Málfríður - 15.10.2012, Qupperneq 26

Málfríður - 15.10.2012, Qupperneq 26
Nordplus tungumálaáætlunin kallast sá hluti mennta- áætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar sem snýr að styrkjum til tungumálaverkefna . Formáli áætlunar- innar er sá að ein meginforsenda norræns samstarfs sé sú menningarlega og samfélagslega heild sem skyldleiki tungumálanna færir . Danska, norska og sænska eru sérstök að því leyti að skyldleiki þeirra er mikill en engu að síður er staðreyndin sú að æ fleiri Norðurlandabúar veigra sér við að tala móðurmál sitt þegar þeir heimsækja nágrannalöndin og styðjast fremur við ensku . Þetta er þróun sem tungumála- áætlunin reynir að sporna við . Rannsóknir sýna að því yngri sem börn eru þegar þau komast í kynni við nágrannamál sín, því líklegri eru þau til að yfir- stíga tungumálaleg landamæri þegar þau vaxa úr grasi . Þess vegna hefur áhersla verið lögð á að styrkja verkefni sem tengjast börnum og tungumálaupplifun þeirra . Íslenskan er þó aðeins fjarskyldari og lýtur því ekki sömu grannmálslögmálum, svo ekki sé minnst Rausnarlegir styrkir til verkefna sem fjalla um norræn tungumál á finnskuna . Hvernig falla þessar þjóðir inn í áætl- unina? Báðar hafa þær annað norðurlandatungumál sem skyldufag í skólum og hefur tungumálaáætlunin t .d . veitt styrki til að þróa kennsluaðferðir í þessum málum . Íslendingar njóta góðs af sterkum tungu- málatengslum við Norðurlönd þar sem að margir Íslendingar halda árlega til Norðurlanda, annað hvort í nám eða til starfa . Hafa íslenskir umsækjendur hlotið fjölmarga styrki í tungumálaætluninni . Allir sem hafa áhuga og þekkingu á norrænum tungumálum geta sótt um styrk en dæmi um verkefni eru tungumálarann- sóknir, ráðstefnur, tölvuleikir, tónlistarverkefni með tungumálaáherslu o .fl . Skilyrði umsóknar er að verk- efnið hafi a .m .k . tvo samstarfsaðila frá Norðurlöndum eða Eystrasaltslöndum og að umsókn skuli skrifuð á dönsku, norsku eða sænsku. Starfsfólk Landskrifstofu Nordplus veitir frekari upplýsingar og aðstoðar í leit að samstarfsaðilum . Hægt er að kynna sér áætlunina í heild sinni á síðunni www .nordplus .is . Sigrún Ólafsdóttir, verkefnastjóri Nordplus nordiske sprog Farðu inn á www.oddi.is og búðu til persónulega gjöf. Vegleg innbundin myndabók með þínum myndum. Hannaðu þína eigin myndabók á oddi.is VERÐ FRÁ 6.990 kR. EINTAkIÐ 26 MÁLFRÍÐUR oftast þjóna sem tala viðkomandi tungumál til þess að hjálpa okkur og tala við krakkana á sínu máli og við kennararnir fylgjumst með og hjálpum til . Ef ekki hefur fengist þjónn sem talar tungumálin höfum við kennararnir leikið þjóna og tekið niður pantanir og fleira . Þessar ferðir hafa reynst mjög skemmtilegar og vakið lukku meðal nemenda þó að þau upplifi stress við að þurfa að bjarga sér utan veggja skólastofunnar . Almennt hafa nemendur verið ánægðir með áfang- ann og þátttaka hefur oft farið framúr okkar björtustu vonum . Hægt og bítandi hefur þetta tekið á sig skýrara form þó að engin önn hafi verið eins uppbyggð, eins og gefur að skilja, og við erum hvergi nærri hættar svo lengi sem nemendur halda áfram að velja áfangann og vera með .

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.