Málfríður - 15.03.2011, Page 6

Málfríður - 15.03.2011, Page 6
ekki lengur hvað ætla ég að kenna heldur á hverju hafa nemendur áhuga og hvernig læra nemendur ? Hvernig get ég sem kennari gert þá að betri námsmönnum? Hinar nýju framhaldsskólaeiningar endurspegla þessa áherslu á nám. ‘Fen’ eru skilgreindar út frá námi en ekki kenndum stundum. Einnig endurspeglar þetta aðra sýn á nám og kennslu. Litið er á nám sem sam- vinnu eða samspil nemenda og kennara þar sem líkja má nemendum við leikmenn en kennaranum við þjálf- arann. Kennarinn leggur línurnar í samráði við nem- endur en það eru nemendur sem spila, það er sam- spilið sem gildir og leikreglur og markmið eru öllum ljós. Því þurfum við stöðugt að spyrja gagnrýnna spurninga: Eru allir nemendur örugglega með okkur í liðinu? Eru sumir þeirra alltaf á varamannabekknum og koma sjaldan inn á eða eru einhverjir kannski bara á áhorfendapöllunum? Í „et læringsstyret rum” taka allir þátt í leiknum á sínum eigin forsendum, sumir eru bakverðir, öðrum lætur betur að sækja fram, og svo eru þeir sem eru sterkastir á miðjunni. Dagný Reynisdóttir grunnskólakennari flutti ein- staklega áhugaverðan fyrirlestur á ráðstefnu Félags dönskukennara sl. vor þar sem hún sýndi með orðum og myndum hvernig hægt er að skapa þess konar námsaðstæður, þ.e. vinna út frá áhuga og getu einstak- linganna, og hún sýndi hvernig skapa má aðstæður sem hvetja til náms allra nemendanna (http://www. fdk.is/Gl%C3%A6rur/tabid/1177/Default.aspx). Dagný sagði m.a.: „Kennarar… bera ábyrgð á því að skapa námsumhverfi þar sem allir nemendur fá tækifæri til að læra á eigin for- sendum og í samvinnu við aðra. Til að geta skipu- lagt umhverfi sem hvetur til náms þurfa kennarar að greina það nám sem á sér stað og stöðu þeirra nemenda sem þeir eru að vinna með”. (Dagný Reynisdóttir, 2010). Það er svo mikilvægt að fá svona dæmi því eitt af því sem okkur vantar til að taka stökkið eru fyrirmyndir. Það styrkir kennarann að geta séð með eigin augum hvernig unnið er á þennan hátt í stað þess að lesa aðeins um það. Leni Dam segir að „et læringsstyret rum” hverfist fyrst og fremst um fjóra þætti. 1. Skipulagið eða fyrirkomulagið í kennslustofunni 2. Uppbyggingu kennslustundanna 3. Samskiptin í kennslustofunni 4. Verkefnin sem nemendur fást við (2004, bls. 46–47). Hvernig sitja nemendur, sitja þeir alltaf eins? Er kennslu- stundin fjölbreytt og byggist hún á að nemendur séu sem mest virkir? Eru nemendur að vinna saman og læra Námsaðferðir Liður í þessari auknu áherslu á nemendasjálfstæði og um leið námsvitund er vinna með námsaðferðir (learner strategies). Rannsóknir hafa leitt í ljós mikil- vægi þess að þjálfa nemendur í námsaðferðum, sbr. hina miklu áherslu sem lögð er á þjálfun námsaðferða í Evrópsku tungumálamöppunni (ETM). Hugmyndin að baki ETM er að hjálpa nemandanum að taka frum- kvæði í eigin námi, uppgötva fleiri leiðir til að læra, ná þar með betri tökum á hinu erlenda máli, verða sjálf- stæðari og þar með betri nemandi. (Little, 2002). Hugtakið „learner strategies” eða námsaðferðir felur í sér þrjár víddir: 1. Hina hugrænu færni, þ.e. að læra eitthvað, t.d. nýjan orðaforða eða nýtt málfræðiatriði. 2. Meta þekkingu/námsvitund, þ.e. hvernig nemand- inn getur sjálfur verið sér meðvitaður um hvaða aðferðir hann eða hún notar til að læra orðin. 3. Hæfni til að geta metið eigin framfarir og frammi- stöðu. Markmiðið er að sérhver nemandi styrki eigin máltöku með því að vera sér meðvitaður um fjölbreytt úrval aðferða sem hægt er að grípa til við að tileikna sér nýja þekkingu. Það gerir hann aðeins ef hann hefur þróað með sér sterka námsvitund og er meðvitaður um eigin námsaðferðir. (Hafdís Ingvarsdóttir, 2007). Allir nemendur nota einhverjar námsaðferðir, en svo virðist sem nemendur sem eiga erfitt uppdráttar við tungumálanám noti miklu færri aðferðir og ekki endi- lega þær sem henta henni eða honum best. Það sem ein- kennir þá sem gengur vel að læra tungumál er einmitt að þeir virðast nota fjölda aðferða allt eftir því hvað hentar best hverju sinni. Nemendur eru yfirleitt ekki meðvitaðir um eigin námsaðferðir og það getur því verið erfitt að fá nemendur til að átta sig á hvaða aðferðum þeir beita og átta sig á eigin frammistöðu og til þess þurfa þeir stuðn- ing og hjálp kennarans (Harris og félagar, 2001). Ég skal játa að þrátt fyrir mikla þróun í tungumála- kennslu hér á landi undanfarin ár virðist mér sem afar hægt gangi að innleiða vinnu með námsvitund og námsaðferðir inn í kennslustofuna. Aukið nemenda- sjálfstæði og þar með innri áhugahvöt næst ekki nema unnið sé með námsvitund og námsaðferðir, sjálfsmat og jafningjamat. Þetta eru að sönnu allt hugmyndir sem koma að utan og ofan en eru byggðar á rannsókn- um og því þurfa kennarar, sem fagmenn, að velta fyrir sér hvort ekki sé þess virði að reyna þær en aðlaga þær eigin aðstæðum. Hin námsmiðaða kennslustofa Áherslan í allri umræðu um skólastarf hefur verið að beinast frá kennslu yfir í nám, eða eins og Leni Dam, (2004) orðar það: „Við þurfum að skapa „et lær- ingsstyret rum”. Spurning tungumálakennarans er þá 6 MÁLFRÍÐUR

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.