Málfríður - 15.10.2012, Blaðsíða 30

Málfríður - 15.10.2012, Blaðsíða 30
staðreynd að leggja stund á fleiri tungumál . Kostir aukinnar tungumálaþekkingar koma þó berlega í ljós þegar skoðuð er breytan, „þekking í öðrum málum“, þar sem þeir nemendur sem kunna þrjú erlend mál, eða fleiri, þekktu fleiri orð heldur en þeir sem kunna færri mál . Markmiðið með rannsókninni var ekki að skoða einstaka skóla en vert er að minnast á að niðurstöður benda til þess að munur milli skóla sé ansi mikill og er það einn af þeim þáttum sem vert væri að rannsaka frekar . Eitt af markmiðum rannsóknarinnar var að bera niðurstöðurnar saman við aðrar sambærilegar rann- sóknir sem gerðar hafa verið á nemendum í spænsku sem erlendu máli, jafnt á spænskri grundu sem annars staðar í heiminum . Í rannsókninni var aðallega stuðst við rannsóknir Carcedo Conzález (2000) á nemendum í spænsku sem erlendu máli í Finnlandi og rann- sókn Samper Hernández (2002), á spænskunemum í Salamanca á Spáni . Eins og við var að búast var þekk- ing íslensku nemendanna töluvert minni heldur en nemenda Samper Hernández, þar sem þeir voru stadd- ir á málsvæði markmálsins og hvati og aðstæður til náms aðrar og meiri . Umhugsunarvert er þó, að sam- anborið við allar aðrar rannsóknir sem stuðst var við á nemendum í spænsku sem erlendu máli (jafnt innan spænsk málsvæðis sem utan) kunnu íslensku nemend- urnir færri orð (sjá t.d. Jing, 2012; López Rivero, 2008; Pérez Serrano, 2009; Šifrar Kalan, 2009) . Ekki er auðvelt að svara þeirri spurningu hvað veldur því að orðaforðaþekking nemenda okkar er jafn slök og raun ber vitni og má ætla að niðurstöður rann- sóknarinnar veki áhyggjur meðal spænskukennara á Íslandi . Í Aðalnámskrá framhaldsskóla: Erlend tungu- mál (1999) kemur fram að þegar nemendur hafa lokið 12 eininga námi í spænsku, eigi þeir að geta bjargað sér á tungumálinu . Miðað við niðurstöður rannsóknar- innar, er erfitt að sjá að þessu markmiði sé náð þar sem ing í einu tungumáli) . Einnig var markmiðið að skoða hvort þessir þættir hefðu áhrif á orðaforðakunnáttu nemenda þar sem niðurstöðurnar geta gefið kenn- urum mikilvægar vísbendingar meðal annars um þá nemendur sem þarf e .t .v . að hlúa betur að, hvar staða okkar er sterkust og hvar við mættum gera betur . Eftir að svör nemenda höfðu verið yfirfarin sam- kvæmt aðferðafræði Proyecto Panhispánico og annarra rannsakenda sem miða að rannsóknum á nemendum í spænsku sem erlendu máli (Carcedo, González 2000; Samper Hernández, 2002) er orðafjöldinn 17 .280, sem gerir u .þ .b . 60 orð að meðaltali á nemanda . Þegar skoð- aður er orðafjöldi eftir flokkum má sjá að meðaltalið er á bilinu 4,16 orð (flokkur 4) upp í 10,22 orð (flokkur 10) . Niðurstöður rannsóknarinnar (sjá neðar) benda til þess að ekki sé mikill munur varðandi fjölda orða milli kynja . Kvenkyns nemendur kunnu fleiri orð í öllum flokkum og er munurinn milli 0,03 orð og 1,81 orð og í 8 flokkum nær munurinn ekki einu orði . Þegar hinar breyturnar eru skoðaðar er munurinn þó heldur meiri, þá sérstaklega með tilliti til staðsetningar skóla þar sem nemendur í skólum á höfuðborgarsvæðinu kunnu umtalsvert fleiri orð heldur en nemendur í skólum á landsbyggðinni . Að sama skapi stóðu nemendur úr skólum byggðum á bekkjarkerfi sig betur heldur en nemendur í áfangakerfi, (hafa verður þó í huga að mikið ójafnvægi var á milli fjölda skóla eftir uppbygg- ingu þar sem einungis tveir skólar byggðir á bekkjar- kerfi buðu upp á kennslu í SPÆ 403 eða sambærilegum áfanga þegar könnunin var gerð) . Athygli vekur einnig að nemendur á málabraut koma mun verr út heldur en við var að búast og er það einungis í tveimur flokkum sem þeir kunna flest orð og í fjórum af flokkunum ell- efu, kunnu nemendur málabrautar fæst orð . Nemendur af náttúrufræðibraut koma sterkastir út þegar rýnt er í niðurstöður með tilliti til námsbrautar nemenda . Einhverjir gætu lesið svo úr þessum tölum, að náms- hæfni nemenda hafi e .t .v . meira að segja heldur en sú Flokkur Heildarorðafjöldi Meðaltal Sæti 01. Líkaminn / líkamshlutar 1474 5,12 4 02 . Föt 1406 4,88 6 03 . Heimilið / herbergjaskipan 1197 4,16 11 04 . Húsgögn / húsbúnaður heimilis 1255 4,36 9 05 . Matur og drykkir 2942 10,22 1 06 . Borg 2062 7,16 2 07 . Sveit 1390 4,83 7 08 . Samgöngur 1414 4,91 5 09 . Dýr 1213 4,21 10 10. Leikir og afþreyging 1566 5,44 3 11 . Starfsheiti og atvinna 1361 4,73 8 30 MÁLFRÍÐUR

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.