Málfríður - 15.03.2011, Síða 30
málakennara og sækja því ekki símenntun sem í
boði er á þeim vettvangi. Þótt þeir hafi oft töluverða
persónulega færni í tungumáli telja þeir að stundum
vanti upp á þekkingu í kennslufræði tungumála.
Að sama skapi eru aðstæður kennara í fjölmennu fram-
haldsskólunum aðrar en í þeim fámennari hvað varðar
umfang greinarinnar og samstarf við aðra kennara.
Í starfsþróun
• Fræðslufundir og stutt námskeið eru helst í boði á
þéttbýlli stöðum. Erfitt getur verið fyrir kennara í
fámennum skólum í dreifðum byggðum að sækja
fræðslu vegna fjarlægðar og kostnaðar. Oft er staðan
sú að tiltölulega fáir kennarar geta sótt fræðsluvið-
burði á vegum fagfélaganna.
Tungumálatorgið er vettvangur þar sem kennarar geta
sótt sér hugmyndir í kennslu og að verkefnum og
gefið öðrum hlutdeild í eigin verkefnum og kennslu.
Í samfélagið eiga kennarar að geta sótt eins konar
endurmenntun í sínu fagi með fyrirspurnum og sam-
ræðum við jafningja, þegið og veitt góð ráð og miðlað
af eigin reynslu í jafningjahópinn. Ætlunin er að nota
Tungumálatorgið til að koma til móts við þann hóp
kennara sem ekki á þess kost að sækja endurmenntun
og safna á einn stað efni frá þessum fundum og þingum
sem eru haldin á vegum tungumálakennara á Íslandi
og birta efnið í hagnýtu og aðgengilegu samhengi.
Vefur Dagnýjar er dæmi um afrakstur af fyrirlestri sem
hún flutti á málþingi hjá Félagi dönskukennara 2010.
Eins er um efni frá fræðslufundum kennsluráðgjafa
og kennara í íslensku sem öðru máli komið á framfæri
með mynd og texta á vef íslensku sem annars máls.
Efni frá námskeiðum og fræðslufundum sem birt er
á Tungumálatorgi er aðgengilegt öllum og nær til allra
samtímis, hvar sem menn eru í sveit settir. Vegna sam-
vinnu við Menntavísindasvið er hægt að birta efni áður
og samhliða því sem fræðsla fer fram. Efnið verður
aðgengilegt kennurum til upprifjunar og útprentunar
löngu eftir að fræðslu lýkur.
Góð dæmi úr kennslustofum með efni sem hefur
reynst vel ýtir undir sjálfstæði kennara og áræðni við
að prófa eitthvað nýtt. Þar sem á torginu er safnað efni
frá mörgum tungumálum eru hæg heimatökin við að
sækja efni, fyrirmyndir og hugmyndir til kennslunnar
til annarra. Þannig nýtist margt sem þar er sett fram
þvert á tungumál.
Á þennan hátt er stuðlað að því að allir kennarar sem
málið varðar, hvar sem þeir búa og starfa geti m.a. átt
greiðan aðgang að efni sem höfðar vel til samtímans.
Þannig verður Tungumálatorgið stöðug uppspretta og
endurnýjun námsgagna og kennsluhátta sem verður
kennurum aðgengilegt í kjölfar þessara viðburða.
texta á skjámyndunum og kynningunum. Pólskan og
íslenskan birtast því notendum beggja tungumálanna í
merkingarbæru samhengi. Skólar geta vísað foreldrum
á kynningarnar og sparað þannig túlkaþjónustu þegar
koma á algengum upplýsingum á framfæri sem geta
verið vegvísir um íslenskt skólakerfi.
Aðrir móðurmálsvefir eins og spænska og ítalska eru
ætlaðir foreldrum barna sem hafa spænsku og ítölsku
sem fyrsta eða annað mál. Uppistaðan er hentugt efni
og ráð til að viðhalda og rækta tungumál þótt börnin
búi fjarri málsvæðinu. Einnig er þarna efni sem kenn-
arar í spænsku geta nýtt sér, bæði gagnvirkt efni og
efni til útprentunar. Vonandi eru þessir móðurmáls-
vefir bara upphafið að frekari þróun og fljótlega komi
fleiri vefir sem þjóna þessum markhópi.
Tengt mörgum vefsvæðum á torginu eru umræðu-
svæði, Forum for samarbejde, Grupy polski, The English
Common og Umræðan þar sem hver sá sem er innskráð-
ur þátttakandi á torginu getur tekið þátt í og sett af stað
umræður um valin málefni.
Jarðvegurinn
Hvernig Tungumálatorgið þróast á tíminn eftir að leiða
í ljós, ekki er séð fyrir endann á öllum möguleikum sem
vettvangurinn hefur og mun torgið mótast af þörfum,
áhuga og starfi þátttakenda í þessu nýja félagsneti.
Ástæður fyrir mikilvægi vettvangsins til að jafna
aðstöðu tungumálakennara og þar af leiðandi nem-
enda vítt um land eru margar og verður fjallað um þær
hér að neðan.
Stærð og staðsetning skóla
• Minni skólar og lítil sveitarfélög sitja ekki við sama
borð og stórir skólar í stórum sveitarfélögum þegar
kemur að fjölda fagmenntaðra tungumálakennara.
Þeir geta síður boðið upp á sama fjölda valgreina
og standa höllum fæti þegar kemur að samstarfi,
kaupum og þróun á námsefni og námsgögnum sem
nauðsynleg eru til að koma til móts við ólíka getu-
hópa.
• Stærri skólar sem hafa t.d. haft marga nemendur af
einum erlendum uppruna byggja upp þekkingar- og
reynsluforða sem gæti nýst öðrum skólum. Reynsla
og kunnátta flyst oft á tíðum með fólki frá einni
stofnun til annarrar en situr ekki í skólamenningu
og leggst af þegar viðkomandi lætur af störfum. Á
Tungumálatorginu er tækifæri til að varðveita og
koma á framfæri slíkri reynslu.
Aðstæður kennara
• Kennarar eru oft einyrkjar í starfi. Í grunnskólanum
eru önnum kafnir bekkjarkennarar sem líta ekki á
sig sem kennara í einstakri grein, t.d. tungumáli. Þeir
eru sjaldan skráðir sem félagar í fagfélögum tungu-
30 MÁLFRÍÐUR