Málfríður - 15.03.2011, Blaðsíða 29
inn á torgið. Efnið á norska vefnum er að hluta til ætlað
nemendum og öðrum þeim sem vilja kynna sér norsku.
Ráðgjafarnir setja inn á vefinn efni sem efst er á baugi í
tungumálakennslu í Noregi eða Svíþjóð. Áhugavert er
efnið um greinarbundna kennslu, Genrepedagogik, með
áherslu á lestur og ritun á vef sænskunnar.
Enskan á torginu er komin stutt á veg, en það stendur
til bóta. Unnið er að skipulagningu þess hluta torgsins í
samstarfi við FEKÍ, Félag enskukennara á Íslandi, og kenn-
ara í ensku á Menntavísindasviði. Fulltrúi British Council
hefur lýst yfir áhuga á samstarfi við Tungumálatorg og
boðist til að veita bæði aðstoð og ráðgjöf.
Pólski vefurinn hefur nokkra sérstöðu þar sem hann
miðast fyrst og fremst við að auka aðgengi foreldra
að ýmsu efni er varðar þátttöku þeirra í skólastarfi
á Íslandi. Jafnframt er hann verkfæri fyrir kennara,
skólastjórnendur, námsráðgjafa og nýbúaráðgjafa
til að setja foreldra inn í algenga þætti skólastarfsins
eins og notkun upplýsingakerfisins Mentors, innritun
í tómstundastarf og stöðupróf fyrir framhaldsskóla.
Á vefnum er jafnframt að finna efni fyrir nemendur
og kennara. Þar er einnig kafli um ýmislegt er varðar
skólagöngu og tómstundir barna á Íslandi. Nýbreytnin
á vettvangi pólskunnar er fólgin í að gerðar eru skjá-
upptökur af íslenskum vefsíðum og efni þeirra útskýrt
í mæltu máli á pólsku og settar eru upp skjámyndir
þar sem lykilhugtök eru þýdd og útskýrð. Íslenski text-
inn er alltaf í bakgrunni hins talaða og ritaða pólska
kennara erlendis og Leikum og lærum er tengdur náms-
vefur þar sem lögð verður áhersla á margvísleg við-
fangsefni fyrir börn af íslenskum uppruna sem búsett
eru í fjölmörgum löndum um heim allan.
Tungumálatorgið er opið öllum tungumálum og eru
norrænu málin fyrirferðarmikil nú á upphafsdögum
torgsins. Ástæður fyrir því eru m.a. þær að talsvert
framboð er af styrkjum til að efla norræn tungumál
á Íslandi, tungumálin eru skilgreind í námskrá sem
skyldunámsgreinar, í norsku og sænsku eru starfandi
kennsluráðgjafar og á vegum Samstarfssjóðs Íslands og
Danmerkur starfa hér árlega tveir farkennarar, sendi-
kennari við Menntavísindasvið og aðstoðarkennari á
framhaldsskólastigi.
Áherslur á vettvangi dönskunnar með undirvefjum
Gode råd fra Dagný og Rejselærerens hjørne er kennslu-
fræði, námsefni, námsmatsaðferðir og ítarefni þar sem
vísað er í efni á dönskum vefjum. Áhersla hefur einnig
verið lögð á að tengja starf Félags dönskukennara og
farkennara torginu og birta jafnóðum efni af fræðslu-
fundum á vegum þeirra og koma þannig til móts við
fleiri en þá sem fundina sóttu.
Sama gildir um vefi norskunnar og sænskunnar.
Kennarar barna í norsku og sænsku hafa um árabil haft
aðgang að ráðgjöfum. Ráðgjafarnir starfa náið með
FNOS, Félagi norsku og sænskukennara, og hafa sett
upp samstarfsvettvang á netinu. Nokkuð af því efni
sem ráðgjafarnir eiga í fórum sínu er nú þegar komið
MÁLFRÍÐUR 29
Eymundsson.is
Þú færð orðabækurnar
í Eymundsson