Málfríður - 15.03.2010, Blaðsíða 11

Málfríður - 15.03.2010, Blaðsíða 11
Staðnám – netnám Árið 2009–2010 er annað starfsárið þar sem fram fer kennsla í pólsku sem móðurmáli í Reykjavík. Námið er skipulagt eftir því starfssniði sem reynst hefur vel við kennslu í norsku og sænsku, með staðbundinni kennslu, einu sinni í viku – tvær kennslustundir í senn, fyrir nemendur í 7. og 8. bekk og netnámi fyrir nemendur í 9. og 10. bekk. Netnámið geta pólskir nemendur stundað innan ramma stundaskrár þegar þeir eiga stund lausa og/eða ef þeir hafa valið að fá móðurmál sitt skilgreint sem annað erlenda tungu- málið í grunnskólanum.3 Nemendur í staðnámi eru 32 og netnámi 40. Staðnámsnemendurnir eru úr Reykjavík og af Seltjarnarnesi. Þrír fjórðu net- námsnemanna eru úr skólum Reykjavíkur en fjórð- ungur eru búsettur í öðrum landshlutum, flestir á Austurlandi. Taflan hér að ofan er tekin úr skýrslu Eurydice frá 20044 og sýnir greiningu á stuðningi við innflytjenda- börn í skyldunámi í Evrópu 2003–2004. Annars vegar kemur fram hvernig staðið er að kennslu í tungu- máli gestgjafalandsins og hins vegar móðurmáli 3 Lög um grunnskóla nr. 87/ 2008, gr.16. 4 Integrating Immigrant children into Schools in Europe. Eurydice, the information network on education in Europe. 2004. Tafla 1 innflytjendabarnanna. Skáletraður texti á einungis við það sem á sér stað í fáum löndum. Fram kemur að víðast hvar fer kennsla í móðurmáli innflytjenda- barna fram utan stundaskrár og/eða er skilgreind sem valgrein í námskrá. Pólskan í Tungumálaveri er viðurkenndur hluti af skyldunámi barna af pólskum uppruna og samvinnuverkefni Tungumálavers og heimaskóla barnanna. Þetta er eingöngu hægt að heimfæra upp á staðnemendur í Tungumálaveri þar sem boðið er upp á netnám fyrir nemendur í 9. og 10. bekk. Ef miðað er við skýrslu Eurydice (2004) er það netnáminu að þakka að kennsla pólskra barna í Reykjavík er þar í betri farvegi en á þeim stöðum þar sem nemendum stendur eingöngu kennsla í móðurmáli til boða fáa tíma á viku og utan skóla- tíma. Netkennslan eykur möguleika á auknum tímafjölda til náms, að nemendur stundi nám sitt innan ramma stundaskrár á skólatíma og gerir meiri kröfur til nemenda um framsetningu og móttöku ritaðs máls sem er í mikilli mótun á þessum aldri að því er rannsóknir Hrafnhildar Ragnarsdóttur hafa leitt í ljós5. 5 Hrafnhildur Ragnarsdóttir. (2007). Þróun textagerðar frá miðbernsku til fullorðinsára: Lengd og tengingar setninga í frásögnum og álits- gerðum. Uppeldi og menntun, 16 (2). MÁLFRÍÐUR 11 Aðstoð við innflytjendabörn í evrópskum skólum 2003/04. Figure 1: Linguistic support measures for immigrant children in pre-primary and full-time compulsory education, 2003/04 LINGUISTIC SUPPORT MEASURES Host country language of instruction Mother tongue of immigrant pupils • Provision for teaching the parents of immigrant pupils the language of instruction • Initial assessment of how far immigrant pupils master the language of instruction • Intensive teaching of the language of instruction • Programmes to promote the language of instruction before children reach compulsory school age • Initial and/or in-service teacher training in how to teach the language of instruction as a second language Assessing the appropriate level of provision Furthering progress with learning at school Help with guidance and parental involvment • Publishing information on the education system in the one or more languages of immigrant pupils • Providing interpreters for parents and immigrant pupils • Initial mother tongue assessment of the previous educational attainment of immigrant pupils • Teaching of the mother tongue of immigrant pupils (in the case of certain languages often taught outside the normal school timetable and/or as optional subjects in the curriculum) • Bilingual teaching provided partly in the language of instruction and partly in the mother toungue of immigrant pupils italics: Measures introduced solely in a limited number of countries Source: Eurydice.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.