Málfríður - 15.03.2011, Blaðsíða 17
ekki hafa gert slíkt en 70% höfðu gert það í einhverjum
mæli. Flest verkefnanna voru á skólaneti viðkom andi
en eingöngu 3,8% höfðu hannað gögn sem opin voru á
Netinu fyrir aðra en nemendur og starfsmenn skólans.
Dæmi sem nefnd voru eru ýmis gagnvirk verkefni, svo
sem málfræði- og hlustunarverkefni, vefleiðangrar og
krossapróf.
Hvað vantar?
Þátttakendur voru beðnir að tilgreina það sem þeir
teldu sig mest þurfa á að halda til að uppfylla kröfur
um að nota UTM í kennslu sinni. Þær tvær óskir sem
oftast voru nefndar (37,5% í báðum tilfellum) lutu að
betra aðgengi að tölvum og tölvustofum og þjálfun eða
námskeiðum í að nota UTM í kennslu. 8,3% nefndu að
þeir myndu vilja samvinnu við aðra tungumálakenn-
ara skólans eða læra af öðrum kennurum og sama hlut-
falli fannst mest vanta kennsluefni sem miðað væri að
notkun UTM í kennslu, þá rafrænt efni og annað. Sjá
mynd 4.
Áhrifaþættir skv. 4E-líkaninu
Í spurningunum sem tilheyra 4E greiningarlíkani
(Collis o.fl., 2001) eru kannaðir hvaða þættir hafa áhrif
á notkun kennara á UTM í kennslu. Í fyrsta lagi er það
trú kennarans á kennslufræðilegt gildi UTM í kennslu. Hér
voru tíu fullyrðingar þar sem þátttakendur voru beðnir
að svara hversu miklum eða litlum árangri þeir teldu
að notkun UTM skilaði nemendum varðandi tíu þætti
sem skipta máli í tungumálakennslu. Þátttakendur
rann sókn arinnar virðast hafa töluverða trú á að not-
kun UTM skili nemendum árangri í faginu. Mesta trú
hafa þeir á lestrar-, hlustunar- og menningarlegri færni
(80%) en minnsta trú á að hægt sé að auka talfærni
nemenda með tölvum og annarri tækni.
Í öðru lagi gerir líkanið ráð fyrir að áhugi kennaranna
sjálfra á tækni skipti máli varðandi viðhorf þeirra.
Dönskukennararnir svöruðu öllum þáttum þar á mjög
jákvæðan hátt. Þeir hafa gaman af tölvum og tækni,
líður vel að nota slíkt í kennslu og hafa flestir ekkert
nema gott um UTM að segja. Í þriðja lagi er kannað
Mynd 4
þeirra telur sig hafa mjög góða (mesta þekking) eða
frekar góða þekkingu og helmingur hefur sæmilega
þekkingu samkvæmt eigin mati. Enginn telur sig hafa
frekar eða mjög litla þekkingu.
Þátttakendur voru beðnir að meta notkun sína á
UTM samkvæmt ramma Dawes (2003) sem lýst var
hér að framan. Í ljós kom að það stig sem fjölmennasti
hópur þátttakenda raðaði sér á var 3. stig en 40% telur
sig vera á stigi áhugasamra notenda. Það eru noten-
dur sem hafa sína eigin tölvu og telja sig vera nokkuð
færa notendur en vantar eitthvað upp á notkunina
til að geta flutt sig yfir á fjórða stigið sem einkennir
notanda sem telst vera frekar fær í notkun UTM. Þeir
þátttakendur töldu sig hafa viðeigandi búnað á stað-
num en vantaði svolitla þjálfun eða tíma til að æfa sig
á búnaðinn eða aðgengi að búnaðinum samkvæmt 3.
stigi notendaflokks Dawes (2003).
44,4% þátttakenda telja sig vera færa eða einlæga
notendur og eingöngu 15% þátttakanda telja sig vera á
fyrstu tveimur stigunum. Sjá mynd 3.
Notkun UTM í kennslu
26 þátttakendur svöruðu opnu spurningunni um á
hvaða hátt þeir notuðu UTM í kennslu sinni ef þeir
á annað borð nýttu UTM. Misjafnt var hversu ítarleg
svörin voru en allir þátttakendur sögðust láta nem-
endur sína nota ýmsar netsíður til upplýsinga öflunar.
38,5% nefndu eitt eða fleiri forrit úr Microsoft Office
pakkanum. Sami fjöldi (38,5%) kvaðst láta nemendur
vinna ýmis gagnvirk verkefni, málfræðiverkefni, les-
skilningsverkefni og sem námsmatstæki í prófum.
30,8% nefndi námsumsjónarkerfi (e. learning manage-
ment system) skólanna þar sem þeir vinna. 19,2%
nefndi að þeir sýndu nemendum ýmis myndbrot sem
þeir væru með verkefni við eða tónlistarmyndbönd
af Youtube. Fjórir sögðust sýna kvikmyndir og annað
á dvd-diskum og spiluðu tónlist af cd-diskum. 3,8%
þátttakenda nefndu að auki rafrænar orðabækur, vef-
leiðangra, samskipti við erlenda skóla, vefsíðugerð,
leiðarbækur og gsm-síma.
27 kennarar svöruðu spurningunni um hvort þeir
hefðu búið til rafræn kennslu gögn. 30% þeirra kváðust
Mynd 3
MÁLFRÍÐUR 17