Málfríður - 15.03.2011, Qupperneq 10
Milli mála er heiti nýs ársrits
Stofnunar Vigdísar Finn boga-
dóttur, sem kom út í fyrsta
sinn vorið 2010. Ritið hefur að
geyma fræðigreinar á íslensku
og erlendum tungumálum. Rit-
stjórar fyrsta ársritsins voru
Magnús Sigurðsson aðjúnkt í
þýsku og Rebekka Þráinsdóttir
aðjúnkt í rússnesku. Ritið inni-
heldur fjórtán greinar um tungu-
mál og tungumálakennslu frá ólíkum sjónarhóli:
– tungumálakennsla á Íslandi, einkum á nítjándu öld,
– mikilvægi leitarinnar í Sögunni um gralinn og hlut-
verk lesandans,
– notkun ensku sem samskiptamáls og niðurstöður
könnunar á hlutfalli námsefnis á ensku í íslenskum
háskólum,
– saga tveggja orða úr spænsku sjómannamáli sem
virðast vera tökuorð af norrænum uppruna,
– saga spænskrar kvikmyndagerðar og efnistök í nám-
skeiðum,
– eiginleikar og flokkun fastra orðasambanda á grunni
rannsókna svissneska fræðimannsins Haralds
Burgers, með dæmum og hugtakaheitum,
– handleiðsla við ritun háskólaritgerða þar sem sam-
ræða og samvinna eru lykilatriði,
– tilvitnanir í rómverska skáldið Ovidius í ritum, og
þá einkum deiluritum Arngríms Jónssonar lærða,
– hliðstæður í samfélagsrýni ítalska rithöfundarins
og kvikmyndaleikstjórans Piers Paolos Pasolinis og
bandaríska fræðimannsins Christophers Lasch,
– kostir hlaðvarps sem kennslumiðils,
– miðlun ítalskrar sögu og tungu í kennslu þar sem
tungumálið og almennir þekkingarþættir eru sam-
ofnir,
– sértæk framburðarvandamál íslenskra rússnesku-
nema,
– náms- og kennsluaðferðir sem stuðla að skilvirkri
tileinkun orðaforða,
– tölvustutt nám í fjarkennslu í dönsku á háskólastigi.
Ársrit númer tvö er nú skammt undan, en ritstjórar
þess eru Erla Erlendsdóttir, dósent í spænsku og
Rebekka Þráinsdóttir, aðjúnkt í rússnesku.
Nýlega kom út bókin Open Sources: safn greina og fyrir-
lestra í ritstjórn Birnu Arnbjörnsdóttur og Matthew
Whelpton. Bókin hefur að geyma safn greina og fyrir-
lestra frá ráðstefnunni „Open Sources“ sem var loka-
hnykkur Covcell-verkefnisins sem miðar að opnu
aðgengi að hugbúnaði til tungumálakennslu í gegnum
Moodle-fræðslukerfið.
Þá má nefna bókina Raddir frá Kúbu: Smásagnasafn
með fjórtán sögum um konur frá Kúbu. Sögurnar eru skrif-
aðar á áratugunum eftir byltingu og eru fjölbreyttar
að stíl og efni. Erla Erlendsdóttir dósent í spænsku
valdi sögurnar og þýddi og ritaði inngang ásamt Luisa
Campuzano forstöðumanni rannsóknastofu í kvenna-
fræðum við Casa de las Américas stofnunina.
Tvímála útgáfa
Sérstök ástæða er til að vekja athygli tungumálakenn-
ara á tvímála útgáfum stofnunarinnar, en í þeirri rit-
röð má nefna nýja þýðingu Ásdísar R. Magnúsdóttur
á Útlendingnum, hinu rómaða skáldverki Albert
Camus. Ásdís ritar einnig eftirmála um ævi höf-
undarins og verk hans. Í bókarlok er viðauki með
hugleiðingum og æfingum fyrir nemendur. Ritstjórn
annaðist Irma Erlingsdóttir. Af eldri tvímála útgáfum
er sérstök ástæða til að vekja athygli á Umskiptunum
eftir Franz Kafka í þýðingu Ástráðs Eysteinssonar og
Eysteins Þorvaldssonar, sem Gauti Kristmannsson
ritstýrði, og hinu sígilda verki Yermu eftir Federico
Garcia Lorca í þýðingu Margrétar Jónsdóttur og Karls
Guðmundssonar. Álfrún Gunnlaugsdóttir ritstýrði
verkinu. Þessar bækur ættu að henta vel til tungumála-
kennslu í framhaldsskólum.
Rithöfundar tjá sig um tungumál
og mikilvægi tungumálakunnáttu
Að lokum má nefna að Stofnun Vigdísar hefur nýverið
gefið út bókina Tungumál ljúka upp heimum. Orð handa
Vigdísi, en hún hefur að geyma texta 27 þekktra íslenskra
rithöfunda um mikilvægi tungumála og tungumála-
kunnáttu. Með bókinni vilja rithöfundarnir leggja sitt
af mörkum til að draumur Vigdísar um alþjóðlega
tungumálamiðstöð geti ræst. Auður Hauksdóttir rit-
stýrði bókinni.
Ritstjórar ritraða Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur
eru þau Ásdís R. Magnúsdóttir prófessor, Erla
Erlendsdóttir dósent og Gauti Kristmannsson dósent.
10 MÁLFRÍÐUR
Áhugaverðar bækur um tungumál og menningu hjá Stofnun Vigdísar
Ársritið Milli mála