Málfríður - 15.10.2012, Blaðsíða 16

Málfríður - 15.10.2012, Blaðsíða 16
16 MÁLFRÍÐUR alla. Rannsókn Önnu Jeeves beinist að hugtakinu „relevance“ og viðmælendum hennar má skipta í 3 flokka: a) nemendur í framhaldsskóla b) ungt fólk í háskóla og c) ungt fólk á vinnumarkaði (Jeeves, 2010; 2011; 2012). Hulda Kristín Jónsdóttir beinir svo sjónum sínum að atvinnulífinu, þ .e . hvað fólk kann raunverulega þegar á hólminn er komið . Hún leitar svara við spurningum, t .d . hvort ungt fólk geti tekið þátt í fundum á ensku og gert sig gildandi eða hvort það stendur ef til vill að einhverju leyti höllum fæti vegna tungumálsins . Ekki er möguleiki að gera grein fyrir rannsóknar- verkefninu í heild í stuttri grein en við höfum valið hér að taka dæmi af könnuninni á enskunotkun og rann- sókn á viðhorfum kennara og nemenda á háskólastig- inu til enskunotkunar . Ensk áreiti á Íslandi. Í febrúar 2011 var hringt í 1200 manna tilviljunarúrtak úr þjóðskrá meðal fólks 18 ára og eldra . Alls svöruðu 740, eða 61,7% . Spurt var hversu oft fólk heyrði, læsi, talaði og skrifaði ensku . Niðurstöður gefa góða mynd af enskunotkun Íslendinga sem virðast heyra mikla ensku en nota hana sáralítið til að tjá sig í ræðu eða riti . Við tökum hér dæmi af hlustun og tali en vísum annars til greinar Birnu um þetta efni (Birna Arnbjörnsdóttir, 2011) . Mynd 2 . Ensk áreiti á Íslandi Taflan sýnir það sem talið var að enska er mikið í umhverfinu og helmingur þátttakenda heyrir ein- hverja ensku á hverjum degi . Auk þess héldu 14 ein- staklingar dagbók í nokkra daga um enskunotkun sína og niðurstöður þeirrar rannsóknar styðja við spurn- ingalistakönnunina . Auk þess kom fram að það eru mest kvikmyndir og annað sjónvarpsefni auk tónlistar sem fólk hlustar mest á . Ekki er ljóst hversu mikið af slíku efni er textað, en það kann að hafa áhrif á hlustu- nina . Mikilvægt er að gera ítarlegri könnun á hvers konar ensku fólk hlustar á . Ef það er fyrst og fremst afþreyingarefni sem fólk hlustar á þurfa skólarnir aug- ljóslega að þjálfa annars konar hlustun sem gagnast í atvinnulífi og háskólanámi . Mynd 3 Hversu mikið talar fólk ensku Segja má að myndin snúist við þegar um er að ræða tal . Það er sem sagt mikið ílag og nær daglega, en munn- legt frálag er þeim mun minna þar sem 41% telur sig tala ensku einu sinni í mánuði eða sjaldnar . Þessar tölur sýna að það er mikill munur á notkun þessara tveggja færniþátta . Þessar upplýsingar ættu að vera mikilvægar fyrir kennara og aðra þá sem skipuleggja nám og kennslu í ensku . Það er athyglisvert í þessu ljósi að 10 . bekkingar vilja leggja áherslu á að „læra að tala“ og þeim finnst þeim þætti ekki vera sinnt . Rannsóknin á viðhorfum nemenda og kenn- ara háskólans Engum dylst að notkun ensku í alþjóðlegu fræðasam- félagi hefur aukist til muna undanfarin ár . Bologna - stefna ESB hefur það markmið að samræma og sameina námsleiðir og námsgráður innan evrópskra háskóla, auka flæði stúdenta, kennara og fræðimanna . Til þess að slíkt megi verða þarf að nota sameiginlegt tungu- mál . Það tungumál er enska . Vissulega er það af hinu góða að auka alþjóðlega samvinnu og gera nemendum kleift að stunda nám í fleira en einu landi án þess að það komi niður á framvindu námsins . Slík samvinna frjóvgar þekkingarleit og eykur fjölmenningarleg við- horf . Þessi sameiningar- og samhæfingarstefna er einna lengst komin á Norðurlöndum þar sem margir háskólar hafa beinlínis í málstefnum sínum að fjölga námsleiðum sem kenndar eru á ensku, sérstaklega í framhaldsnámi, með það að markmiði að draga til sín færustu náms- menn og fræðimenn hvort sem er frá heimalandinu eða utan þess . Samkeppniskrafan í fræðasamfélaginu eykur þrýsting á að fleiri meistara- og doktorsverkefni verði skrifuð á ensku og að auki að fræðimenn fjölgi greina- skrifum á ensku og útgáfum í ritrýndum alþjóðlegum tímaritum sem flest eru skrifuð á ensku . Rannsóknir hér á Íslandi benda til að bæði nemendur og kennarar við Háskóla Íslands ofmeti enskukunnáttu sína . Í sömu heimildum kemur fram almenn ánægja meðal kennara og nemenda með aukna enskunotkun í námi og kennslu . En þegar viðmælendur eru spurðir frekar kemur í ljós að vinnuálag eykst, nemendur taka síður þátt í umræðum og margir, bæði nemendur og kennarar, leggja mikla vinnu í að þýða, glósa, gúggla

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.