Málfríður - 15.10.2012, Page 29

Málfríður - 15.10.2012, Page 29
að geta tjáð sig á markmálinu . Fræðimenn benda á að einstaklingur noti u .þ .b . 2000 mismunandi orð sem gera honum kleift að tjá sig í daglega lífinu og í vinnu (Benítez Pérez, 1994) . Bénitez Pérez talar einnig um að með 1000 algengustu orðunum í spænsku geti maður skilið u .þ .b . 85% orðaforðans í ósérhæfðum texta . Út frá þessum tölum má ætla að afar mikilvægt er að velja vandlega þann orðaforða sem við kennum nemendum . Þegar kemur að því að velja þann orðaforða sem kenna skuli er hægt að styðjast við ýmsar aðferðir . Í því sambandi má benda á orðtíðnilista (lista byggða á algengustu orðum tungumálsins), orð sem gefa færi á myndun nýrra orða, hvata og þarfir nemandans, þ .e . í hvaða tilgangi er nemandinn að læra málið, o .s .frv . (Benítez Pérez, 1994; Varela, 2003) . Önnur aðferð sem vert er að veita athygli er val byggt á hversu tiltæk1 orð eru innan ákveðins máls- amfélags (e . lexical availability) . Kveikjan að rann- sóknum á tiltæki orða (lexical availability) var einmitt val á orðaforða fyrir kennslubók í frönsku sem erlendu máli . Þegar farið var yfir orðtíðnilista í frönsku með það að markmiði að velja þann orðaforða sem kenna ætti, gerðu fræðimenn sér fljótt grein fyrir því að það vantaði mikið af algengum orðum inn á listann eða, að þau röðuðu sér í sæti það neðarlega að nauðsynlegt væri að sneiða framhjá þeim við samantekt á grunn- orðaforða málsins . Af þessum sökum var ákveðið að beita báðum aðferðum við valið, þ .e . skoða hvaða orðaforði væri mest tiltækur meðal innfæddra málhafa og styðjast við orðtíðnilista (Samper Padilla, Bellón Fernández og Samper Hernández, 2003) . Í rannsóknum af þessu tagi fá þátttakendur gefin upp ákveðin þemu/flokka og fá þeir tiltekinn tíma til að skrifa niður öll þau orð sem þeir kunna er tengj- ast hverjum flokki . Síðan er reiknað út hversu tiltækt ákveðið orð er og er m .a . tekið með í reikninginn hversu margir hafa nefnt orðið, í hvaða sæti þeir setja það, fjöldi þátttakenda, o .s .frv . Eins og áður hefur komið fram í rannsókn þeirri sem hér er kynnt, var stuðst við aðferðafræði verkefnisins Proyecto Panhispánico og fyrir valinu urðu 11 af þeim 16 flokkum sem verkefnið byggir rannsóknir sínar á: 1. Partes del cuerpo (Líkaminn / líkamshlutar) 2. La ropa (Föt) 3 . Partes de la casa (sin muebles) (Heimilið / her- bergjaskipan (án húsgagna)) 4. Los muebles de la casa (Húsgögn / húsbúnaður heimilisins) 5 . Comidas y bebidas (Matur og drykkir) 6. La ciudad (Borg) 7 . El campo (Sveit) 8 . Medios de transporte (Samgöngur) 9. Los animales (Dýr) 1 Ekki virðist vera til neitt sérstakt íslenskt heiti yfir fyrirbærið og hefur höfundur notast við þýðinguna „hversu tiltækt orð er“ til þess að útskýra hugtakið . 10. Juegos y distracciones (Leikir og afþreying) 11 . Profesiones y oficios (Starfsheiti og atvinna) Þess má geta að við val á flokkunum sem prófa skyldi var stuðst við áherslur Aðalnámskrár varðandi orðaforða, kennslubækur sem notaðar hafa verið sem og reynslu rannsakandans sem nemanda í spænsku í framhaldsskóla á Íslandi . Rannsóknin var byggð á könnun sem lögð var fyrir nemendur . Könnunin samanstóð af 11 flokkum og opnum listum þar sem nemendur höfðu 2 mínútur til þess að skrifa niður öll þau orð sem þeir þekktu er tengdust hverjum flokki fyrir sig . Ekki var tiltekið að orðin mættu einungis tilheyra ákveðnum orðflokki, heldur áttu nemendur að skrifa öll þau orð sem þeim datt í hug jafnt orð sem orðasambönd . Þegar könn- unin var gerð, var spurt um 14 flokka, en vegna galla í framsetningu á einum flokknum (skólinn: húsbúnaður og efniviður) og tímaskorts við yfirferð og tækifæri til samanburðar á tveimur flokkum (fjölskyldan og dag- legar venjur) var ákveðið að taka þá flokka ekki með í niðurstöðum rannsóknarinnar . Í októbermánuði 2011 setti ég mig í samband við 19 framhaldsskóla víðsvegar um landið sem bjóða upp á kennslu í spænsku sem þriðja máli . Ellefu af þeim skólum tóku þátt í rannsókninni, sem er býsna há tala þar sem hún inniheldur næstum alla þá skóla sem bjóða upp á kennslu á því stigi sem leitað var eftir (SPÆ 403 eða sambærilegir áfangar) . Skipting skóla á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis var nokkuð jöfn eða alls sex skólar á höfuðborgarsvæðinu og fimm skólar af landsbyggðinni . Alls tóku 294 nemendur þátt í könnuninni en eftir að hafa tekið út þá sem svöruðu engum spurningum, slepptu a .m .k . sjö flokkum í röð, o .s .frv . endaði úrtakið í 288 nemendum . Eins og við var að búast er stærð úrtaks í hverjum skóla afar mismunandi þar sem skólarnir eru misjafnir að stærð . Farin var sú leið að kanna alla þá nemendur sem hægt var í minni skólunum meðan rannsakaðir voru 2-3 hópar í þeim stærri . Fjöldi nemenda eftir skólum er því á bilinu 8 – 44 nemendur . Aðalmarkmið rannsóknarinnar var að kanna orða- forða nemenda við lok skyldunáms í spænsku sem þriðja máli í framhaldsskóla . Einnig hafði ég áhuga á að kanna hversu mörg orð nemendur kunna, hvaða orð það eru sem flestir hafa á valdi sínu og bera niður- stöðurnar saman við rannsóknir sem gerðar hafa verið á nemendum í spænsku sem erlendu máli víða um heim . Þær breytur sem tekið var tillit til við úrvinnslu gagnanna voru: kyn (kk/kvk), staðsetning skóla (höf- uðborgarsvæði/landsbyggð), skipulag skóla (bekkjar- kerfi/ áfangakerfi), námsbraut (félagsfræðibraut/ náttúrufræðibraut/málabraut/aðrar brautir) og þekk- ing í öðrum tungumálum (góð eða mjög góð þekking í þremur tungumálum eða fleiri/góð eða mjög góð þekking í tveimur tungumálum/góð eða mjög þekk- MÁLFRÍÐUR 29

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.