Málfríður - 15.03.2011, Qupperneq 26

Málfríður - 15.03.2011, Qupperneq 26
– náttúru, vísindi og tækni – námsleikni og lífsleikni – skapandi hugsun og hagnýtingu þekkingar – menningu, listir og sköpunarkraft – félagshæfni og borgaravitund Lokamarkmið brautarinnar var að nemandi gæti nýtt þekkingu sína, leikni og færni til þess að fást við verk- efni úti í þjóðfélaginu (atvinnulífinu) og til frekara náms. Það skal viðurkennt á þessu stigi málsins að í upp- hafi undirbúningsvinnunnar var hugmyndin að flétta allt nám annarinnar vinnunni í smiðjunum, þ.e.a.s. nám þeirra nemenda í almennu deildinni sem höll- ustum fæti standa. Háleitni markmiðanna og kröfur um lykilfærniþætti verður að skoða í því ljósi. Nemendurnir voru einnig í öðrum kennslustundum við undirbúning hefðbundins náms við skólann, smiðj- urnar voru „kryddið“ sem virðist hafa ,,smakkast vel“ miðað við árangur og ánægju bæði nemenda og kenn- ara sem þátt tóku og skal nú vikið að því. Mat Námsmatið byggðist á annarvinnu, lokaverkefni, ástundun og virkni. Boðað var til fundar þar sem nemendur 4–6 í hóp skiluðu lokaverkefnum sem þeir höfðu unnið í smiðjunum. Fróðlegt og ánægjulegt var að fylgjast með hve nemendur tjáðu sig frjálslega, voru frjóir, hugmyndaríkir og skemmtilegir við kynningu verkefnanna. Alls hóf 21 nemandi nám í SMI að hausti, allir nemendurnir luku önninni. Tveir nemendur fóru í aðra skóla á vorönn. Sérlega ánægjulegt var að 86% nemendanna stóðust þær kröfur sem gerðar voru í smiðjunum. Athygli vakti að þrír af þeim tuttugu nem- endum sem viðurkenningu hlutu í annarlok fyrir 100% ástundun í skólanum voru þátttakendur í smiðjunum. Kennarar mátu síðan sjálfa sig og svöruðu m.a. sem kynning fór fram á málmum og eiginleikum þeirra, verkfæri og mælingar kynntar, einnig var fjallað um störf málmiðnaðarmanna og umræður um þau fóru fram í umsjá málmiðnkennarans Davíðs Jóns Ingibjartssonar. Síðan sá Guðný um borverkefni, hópvinnu og leiðbeindi um gerð vinnuskýrslna. Markmið Markmiðið var að tengja íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku við verklegu kennslustundirnar þannig að nemandinn skynjaði tilganginn og tengslin á milli þess sem hann var að framkvæma í verklegu- og bók- legu tímunum. Nemendur sem hafa misst áhugann á bóklegum greinum spyrja oft: hvers vegna þarf ég að vera að læra þetta? Verknámskennarar fá síður þessa spurningu, því nemendur hafa sjálfir valið iðngreinina sem þeir stunda nám í. Nemendur eru ólíkir að námsgetu og einnig er mismunandi hversu reiðubúnir þeir eru að tak- ast á við námið, þeim henta mismunandi náms- aðstæður og áhugi þeirra er mismunandi. Þegar kennari beitir einstaklingsmiðuðum kennsluhátt- um þýðir það að hann viðurkennir þennan mis- mun og skipuleggur skólastarfið þannig að hver og einn nemandi nái hámarksárangri. (sbr. Ingvar Sigurgeirsson, 2008). Eitt af meginmarkmiðunum var að koma í veg fyrir brottfall og námsleiða og fá nemandann til þess að bera ábyrgð á eigin námi. Átta lykilhæfniþætti átti að samþætta við gerð náms- áætlana í smiðjunum; – tjáningu og samskipti á íslensku sem móðurmáli – tjáningu og samskipti á erlendum tungumálum – stærðfræði daglegs lífs Landskrifstofa Menntaáætlunar Evrópusambandsins | Háskólatorgi | Sæmundargötu 4 | 101 Rvík | S: 525 4311 | ask@hi.is Comenius – styrkir Kennarar/skólastjórnendur geta sótt um styrki til að sækja tengslaráðstefnur vítt og breitt í Evrópu. Tækifæri fyrir skóla á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi til að koma af stað evrópskum samstarfsverke- fnum, tvíhliða eða marghliða verkefni. Listi yfir ráðstefnur á haustmánuðum birtist í byrjun sumars á: comenius.is Umsóknarfrestur vegna endurmenntunar kennara verður 15. september nk. fyrir námskeið eftir 1. janúar 2012. Etwinning – rafrænt, evrópskt skólasamstarf. Kjörinn vettvangur fyrir kennara og nemendur til að tengj- ast evrópskum félögum og vinna að sameiginlegum verkefnum. Auðvelt og skemmtilegt samstarf sem opnar margs konar möguleika, Oftar en ekki upphaf að Comeniusarverkefni. Sjá nánar etwinning.is Comenius námsgagnagerð – unnin í samstarfi minnst 3 aðila frá jafnmörgum löndum. Umsóknir berist til Framkvæmdastjórnarinnar í Brussel. Sjá nánar fleiri styrkja-möguleika á comenius.is Landsskrifstofa Menntaáætlunar ESB, Háskólatorgi. Comenius.is póstfang: teva@hi.is, sigrunol@hi.is 26 MÁLFRÍÐUR Kennar og áfangastjóri IH á matsfundinum. Guðný Ásta Snorradóttir, Gunnar Örn Steinarsson, Þór Pálsson, Sigurlaug Ingvarsdóttir, Guðmundur Helgi Helgason og Davíð Jón Ingibjartsson.

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.