Málfríður - 15.03.2011, Qupperneq 16
uðu 4E-líkani Betty Collins o.fl. (2001). Líkanið spáir
fyrir um það hversu líklegt það sé að kennari noti UTM
í kennslu út frá eftirfarandi fjórum áhrifaþáttum;
• menntunarlegur ávinningur, þ.e. hversu miklum
árangri kennarar telji að tæknin skili nemendum (e.
educational effectiveness)
• hversu auðvelt það er fyrir kennara að nota tækni-
nýjungar, (e. ease of use)
• umhverfinu, ytri þættir, s.s. stofnun, félags- og
menningar legir þættir, tækniþróun, (e. environmental
factors) og
• áhuga, þ.e. hversu áhugasamir kennararnir sjálfir eru
um UTM, (e. personal engagement)
Eins og sjá má á mynd 2 þá er það áhugi kennarans
og trú hans á kennslufræðilegt gildi notkunar UTM
sem hefur hvað mest að segja samkvæmt kenningu
Collis og hennar samstarfsmanna. Einnig skipta áhrif
umhverfisins, t.d. námskrár og stefnu skólans, miklu
máli. Hversu auðvelt kennurum finnst það vera að
nota tækni er áhrifaminnsti þátturinn en er engu að
síður talinn vera mikilvægur.
Auk 4-E líkansins voru hannaðar fullyrðingar út
frá flokkunarkerfi Dawes (2003) sem raðar kennurum
niður á fimm mismunandi stig, eftir því hversu langt
þeir eru komnir í að nýta UTM í kennslu sinni. Notandi
á stigi eitt er til þess að gera nýbyrjaður að tileinka sér
notkun UTM í kennslu, og aðili á stigi fimm er orðinn
mjög fær notandi og notar UTM við flest störf innan
kennslunnar. Að auki gerir skólinn þar ráð fyrir sér-
stökum tíma inni í vinnuramma viðkomandi til að
vinna við UTM.
1. Mögulegur notandi (e. potential user)
2. Notandi sem tekur þátt að e-u leyti (e. participant
user)
3. Áhugasamur notandi (e. involved user)
4. Fær notandi (e. adept user)
5. Einlægur notandi (e. integral user)
Loks voru nokkrar opnar spurningar þar sem kennarar
gátu með eigin orðum lýst notkun sinni og viðhorfi til
UTM.
Niðurstöður
30 dönskukennarar í framhaldsskólum landsins tóku
þátt í könnuninni, 28 konur og 2 karlar. 63,3% þátt-
takenda reyndust vera 51 ára eða eldri og 23,3% 40 ára
eða yngri. Tæplega 67% var með 16 ára kennslureynslu
eða meira og sami fjöldi bjó á höfuðborgarsvæðinu.
Þekking og færni á UTM
Dönskukennararnir sem tóku þátt í könnuninni, hafa
þokkalega trú á eigin þekkingu í UTM. Helmingur
Mynd 2
skólum sínum. Forsendur þess að notkun UTM við
nám og kennslu verði markviss og þróunin efli skóla-
starfið eru m.a.:
• greiður aðgangur að nýlegum tækjum og hvetjandi
vinnuaðstaða fyrir kennara
• fjölbreytt og gott framboð af námsefni
• styrkja þarf rannsóknir á nýjum leiðum til náms-
efnisgerðar
• framboð af fjölbreyttum og áhugaverðum verkefn-
um þar sem nemendur nýti sér kosti nýrrar tækni
• að þróa nýjar leiðir við námsmat í samvinnu við
nemendur, kennara og skólastjórnendur
• að stuðla að nýjungum í náms- og kennsluaðferðum
með aðstoð UTM
• markviss símenntun fyrir kennara með öflugri kynn-
ingu á nýjum möguleikum (Menntamálaráðuneytið,
2007).
Af framangreindu er ljóst að mikil áhersla er á notkun
UTM í kennslu allra námsgreina. Í tungumálanámi
hefur notkun UTM oft verið nefnd tölvustutt tungu-
málanám (TST) (e. Computer Assisted Language
Learning eða CALL). Með tilkomu Netsins hefur notk-
un UTM í tungumálakennslu breyst töluvert og nefnist
nú gjarnan tölvumiðluð samskipti (e. computer-media-
ted communication – CMC) og skírskotar til ýmissa
samskiptaforma í gegnum Netið þar sem mögulegt er
að sjá og tala við þann sem er hinum megin á línunni.
Hlutverk TST-kennara er lítið frábrugðið hlutverki
annarra kennara sem styðja nemendur sína í því að
verða sjálfstæðir í námi sínu. Það sem er frábrugðið er
að kennarinn getur ekki talist virkur TST-kennari án
þess að þekkja til þeirra möguleika sem TST hefur upp
á að bjóða. Til þess þarf kennarinn að vera þjálfaður sér-
staklega í einhverju sem mætti kalla TST-kennslufræði
(Jones, 2001).
Rannsóknin
Rannsókn mín var gerð um mánaðamót febrúar og
mars árið 2010 og var í formi spurninga könnunar sem
gerð var í rafrænu formi. Að mestu leyti var um að
ræða fullyrðingar á 4–5 stiga Likert-kvarða úr svoköll-
Mynd 2 – 4E líkanið (Collis o.fl., 2001, bls. 117)
16 MÁLFRÍÐUR
Effectiveness Ease of Use Environment Engagement 4-E Vector Sum
Threshold