Málfríður - 15.03.2011, Page 15

Málfríður - 15.03.2011, Page 15
endur sína. Kemur þar einnig fram að ný tækni kalli á nýtt hlutverk kennara, nýja kennslufræði og nýja nálgun varðandi menntun kennara. Til þess að inn- leiðing UTM í kennslu stofuna sé árangursrík verði kennari m.a. að endurskipu leggja kennsluumhverfið, tengja tækni nýjungar nýrri kennslufræði, skapa fél- ags lega virka kennslustofu, hvetja til samvinnunáms (e. cooperative learning) eða hópvinnu. Kennslan á að vera nem enda miðuð og hlutverk kennarans er að skipuleggja lausnarleitarnám (e. problem-based learn- ing eða problem-based instruction, PBI) og þekkja til ýmiss konar upplýs inga- og tölvubúnaðar við útfærslu á verkefnunum (UNESCO, 2008a, 2008b). Í skýrslunni Menntun í mótun (Menntamálaráðu- neytið, 2007) segir m.a. að í dag sé það samdóma álit sérfræðinga í menntamálum í Evrópu að innleiða skuli UTM í alla námskrár texta. Efla þurfi markvissa notkun UTM í öllu skólastarfi og námsmat þurfi að endurskoða í tengslum við notkun á UTM. Leggja þurfi áherslu á að efla umfjöllun og rannsóknir á kennslufræði UTM og kynna betur hugtök eins og t.d. dreifnám (e. dist- ributed learning), blandað nám (e. blended learning), einstaklingsnám, samvinnunám (e. cooperative learn- ing) og lausnarleitarnám (e. problem-based learning). Einnig segir að stjórnunarhættir mennta stofnana þurfi að taka mið af breytingum í skólastarfi og að stjórnend- ur þurfi að leggja áherslu á að styðja breytingastarf í Hér verður sagt frá rannsókn sem gerð var á notkun dönskukennara í framhaldsskólum á Íslandi á upplýs- ingatækni og miðlun (UTM) í kennslu og viðhorfi þeirra til þeirrar notkunar. Rannsóknin var liður í loka- verkefni mínu til M.Ed.-gráðu í náms- og kennslufræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands vorið 2010. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á hvernig dönskukennarar notuðu UTM við kennslu í framhalds- skólum landsins, hvað þeim fyndist um notkun UTM og hvaða áhrifaþættir hugsanlega móti það viðhorf. Áherslur í kennslu á nýrri öld Með síbreytilegum tækninýjungum hafa orðið breyttar áherslur í heiminum í öllu skóla starfi. Mikil áhersla er m.a. lögð á breytta kennsluhætti, sem byggja á notkun UTM, nemenda sjálfstæði, einstakl ings miðað nám og samvinnu nám og þar með breytt hlutverk kennarans. TPACK líkanið útskýrir þá þekkingu og kunnáttu sem kennurum er nauðsynlegt að búa yfir til að inn- leiðing UTM í kennslu beri tilætlaðan árangur. Líkanið var hannað eftir líkani Lee Shulman sem byggir á kennslufræði og fagþekkingu kennarans, PCK (e. pedagogical content knowledge). Í líkanið bættu þeir Mishra og Koehler við þriðja atriðinu, tækninni. Þeir segja að nauðsynlegt sé fyrir kennara að endurhugsa kennslufræðina og hafa tæknina með. Þá er hins vegar ekki nóg að vera vel að sér í hverjum og einum þætti heldur skilja samspil þeirra (Mishra, Koehler, Shin og o.fl., 2009). Sjá mynd 1. Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna birti árið 2008 viðmið samtakanna um æskilega upplýs- inga- og tölvuhæfni kennara tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Er þar m.a. gerð krafa um almennt upp- lýsinga- og tölvulæsi svo og að nútímakennarar verði að geta skapað tæknistudd námstækifæri fyrir nem- mynd 1 Mynd 1. – TPACK líkanið MÁLFRÍÐUR 15 Ingibjörg S. Helgadóttir. Mynd 1 – TPACK líkanið. Ingibjörg S. Helgadóttir, dönskukennari við Verzlunarskóla Íslands Upplýsingatækni og miðlun í kennslu – notkun og viðhorf dönskukennara í framhaldsskólum Grein 5

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.