Málfríður - 15.10.2012, Page 28

Málfríður - 15.10.2012, Page 28
Undanfarna áratugi hefur spænskan verið í mikilli sókn víða um heim og áhugi á tungumálinu og menningu þeirra sem málið tala hefur aukist jafnt og þétt (Instituto Cervantes, 2012) . Fjöldi nemenda sem stundar nám í spænsku sem öðru máli eða erlendu máli hefur margfaldast og óhætt er að fullyrða að Ísland sé engin undantekning hvað það snertir . Fjöldi nemenda sem leggja stund á spænska tungu á Íslandi sem og fjöldi þeirra menntastofnana sem bjóða upp á kennslu í tungumálinu hefur farið stigvaxandi undan- farna áratugi á öllum skólastigum (Hagstofa Íslands, 2012, 2011a, 2011b) . Framhaldsskólastigið er það skólastig hér á landi sem hefur flesta nemendur í spænsku sem erlendu máli . Við lok áttunda áratugarins var farið að bjóða upp á spænsku sem þriðja mál innan þessa skólastigs og hefur fjöldi nemenda farið vaxandi, þá sérstaklega síðasta áratuginn þar sem nemendafjöldinn hefur farið úr 1800 nemendum í rúma 4000 nemendur (Hagstofa Íslands, 2011b) . Þrátt fyrir að boðið hafi verið upp á kennslu í spænsku sem erlent mál um nokkurt skeið hér á landi má segja að um óplægðan akur sé að ræða með tilliti til rannsókna í greininni og ekki er vitað til þess að nokkur rannsókn hafi verið gerð sem lúti að námi og kennslu spænsku sem erlendu máli í fram- haldsskóla hér á Íslandi . Samkvæmt Aðalnámskrá framhaldsskóla: Erlend tungumál (1999) er markmiðið með 12 eininga námi í spænsku sem þriðja máli að nemendur „nái nokkuð góðu valdi á spænskri tungu“ (bls . 130) . Við lok náms- ins eiga þeir að hafa lært öll grunnatriði málfræðinnar, þjálfast í notkun tungumálsins og eiga að geta gert sig skiljanlega við flestar aðstæður daglegs lífs . Það liggur því í augum uppi, að til þess að geta gert sig skiljan- legan við daglegar aðstæður á erlenda málinu, þurfa nemendur að búa yfir töluverðum orðaforða . Út frá þessum markmiðum námskrár lék mér for- vitni á að vita hversu mikinn orðaforða nemendur í spænsku sem þriðja máli í framhaldsskóla hafa . Sem lokaverkefni í MA-námi mínu í spænskukennslu gerði ég rannsókn þar sem könnun var lögð fyrir nemendur í áfanganum, SPÆ 403 (eða sambærilegum áfanga), með það að markmiði að kanna tiltækan orðaforða þeirra . Könnunin var unnin í samræmi við aðferðafræði rannsóknarverkefnisins Proyecto Panhispánico, en markmið verkefnisins er að kortleggja tiltækan orða- forða þeirra sem hafa spænsku að móðurmáli (Bartol Hernández, Hernández Muñoz og Lucas Lastra, e.d.). Við kennslu erlendra tungumála í gegnum tíðina hefur mikil áhersla verið lögð á kennslu formsins . Þegar upp er staðið er ekki nóg að kunna málfræðina utan- bókar og geta þulið upp málfræðireglur markmálsins . Málneminn þarf einnig að hafa þekkingu á öðrum þáttum eins og hefðum og venjum málsamfélagsins, gera sér grein fyrir við hvaða aðstæður maður notar hvaða málsnið sem og að búa yfir ákveðnum orða- forða til þess að geta átt í samskiptum á tungumálinu . Tileinkun orðaforða er því afar mikilvægur þáttur í námi erlendra tungumála þar sem ljóst er að orðaforði er undirstöðuatriði þess að nemendur geti tjáð sig, skilið og átt í samskiptum á markmálinu og því meiri og betri orðaforða sem nemendur hafa á valdi sínu þeim mun betri tökum ná þeir á tungumálinu . Eins og með svo marga þætti tengda tungumálum, máltöku og máltileinkun, hafa menn ekki verið á eitt sáttir um það á hvað skuli leggja áherslu við kennslu orðaforða í erlendum tungumálum . Með tímanum hafa menn þó gert sér grein fyrir mikilvægi góðrar orðaforða- kunnáttu fyrir málnema og hafa því áherslur í kennslu orðaforða breyst samfara því (Auður Hauksdóttir, 2007; Bartra, 2009) . Nú til dags gætir samhljóms meðal þeirra er koma að kennslu erlendra tungumála um nauðsyn þess að huga vel að kennslu orðaforða við nám og kennslu seinni og erlendra mála . Vandamálið sem við stöndum oft frammi fyrir er að ákveða hvaða orðaforða og hversu mörg orð eigi að kenna . Þegar velja á þann orðaforða sem kenna á nemendum bendir Nation (2001) á mikilvægi þess að hafa í huga þrjá þætti, það er: hversu mörg orð eru til í tungumálinu, hversu mörg orð innfæddir málhafar noti og að lokum hversu mörg orð nemendur þurfi til 28 MÁLFRÍÐUR Orðaforði nemenda í spænsku í framhaldsskólum á Íslandi Sigrún Magnúsdóttir, spænskukennari við Fjölbrautaskólann við Ármúla .

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.