Málfríður - 15.10.2012, Side 11

Málfríður - 15.10.2012, Side 11
BA-náminu í vetur . Það á því enn eftir að koma í ljós hvort þessi aukaþjálfun geri nemendum kleift að stan- dast þær kröfur sem gerðar eru til þeirra í BA-náminu . Hvað svo? Lokaorð Í umræðum um stöðumatið innan DET kom fram að sumum kollegum okkar fannst stöðumatið of létt og segir það kannski talsvert um þær væntingar sem gerðar eru til nemenda þegar þeir hefja nám við Deild erlendra tungumála . Eins og þegar hefur verið nefnt þá er B2 líklega það færnistig sem nemendur þyrftu að hafa náð til þess að geta hafið nám á háskólastigi við góðar aðstæður . Það er því ljóst að bil er á milli þess sem nemendur í svokölluðum þriðju málum koma með út úr framhaldsskóla og þess sem gert er ráð fyrir í sumum námskeiðum DET að nemendur kunni . Að nemendur standist próf á færnistigi B1 sýnir að fram- haldsskólarnir skila sínu, en nemendur þurfa að taka örum framförum upp á færnistig B2 – að ná 530 stunda markinu sem getið er um í upphafi greinarinnar - ef þeir eiga að standast þær kröfur sem gera verður í háskólanámi . Þegar ný námskrá hefur að fullu tekið gildi má ætla að nemendur muni eiga erfiðara með að standast próf á færnistigi B1 í þriðja tungumáli, þar sem þá vantar yfir 100 stunda kennslu til að ná 330 stunda markinu og þar með verður bil milli framhaldsskóla og háskóla enn stærra . Er það ávísun á að nemendur verði að til- einka sér það sem á vantar á eigin spýtur – kaupa sér námskeið eða fara til útlanda til frekari þjálfunar? Hætt er þá við að þeir sem einu sinni eru farnir til útlanda á annað borð ílengist þar og sæki sér þar þá menntum sem þeir kjósa . Hinir sem kaupa sér frekari málakunn- áttu hér innanlands verða að vera mjög ákveðnir í að taka háskólapróf í viðkomandi tungumáli til að sú fjárfesting borgi sig . Einnig má nefna þá hugmynd að bjóða aukaár í tungumálum, e .k . undirbúningsnám, til að brúa bilið milli þess sem framhaldsskólar geta skilað og þeirrar færni sem þarf til að standast alþjóð- legar kröfur sem gerðar eru um tungumálakunnáttu á háskólastigi . Þau hæfniviðmið sem sett eru fram í kennsluskrá HÍ fyrir BA-próf í frönsku, spænsku og þýsku benda til að miðað sé við að nemendur hafi náð a .m .k . C1 við lok námsins . Það er því ljóst að það er ærið verk fyrir nemendur að ná því markmiði ef færn- istigið er B1 við upphaf náms . En hvert verður svo framhaldið? Er æskilegt að halda áfram að meta nýnema og bæta við öðrum færni- þáttum að því tilskildu að fjármagn til verksins fáist og einhverjir séu tilbúnir til að standa í prófagerð? Ljóst er að það tekur tíma og til þess þarf menntað fólk til að útbúa og yfirfara stöðumat og talsverður kostnaður því óhjákvæmilegur . Fari Háskóli Íslands út í það að halda almennt inn- tökupróf að vori eða sumri fyrir nýnema er ekki víst að svigrúm sé fyrir stöðupróf í hverri einstakri grein . Það stýrðu) námi . Í nemendastýrðu námi setur nemandi sér sjálfur markmið og vinnur meðvitað með náms- ferlið, t .d . með því að uppgötva eigin námsstíl, vinna markvisst með námsaðferðir, velja námsgögn og taka virkan þátt í námsmatinu . Hlutverk kennara er þá að greina þarfir nemandans og aðstoða hann við allt þetta . Hann er sá aðili sem gefur nemandanum faglega ráðgjöf við námsferlið og metur í samvinnu við nem- andann hvort settum markmiðum hafi verið náð . Það nám sem er í boði í Tungumálamiðstöð er því nám sem er ekki fyrirfram skilgreint heldur svarar þörfum nemenda, sbr . Holec: “SDLL [Self-directed language learning]does not require fixed learning programs to be defined in advance but on the contrary permits learners to construct their learning programme themselves” (Holec 1996) Það byggir á viðtölum við nemendur þar sem nemandi og kennari greina þarfir nemandans í sameiningu, setja markmið, ákvarða inntak námsins og námsgögn, setja upp einstaklingsamiðaða námsáætlun og meta í sam- einingu hvort markmiðum hafi verið náð . Námsmatið byggir svo á sjálfsmati og samvinnu nemenda og kennara . Sjálfsmatið kemur þó ekki í stað kennaramats/utanaðkomandi mats en er mikil- vægur hvati fyrir nemendur sem gerir þá virkari og sjálfstæðari . Í sameiginlegu námsmati (Collaborative assessment, skv . Gardner og Miller) vinna kennari og nemandi saman að námsmatinu; ákveða hvaða færniþætti skuli meta og vægi hvers þáttar . Þeir meta svo í sameiningu hvort settum markmiðum hafi verið náð . Í upphafi misseris koma nemendur í viðtal hjá kenn- ara og fyrir þetta fyrsta viðtal eru nemendur beðnir að meta sig samkvæmt matsramma Evrópuráðsins (CEFR) . Í þessu fyrsta viðtali hjálpar kennari nem- andanum að setja sér markmið í samræmi við þarfir, ráðleggur honum varðandi val á námsgögnum og hvernig skuli unnið með þau . Þá ákveða nemandi og kennari einnig hvernig námsmati skuli háttað og hvaða færniþættir verði metnir . Nemandinn fær þannig einstaklingsmiðaða námsáætlun sem tekur mið af þörfum hans . Í námsmatinu geta nemendur einnig valið miserfið viðfangsefni allt eftir sjálfsmat- inu í upphafi náms . Með stöðumati nýnema hefur þetta nám sem boðið hefur verið upp á í Tungumálamiðstöð síðan 1999 nú fengið nýtt hlutverk þar sem það þjónar líka þörf- um þeirra sem eru að sérhæfa sig í tungumálum en þarfnast frekari þjálfunar í ákveðnum færniþáttum . Í Tungumálamiðstöðinni er því hægt að taka móti nemendum sem ekki standast að fullu þær kröfur sem gerðar eru á fyrsta ári í BA-námi og veita þeim nauð- synlega þjálfun . Fyrstu nemendurnir hófu nám í Tungumálamið- stöðinni í haust og munu stunda nám þar samhliða MÁLFRÍÐUR 11

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.