Málfríður - 15.03.2011, Blaðsíða 25

Málfríður - 15.03.2011, Blaðsíða 25
Grein þessi fjallar um þróunarverkefni sem framkvæmt var í Iðnskólanum í Hafnarfirði (IH) s.l. haust og fólst í þeirri hugmynd að flétta saman kennslu verklegra- og bóklegra greina. Fjallað verður um hugmyndir að baki verkefninu, markmið, framkvæmd og mat. Brottfall er eitt stærsta vandamál framhaldsskólans og var verkefninu ekki síst ætlað að reyna að sporna við því. Inngangur Breytingar á framhaldskólalögunum nr. 92 frá 2008 sem eru að hluta til komnar til framkvæmda hafa raskað ró margra þar á meðal dönskukennara, sem hafa haft áhyggj- ur af því að danskan er ekki skilgreind sem kjarnagrein, nema á mála- og hugvísindabrautum. Dönskukennarar boðuðu til fundar í félagi sínu og sömdu ályktun sem send var ráðuneyti mennta- og menningarmála, þar sem þeir lýstu áhyggjum sínum og bentu m.a. á sókn Íslendinga í nám og störf á Norðurlöndunum. Einnig hefur það raskað rónni að kjarni starfsnámsbrauta er ekki skilgreindur í nýju lögunum. Svar barst frá ráðu- neytinu með eftirfarandi útskýringum: Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur sett á oddinn fimm grunnþætti sem útfæra þarf á öllum námsbrautum. Þeir eru læsi í víðum skilningi, jafn- rétti, lýðræði og mannréttindi, menntun til sjálfbærni og skapandi skólastarf. Jafnframt hefur ráðuneytið sett fram kröfur um tiltekna lykilhæfni nemenda, m.a. í erlendum tungumálum sem taka skal tillit til við gerð námsbrauta. Lögin gera þó ekki ráð fyrir því að danska eða önnur skandinavísk mál séu kjarnagrein í fram- haldsskólum, hvorki í bóknámi, listnámi né verknámi, þó er gert ráð fyrir að tungumál fái vægi á skilgreind- um mála- og hugvísindabrautum. Andi nýju laganna beinir athyglinni í meira mæli að nemandanum en minna að námsgreinum, þ.a. litið er á námsgreinar sem tæki til að ná ákveðnum markmiðum og samfellu í námi nemenda. Einnig er gert ráð fyrir meira flæði og samþættingu milli námsgreina. (sjá. heimasíður FDK). Ráðuneytið hefur ekki skilgreint kjarna starfsnáms- brauta í nýju lögunum svo að IH greip boltann á lofti og hóf þróun almennrar brautar með styrk frá ráðu- neytinu, þar sem fyrstu skrefin voru stigin í þá átt að tengja ólíkar námsgreinar. Mikilvægt er að fram komi að almennt nám hefur staðið nemendum til boða í IH s.l. tíu ár og hefur verið reynt að koma á sem farsæl- astan hátt til móts við nemendur á þeim tíma. Við undirbúning verkefnisins kom í ljós að nokkrir grunnskólar eru að vinna merkilegt þróunarstarf og má sérstaklega nefna þemakennslu sem fram fer á unglingastigi Sjálandsskóla og smiðjur sem einkenna starfshætti Norðlingaskóla. Mjög áhugavert þróunar- starf á sér einnig stað í Framhaldsskólanum á Laugum. Miðað er að sveigjanlegu námsumhverfi og persónu- bundinni námsáætlun. Venjulegum kennslustundum hefur verið fækkað um helming og er nemendum boðið að sækja svokallaðar vinnustofur þar sem kenn- arar eru í leiðsagnarhlutverki. Kennarar og starfsfólk IH lagði land undir fót og heimsótti Laugar og var mikil opinberun að fylgjast með starfseminni þar. Lýsing/kynning/skipulag Áfangi sem ber heitið Smiðjur (SMI 193) var settur á lagg- irnar í IH á haustönn 2010. Ákveðið var að kynna hverja iðngrein skólans í þrjár vikur og gerði upphaflega áætl- unin ráð fyrir því að fagkennarar tungumála og stærð- fræði væru til staðar í verklegu kennslustundunum, t.d. að enskukennarinn væri með rafvirkjameistaranum í þrjár vikur og dönskukennarinn fylgdi hárgreiðslumeist- aranum aðrar þrjár o.s.frv. Þannig yrði einangrun rofin og samvinna ætti sér stað á milli kennara. Nemendum var skipt í fjóra fámenna hópa og var hver hópur í þrjár vikur í hverri smiðju. Kennslan fór fram í rúmgóðri kennslustofu og voru aðeins 4–5 nemendur í verklegu tímunum en 8–10 í þeim bóklegu. Guðný Ásta Snorradóttir var ráðin til þess að sjá um að samþætta og tengja bóklega þáttinn þeim verklega og fléttaði hún fróðleik tengdan því fagi sem verið var að kynna hverju sinni, á íslensku, ensku eða dönsku. Hún kenndi hópnum 1x80 mín. á viku, en verknámskennararnir 2x80 mín. Sem dæmi má nefna að fyrstu þrjár vikurnar fór hópur eitt í málmsmiðjuna þar MÁLFRÍÐUR 25 Jóhanna Bryndís Helgadóttir. Þverfagleg kennsla 09 Jóhanna Bryndís Helgadóttir, fyrrverandi dönskukennari og deildarstjóri almennrar deildar við Iðnskólann í Hafnarfirði

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.