Málfríður - 15.03.2010, Blaðsíða 20

Málfríður - 15.03.2010, Blaðsíða 20
Inngangur Tilgangurinn með þessu verkefni er að rannsaka hvaða möguleikar eru á því að talið, sem er einn af færniþáttunum fjórum í tungumálakennslu, hafi jafna áherslu í kennslu á netinu og hinir færniþætt- irnir þrír sem eru hlustun, ritun og lestur. Hvaða áherslur eru á tal í tungumálakennslu í nýrri nám- skrá? Hvaða rannsóknir hafa verið gerðar á því hvernig tungumálakennsla á netinu fer fram og hvað leiða þær í ljós? Í fyrsta kaflanum er farið yfir hvernig færniþætt- ir í kennslu tungumála, og þá sérstaklega talið, er sett fram í drögum að nýrri námskrá. Í kaflanum um rannsóknir er lýst fjórum greinum sem allar eru um tungumálakennslu á netinu t.d. samanburður á stað- og fjarkennslu , ný tækni, iPod til tungumála- kennslu, rannsókn á samskiptaferli í gegnum fjar- fundi og spjall og að lokum heimspekileg hugleið- ing um þátt tækninnar í samskiptum og hlutverki tölvunnar í stað mannsins. Í lokaorðum dreg ég saman þann lærdóm sem ég, sem fjarkennari, hef fengið af lestri þessara greina og hvaða verkefni væri áhugavert að vinna í fram- haldinu. Staðreyndir – Status Quo Í kennslu erlendra tungumála er talað um fjóra færniþætti: tal, hlustun, ritun og lestur. Samkvæmt reglum á að sinna þessum færniþáttum jafnt og eru kennslubækur samdar með það í huga og sam- kvæmt staðli Evrópusambandsins. Færnisviðin eru kölluð A1, A2, B1, B2, C1, og C2 og má geta þess að þær kennslubækur t.d. í þýsku, sem kenndar eru hér í framhaldsskólum og taka yfir ÞÝS-103 og 203, þ.e. á fyrsta ári, eru á færnistigi A1. Nemendur, sem ljúka stúdentsprófi í dag, eru flestir á færnistigi A1 og A2 en sumir fara upp á færnistig B1. Mennta- og menningarmálaráðuneytið setti fram nýja námskrá fyrir framhaldsskóla sem á að vera innleidd 1. ágúst 2011. Þar er náminu skipt niður í fjögur þrep með nýjum færnimarkmiðum: hæfni, þekkingu og færni. Framhaldsskólar vinna að því að færa námsgreinarnar inn í þennan færniramma og laga að nýjum færnimarkmiðum. Áherslan er nem- endamiðuð og ýmsir nýir þættir, svo sem sjálfstæð vinna nemanda, koma þar inn í og breyta hugsun og viðmiðunum í námsmati og skólastarfi. Í drögunum að nýrri menntastefnu stendur í Vinnuskjali mennta- og menningarmálaráðuneyt- isins nr. 240209 um lykilhæfni í erlendu tungumáli: „Lykilhæfni felur í sér að: geta hlustað á talað mál og skilið merkingu þess, geta tjáð sig á viðeig­ andi hátt um ólík efni bæði munnlega og skriflega, hafa trú á eigin málakunnáttu, geta tekið þátt í samræðum um almenn málefni og notað viðeigandi málfar og hljómfall, búa yfir fjölbreyttum orða- forða daglegs lífs, geta lesið texta á erlendum tungumálum sér til fróðleiks og ánægju, hafa skilning á málkerfi og eiginleikum erlendra tungumála, gera sér grein fyrir hvernig erlend tungumál eru lykill að margvíslegum samskipt- um.“ Hér skáletraði ég það sem snýr að tali. Eins og sjá má er það drjúgur hluti af lykilhæfninni að geta tjáð sig og tekið þátt í samræðum. Þessum færniþætti er einnig gerð skil í vinnuskjali mennta- og menn- ingarmálaráðuneytisins frá því í júní 2009. Þar segir eftirfarandi um færnimarkmið á 1. stigi í lærdóms- viðmiði fyrir erlend tungumál: 20 MÁLFRÍÐUR Tal í fjarkennslu – er netið nóg? Ragna Kemp er þýskukennari við Verslunarskóla Íslands og formaður félags þýskukenn- ara. Ragna Kemp

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.