Málfríður - 15.03.2011, Síða 24

Málfríður - 15.03.2011, Síða 24
eins og samtal eða hugsun og… það má hlæja. Það er allt önnur upplifun að hlusta á ljóð lesin eða flutt af höfundi en að lesa þau í bók. Ég held það hafi komið mörgum á óvart hvað þetta var skemmtilegt. Að vinna með ljóð þegar maður er að læra eða „rann- saka“ annað tungumál er frábær leið og gott verkfæri. Bæði að lesa og hlusta á annarra manna texta og að búa sjálfur til ljóð. Það er leikur og tilraun með orð og merkingu orða, og maður ræður því alveg sjálfur hvernig maður vill hafa það. Það getur ekki verið rangt. Maður reynir að finna eins konar ryþma og að velja orð eftir því hvernig þau hljóma. Sum orð hafa mjúkan blæ, önnur harðan og áreitinn. Nokkrar bækur eftir Solju er að finna í Norræna húsinu, og að minnsta kosti ein þeirra er með ljóðin líka á geisladiski. Nokkur dæmi um bækur hennar eru barnabækurnar Jag behöver lillbrorsan og Lille Ville, og ljóðabækurnar Stenar och moln, Jag behöver busschauffö- ren og Redo för skrubben. Til að fá meiri upplýsingar um Solju Krapu má skoða skemmtilegu heimasíðuna hennar: http://soljakrapu.se. Hér er stutt ljóð úr fyrstu bók hennar „Stenar och moln“. Það er rímað, en oftast eru ljóðin hennar órímuð. VEMODETS VÄSEN Min far var en karl och min mor var inte kräsen Jag föddes efter den första fadäsen. Mitt liv blev ett nystan av trassel och burr. Nu dansar jag tango till dammsugarsurr. Det är det som är vemodets väsen. Erika Frodell, kennari í sænsku við Laugalækjarskóla Í lok janúarmánaðar kom ljóðskáldið Solja Krapu í heimsókn til Íslands. Hún var hér í boði FNOS, Félags norsku- og sænskukennara á Íslandi. Solja hefur unnið sem myndmenntakennari og skrifað barnabækur, ljóðabækur og eina skáldsögu. Þar að auki hefur hún keppt í „Poetry Slam“ og verið kosin sænskur meistari í tvígang. Solja er virk í svenska.nu sem er verkefni til að efla áhuga á og færni í sænskri tungu meðal finnsku- mælandi unglinga í Finnlandi. Í vetur hefur hún verið með sýningu og/eða uppistand í Helsingfors og Stokkhólmi. Sýningin heitir „Det var en gång en svensk, en sverigefinne och en finlandssvensk. Sånger och dikter från en väntsal“ og er samvinnuverkefni þriggja listamanna. Sýningar Solju hafa oft eins konar ívaf af „stand-up- comedy“. Solja er fædd í Finnlandi en flutti 15 ára gömul með eldri systur sinni til Svíþjóðar til að fara í nám. Solja flutti til Umeå (sem er á sömu breiddargráðu og Reykjavík) og býr þar enn. Hún skrifar á sænsku en hefur „endurlært“ finnsku eins og hún orðar það. Uppruninn verður mikilvægari með tímanum. Solja hélt „workshop“ (námskeið) með kennurum þegar hún var hér. Hún var einnig með eina sýningu fyrir almenning og eina fyrir nemendur í sænsku og foreldra þeirra. Þetta heppnaðist mjög vel og kætti fólk á öllum aldri. Ljóðin hennar fjalla um hversdaglega hluti sem flestir hafa upplifað eða þekkja til. Ljóðin þurfa ekki að fylgja málfræðireglum, þau geta verið 24 MÁLFRÍÐUR Solja Krapu. Heimsókn rithöfundarins og ljóðskáldsins Solja Krapu

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.