kærleikur okkar til eigin tungu birtist í því hvernig við varðveitum íslenskuna af höfðingsbrag, þar liggur gullþráðurinn í okkur sjálf- um. Önnur tungumál, sem við tileinkum okkur, eru tæki okkar til að tengjast umheiminum. Sama hvaða tungumál við lærum þá tengjumst við öðrum menningarheimum, tal- andi og skrifandi fólki á öðrum svæðum sem við getum átt samskipti við. Það er búið að taka frá reit á háskólalóðinni fyrir þessa byggingu og undirbúningur var kominn á gott skrið þegar við stóðum uppi varnarlaus gagnvart ógæfunni og fjármálaákefðinni. En Vigdís er bjartsýn og varðveitir MÁLFRÍÐUR 

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.