Fréttir - Eyjafréttir - 24.10.1996, Blaðsíða 2
Fréttir
Rólegheit hjá
lögreglu
Helgin var í heildina tekið róleg hjá
lögreglu og má þakka það mikilli
vinnu. Mest var um venjulegt
eftirlit. „Þegar mikil vinna er í
stöðvunum kemur það fram hjá
okkur því fólk hefurekki tíma til að
sletta úr klaufunum," sagði lög-
regluvarðstjóri sem rætt var við á
mánudaginn.
Fimmtudags- og föstudagskvöld
voru með eindæmum róleg og var
það ekki fyrr en á laugardag að
eitthvað bar til tíðinda en ekkert af
því telst til stórtíðinda. Meðal
annars var unglingum og bömum
vísað heim eftir að leyfilegum
útivistartíma þeirra lauk.
Lausar rollur
Eitthvað var um að kvartað væri til
lögreglu vegna lausagöngu bútjár
og var um kindur að ræða í öllum
tilfellum. Haft var samband við
eigendur sem tóku því Ijúflega að
koma kindum sínum í girðingu.
Neitaði að
fara á sjó
Þegar skipstjórinn á Barða NK frá
Neskaupstað ætlaði að halda á sjó á
laugardaginn neitaði einn hásetinn,
ung stúlka, að fara með. Haft var
samband við lögreglu sem hafði
upp á stúlkunni. Þar sem ástand
hennar reyndist í lagi hafði
lögreglan ekki frekari afskipti af
málinu og sigldi Barði á braut án
hennar.
Sekt fyrir of
hraðan akstur
Alltaf af og til tekst lögreglu að ná í
skottið á ökumönnum sem láta eins
og þeir hafi enga hugmynd um
leyfilegan hámarkshraða á götum
bæjarins. Á aðfaranótt laugar-
dagsins var einn þeirra staðinn að
verki. Var ökumaðurinn sektaður
og má hann eiga von á að þurfa
punga út 4000 til 5000 krónum.
Rúðubrot í
Sæfellsbúinu
Oftast eru það verslanir eða
fyrirtæki í miðbænum sem verða
fyrir barðinu á skemmdarvörgum
en nú brá svo við að rúða var brotin
í Sæfellsbúinu suður á Eyju.
Tilkynnt var um þetta á
sunnudagsmorguninn og er álitið
að rúðan hafi verið brotin urn
nóttina eða kvöldið áður.
Rúða brotin í bíl
Á sunnudagsmorguninn var rúða
brotin í mannlausunt bíl. Strax
vaknaði grunur um hver þar var að
verki og er málið í rannsókn.
16 óra stálu bíl
Rétt fyrir kvöldmat á sunnudaginn
var stuldur á bíl tilkynntur til
lögreglu. Lögreglan fór að svipast
um eftir bílnum sem kom fljótlega í
leitimar. Kom í ljós að nokkrir
peyjar, fæddir 1980, voru þama að
verki. Þeir em ekki í góðum málum
því bílpróf fá þeir ekki fyrr en á
næsta ári en bíllinn var óskemmdur
að sögn lögreglu.
Fréttir Fimmtudagur 24. október 1996
Að grafa upp Suðurveginn
-og síækkun Náttúrugripasafnsins meðal hugmynda til að laða hingað fleiri ferðamenn
Frá fundi ferðamálahópsins á iaugardaginn. Magnús Jónas-
son er í ræðustól og Páll Marvin er til hægri við hann á
myndinni.
Á fundi, sem Ferðamálahópur
bæjarins og hagsmunaaðila í ferða-
þjónustu hélt á laugardaginn, kom
fram að hugmyndir eru uppi um
að grafa upp Suðurveginn og gera
hana að gosminjasafni, stækka
Náttúrugripasafnið og byggja upp
eina einingu af hraunhitaveitunni
sem var einsdæmi í heiminum.
Að ferðamálahópnum standa Herj-
ólfur. Flugleiðir, Hótel Þórshamar,
Hótel Bræðraborg, Ferðaþjónusta
Vestmannaeyja, Upplýsingaþjónusta
Vestmannaeyja og Vestmannaeyjabær
sem á undanfömum árum hefur styrkt
hópinn um 800 þúsund á ári.
Magnús Jónasson, framkvæmdastjóri
Herjólfs hf„ sagði markmið hópsins
vera að kynna Vestmannaeyjar út á
við sem eina heild en ekki einstaka
fyrirtæki innan hópsins. Þetta hefur
verið gert með bæklingum, auglýs-
ingum innan lands og utan auk þess
sem reynt hefur verið að koma
Vestmannaeyjum á framfæri í
blöðum. „Hópurinn þrýsti t.d. á
bæjaryfirvöld að ráðinn yrði
ferðamálafulltrúi og fékkst það í gegn
þegar Elías Bjarni Gíslason var ráðinn
atvinnu- og ferðamálafulltrúi bæjarins
fyrir nokkrunt árum. Hann hefur nú
látið af störfum en í hans stað er
kominn Páll Marvin Jónsson, for-
stöðumaður Rannsóknaseturs Háskól-
ans, en þó með breyttu starfssviði.
Bærinn hefur sett rneira fjármagn til
ferðamála undanfarin ár og hefur
bæjarstjóm aldrei staðið sig betur í að
sinna ferðamálum en einmitt nú,“
sagði Magnús.
Páll Marvin sagði það styrk
Ferðamálahópsins að þar ynnu allir
fyrir einn og einn fyrir alla. Meðal
verkefna sem hópurinn hefur staðið að
eru markaðsátakið Gjugg í bæ, sem
Flugleiðir eru frumkvöðlar að. Gjugg
í bæ er átak til að fá fólk af
höfuðborgarsvæðinu til að heimsækja
bæi á landsbyggðinni utan hefð-
bundins ferðamannatíma og er stefnan
tekin á Vestmannaeyjar um næstu
helgi. „I lok sumars kynntum við
pysjutímann í samstarfi við Út-
varpsstöðina FM 95,7. Það gafst vel
en eflaust má gera betur,“ sagði Páll
Marvin.
Næst kont hann inn á það sem mest
hefur brunnið á þeim sem þjónusta
ferðamenn, að fá þá til að stoppa
lengur. „Til þess þarf afþreyingu og
meðal þess sem er í undirbúningi er
kláfur upp á Klif. Engin niðurstaða er
fengin ennþá en verið er að leita eftir
hlutafé til að stofna félag um kaup og
rekstur á kláf. Þá er unnið að
merkingu gönguleiða og gerð
útsýnispalla. Gosminjasafn er iíka
ofarlega á listanum. M.a. hafa komið
upp hugmyndir um að grafa upp
Suðurveginn og byggja yfir hana.
Með því er verið að lengja líftíma
gossins sem aðdráttarafls fyrir ferða-
menn. Margir halda því fram að gosið
sé hætt að selja. Ég held að svo sé ekki
en með því að grafa upp Suðurgötuna
verður gosið sýnilegra.“
Meðal annarra atriða, sem ferða-
mannahópurinn leggur áherslu á, er
stækkun Náttúrugripasafnsins og að
þar verði komið upp útigarði og að
hraunhitaveitan verði gerð sýnileg.
„Við viljum að byggð verði ein eining
til að sýna ferðamönnum. Hraun-
hitaveitan var einsdæmi í öllum
heiminum og er því forvitnileg fýrir þá
sem hingað koma,“ sagði Páll Marvin.
Af Skagamönnum og Radíus
3
Um fátt hefur meira verið rætt síðustu daga en
þá sérkennilegu uppákomu sem átti sér stað
um síðustu helgi í hófi knattspymumanna. Þá
gengu fslands- og bikarmeistarar Skagamanna
út af hófinu þegar þeim ofbauð sú tegund
skemmtiatriða sem þeir landsfrægu
Radíusbræður höfðu í frammi. Mátti maður
ganga undir mannshönd til að hugga
Skagamenn og hughreysta og fá þá til
veislugleðinnar á ný. Þá fengu nefndir
skemmtikraftar ofanígjöf fyrir sitt framlag og
þar með tóku Skagamenn gleði sína á ný,
flestir hveijir og það var náttúrlega mjög gott
enda afspymuslæmt að láta heiðursgesti á
samkomum vera í vondu skapi og þó enn
verra ef þeir flýja samkvæmið.
Nú var skrifari ekki viðstaddur á þessari
skemmtun en hefur heyrt ávæning af því sem
þama fór fyrir brjóstið á Skagaliðinu og
beindist einkum að þjálfara þeirra og
ákveðinni háttsemi hans. Vel má vera að
þeim hafi þótt þetta óviðurkvæmilegt eða eins
og sagði í DV að þetta hefði ekki verið
tilhlýðilegt á þessum stað og þessari stund. Þá
vaknar sú spuming hvort slíkt er einhvem tíma
tilhlýðilegt og þá á hvaða stöðum og stundum.
Nú eru þeir Radíusbræður ekki í sérstöku
uppáhaldi hjá skrifara, hann hefur stöku
sinnum horft á þá og hlustað og þykir þeirra
framlag til skemmtanamenningarinnar oftlega
heldur klént, svo að notuð séu fræg orð
Iandsþekkts frænda skrifara. Það er svo aftur
viðurkennt að margir hafa af því hina bestu
skemmtun að hlusta á þá félaga sem grínast á
svolítið öðrum nótum en hingað til hefur verið
algengast á íslandi en þekkist víða annars
staðar svo sem vestan hafs og er með vinsælli
atriðum þar. Yfirleitt gengur grín þeirra félaga
út á að ganga fram af fólki og það tókst þeim
svo sannarlega þennan umrædda laugardag.
Nú hefðu forráðamenn KSI átt að vita hvað
þeir vom að gera þegar þeir Radíusbræður
voru ráðnir til skemmtunar og sú hætta væri
fyrir hendi að einhverjir fengju á sig föst skot,
rétt eins og á sér stað í fótboltanum. En
líklega hafa þeir verið með öllu grandalausir
fyrir þessu, sem og því hvað Skagamenn eru
viðkvæmir fyrir því sem heyrir til þeirra æru
og þjálfara þeirra.
Skemmtikraftar íslenskir hafa um árabil beint
spjótum sínum að ákveðnum hópum í
mannlífinu, þar hafa stjómmálamenn trónað
efst á blaði, kirkjunnar menn hafa fengið sinn
skammt hin síðari ntisseri auk þess sem
áberandi persónur í þjóðlífinu hafa verið
teknar fyrir, bæði í áramótaskaupum og
öðmm gleðiþáttum. Yfirleitt hafa viðkomandi
haft vit á því að fyrtast ekki yfir slíku þótt
menntamálaráðherra þáverandi hati raunar
verið ókátur með umtjöllun um sig í
áramótaskaupi fyrir einhverjum árum svo og
fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík. Þær
umkvartanir urðu hvorugum til framdráttar og
Ifklega hefðu báðir betur heima setið en af
stað farið með þær kvartanir. Og líkast til er
hið sama uppi á teningnum með Skagaliðið
núna, þetta upphlaup verður þeini trúlega ekki
til nokkurs framdráttar heldur fremur á hinn
veginn.
Skrifari hefur ósjaldan fengið á sig ýmis skot
á hinum og þessum skemmtunum og
samkomum og jaðrað við á stundum að þau
hafi nú verið neðan mittis. Hann hefur aftur á
móti fram til þessa haft vit á því að stökkva
ekki upp á nef sér vegna slíks, vitandi að slíkt
getur verið eins og að hella olíu á eld og
söntuleiðis að reiðin skaðar mest þann sem
reiðist. Hann hefur enda sloppið nokkuð
óskemmdur frá öllu slíku fram til þessa, þökk
sé langlundargeði hans og uppstökksleysi.
Nú er það ekkert séríslenskt fyrirbrigði að
fræga fólkið fái umfjöllun hjá grínmönnum,
slíkt gerist Ifka úti í hinum stóra heimi og það
yfirleitt á heldur óvægnari hátt en hjá
Spaugstofumönnum og Radíusbræðmm. Irski
háðfuglinn Dave Allen beinir t.d. spjótum
sínum rækilega að kaþólsku kirkjunni án þess
að þeir mætu menn hafi orðið fyrtir að ráði,
hvað þá heldur gengið út. Og breski
gamanþátturinn Spitting Image, sem hér var á
dagskrá í sjónvarpi fyrir ekki mörgum árum,
gengur út á að gera gys (og það ekki alltaf
góðlátlegt) að ýmsu fyrirfólki bresku.
Sérstaklega hefur fjölskylda Elísabetar
drottningar fengið sitt þar án þess að sú mæta
fjölskylda hafi volað eða gengið út. Hefur þó
upp á síðkastið ýmislegt mætt á þeirri
fjölskyldu sem ástæða væri til að tárast yfir.
Það er skoðun skrifara að Skagamenn hafi
hlaupið á sig með brotthlaupi sínu á dögunum
og enn hafi þar komið fram að reiði þeirra hati
skaðað þá mest allra. Hefðu þeir setið sem
fastast og leyft grínmönnunum að klára sitt
atriði án þess að fá klapp fyrir heldur baul og
pú (það bar nefnilega flestum saman um að
þetta hefði verið hundleiðinlegt og klént) þá
hefðu þeir staðið uppi með pálmann í
höndunum, rétt eins og bæði í íslandsmóti og
bikar. Þess í stað hafa þeir Radíusbræður
fengið heilmikla umfjöllun í fjölmiðlum og
komið prýðilega út úr henni. Og þó að KSÍ
hafi tilkynnt að þeir félagar verði aldrei frantar
ráðnir til skemmtanahalds á þeirra vegum,
grunar skrifara að þeir félagar verði ekki
atvinnulausir í framtíðinni, heldur komi vegur
þeirra til með að aukast eftir allan þennan
hamagang, þökk sé Skagamönnum.
Sigurg.
\
FRÉTTIR
Utgefandi: Eyjaprent hf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Fréttastjóri: Þorsteinn
Gunnarsson. Abyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent hf.
Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-
1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í
áskrift og einnig í lausasölu I Turninum, Kletti, Novu, Skýlinu, Tvistinum, Pinnanum, Kránni, Búrinu,
Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Eyjabup, Eyjakjör og Söluskálanum. í Reykjavík: hjá Esso
Stóragerði og I Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar I 2000 eintökum.
FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun
Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.