Fréttir - Eyjafréttir - 24.10.1996, Side 13
Fimmtudagur 24. október 1996 Fréttir
Lærum að sam-
gleðjast með Sðrum
- Baknag er tengt einelti sem allir geta orðið fyrir barðinu
„Ég held að tími sé kominn til fyrir Vestmannaeyinga að velta þessum hlutum alvarlega fyrir sér og gera það upp
við sig, í eitt skipti fyrir öll, hvort þeir séu ánægðir að búa hér á Heimaey," segir einn viðmælandi blaðsins í þessari
grein.
Viðtöl við tvo Eyjamenn í
síðasta tölublaði Frétta,
sem eiga ekkert sameigin-
legt nema að vera
áberandi menn í þessu
bæjarfélagi, vöktu mikla
athygli. Þrátt fyrir að
viðtölin væru í raun og
veru út af alls óskyldum
hlutum, fundu báðir
viðmælendumir þörf til að
koma inn á sama hlutinn,
þ.e. baknag um fólk sem
er áberandi í okkar litla
samfélagi. Hér tala menn
sem hafa orðið lyrir
barðinu á Gróu á Leiti og
vilja öðrum ekki slíkt hið
sama. Hér er í raun og
veru fúll ástæða til að
staldra við og hugleiða
þessi mál. Hvemig mynd-
ast baknag, við hvaða
skilyrði og hvemig er
hægt að bregðast við því?
Fréttir leituðu til sér-
fræðinga á þessu sviði
auk þess að vitna í og
ræða við fólk sem þekkir
þessi mál af eigin raun.
Sérfræðingar tengja baknag hugtak-
inu einelti. Baknag brýst út sem einelti
þar sem óskilgreindir hlutir skapa skil-
yrði í samfélaginu fyrir baknag og
einelti. Hver sem er getur lent í þeirri
ömurlegu lífsreynslu að verða fyrir
baknagi
Algengt er að þeir sem skara fram
úr á einhverjum sviðum og/eða eru í
áberandi stöðum í samfélagi. verði
fyrir baknagi sem brýst út í öfund hjá
fólki. Ef einhverjum öðrum famast vel
en seglin dragast saman hjá manni
sjálfum skapast skilyrði fyrir einelti.
Sérfræðingar segja að þetta þekkist
víða. Þetta snýst um að fá hlut-
tekningu í velgengni eða að horfast
ekki í augu við eigin vandamál og
snúa sér að næsta manni til að fá útrás
fyrir eigin óánægju með baknagi.
„Ymislegt annað skapar skilyrði
fyrir baknagi og einelti. Ef fólk fær á
tilfinninguna að það sé að tapa stjóm á
lífi sínu og/eða umhverfi, skapast
óánægja og óöryggi, sem þekkist víða
í einangruðum samfélögum. Fólk
ftnnur því allt til foráttu að hér sé hægt
að búa og allt sé svo gott í Reykjavík.
Fólk hefur tilhneigingu til að einfalda
lífið eins og hægt er. Ef fólk einfaldar
ekki lífið skapast óöryggi og hræðsla.
Einn hlutur af því er að búa til
baknag,“ segir vel menntaður maður
sem hefur velt þessum hlutum fyrir
sér.
í samfélagi þar sem baknag, einelti
og jafnvel öfund er áberandi, þarf fólk
að læra að gleðjast með öðmm. Um
leið og einhver annar skarar fram úr
virðist fólk eiga erfltt með að una
viðkomandi þess að vera fremri
*
öðrum. Sérstaklega verður þetta erfitt
þegar skilyrði eru almennt slæm í
samfélaginu og óöryggi hjá fólki, þ.e.
það er ekki öruggt með vinnu. miklar
breytingar em í skólakerfi, málefum
aldraðra. fatlaðra, heilbrigðiskerfi,
breytingar á vinnuréttindum fólks
o.s.frv. Fólk þarf að eignast óvin við
slíkar kringumstæður og þá er oft ein-
faldasta leiðin að baknaga þá sem em
áberandi eða jafnvel Jón eða Stínu
nágranna. Sú staðreynd blasir við að
fólk þarfnast sterkra leiðtoga sem stýra
og stjóma því áfram. Þeir eru ekki
fyrir hendi í dag.
Úr bænum -
eða spýta í lófana
Þegar skyggnst er á bakvið hina
hliðina, þ.e. hjá þeim sem verða fyrir
baknagi eða einelti, eru að mati sér-
fræðinga þrjár leiðir til að komast út úr
slíku mannorðsmissisástandi
I fyrsta lagi verður fómarlambið að
reyna að spyma við fótum, standa upp
og berjast fyrir sínu. En slíkt kostar
mikil átök. Vandamálið getur verið
óyfirstíganlegt. Þá er ekkert annað að
gera en að pakka saman og flytja eitt-
hvað annað.
í öðm lagi er að reyna allar mögu-
legar leiðir til að verja sig og sína. Það
er hægt með því að koma sér upp
talsmönnum eða vinum, ræða við þá
og reyna að fá bakstuðning til að verja
fómarlambið með kjafti og klóm. Slíkt
kostar töluverð átök en til þess vin-
nandi til að reyna að leiðrétta
baknagið.
I þriðja lagi er hægt að snúa sér til
fjölmiðla til að koma sínum sjón-
armiðum á framfæri. Þannig nær
fórnarlambið til fjöldans. Slíkt er
algengt á meðal fólks sem er „almenn-
ingseign“.
Einelti algengt vandamál
í atvinnulífi
Einelti hefur hingað til verið talið
skólavandamál og einskorðað við
grunnskólana. En í seinni tíð hafa
augu sérfræðinga opnast fyrir einelti á
vinnustöðum sem er orðið stórt sam-
félagslegt vandamál í dag. Sérfræð-
ingar í heilbrigðisgeiranum benda á að
ótrúlega margt fólk sé frá vinnu vegna
eineltis, dögum svo jafnvel vikum
skiptir. Kostnaðurinn fyrir atvinnulífið
og samfélagið er ótrúlegur og svo
virðist sem skilning vanti í atvinnulífið
gagnvart einelti á vinnustöðum. Hægt
er að koma í veg fyrir einelti með
forvöm, t.d. með því að fá fagfólk inn
á vinnustaðina til að vinna með fólki
eða flytja fyrirlestra.
„Ég held að tími sé kominn til fyrir
Vestmannaeyinga að velta þessum
hlutum alvarlega fyrir sér og gera það
upp við sig, í eitt skipti fyrir öll, hvort
þeir séu ánægðir að búa hér á
Heimaey. Ef svo er ekki eiga þeir að
flytja annað. Þeir sem vilja búa hér
þurfa að fara í pollýönnuleik, reyna að
sjá jákvæðu hliðamar á tilverunni.
Annað hvort lögum við það sem fyrir
er eða fömm annað. Ef svona baknag
og svartsýni ætlar að festa rætur í vest-
manneyskri þjóðarsál gröfunt við
okkur smám saman lifandi. Það
verður að opna augu fólks fyrir þessu
svo við missum ekki hæfileikankt fólk
í burtu frá Eyjum. Það er þetta fólk
sem við þurfum á að halda til að
byggja upp gott samfélag. Náunga-
kærleikurinn, að samgleðjast og reyna
að rækta sjálfan sig, gera eitthvað fyrir
sjálfan sig í stað þess að öfundast út í
aðra, er forsenda þess að hér byggist
blómlegt samfélag,“ segir ónefndur
aðili sem þekkir þessi ntál af eigin
raun.
Einnig er mikilvægt að mati sér-
fræðinga að stjórnendur í samfélagi
axli ábyrgð að þessu leyti., J-'ólkið vill
Iáta leiða sig“ eins og einn þeirra
komst að orði. Sú ábyrgð er hins vegar
vandmeðfarin svo ekki sé meira sagt.
- Þorsteinn Gunnarsson
13
Orð
FÓLKSINS
Sighvatur Bjarnason
„Eftir að hafa búið í Eyjum í rúm 4 ár
eftir 12 ára útlegð, segir Sighvatur að
það sem hafi komið sér mest á óvart
í Eyjum sé umtalið um náungann.
Svo virðist vera af ef einhver skari
fram úr hér í Eyjum sé nauðsynlegt
að baknaga viðkomandi. Ef fyrirtækin
rétta úr kútnum er strax farið að
höggva í þau með makalausu umtali
og leiðindum.
„Ef Eyjamenn ætla að efla atvinnu-
líf Eyjanna og mannlíf, verður fólk að
snúa þökum saman og láta af þes-
sari óskemmtilegu iðju. Við fáum
seint hæfileikaríkt ungt fólk til þess
að koma til baka úr námi ef það á
von á sífelldu þaknagi. Atvinnulíf
okkar hefur mikla þörf fyrir ferskt
blóð, því sannast sagna hefur
skammsýni okkar staðið okkur fyrir
þrifum, við höldum að Eyjarnar séu
nafli alheimsins. Það er ekki svo að
við þurfum virkilega að þerjast fyrir
okkar tækifærum. Með sama
áframhaldi mun íbúum hér fækka
niður fyrir 4.500 á næstu tveimur
árum.“
(Fréttir 17. okt. ‘96)
Atli Eðvaldsson
„Ástæðurnar eru margþættar (fyrir
því að hann hætti sem þjálfari IBV).
Þar vegur ekki minnst leiðinda spjall
um mína þersónu og ýmis gagnrýni
sem ekki á rétt á sér... Mér fannst
alveg grátlegt að heyra joað að þegar
strákarnir komu inn á vinnustaðina í
bænum í sumar voru þeir hund-
skammaðir og ég rakkaður niður í
svaðið í þeirra eyru... Þetta var
orðinn alltof persónulegur rógur í
minn garð. Þeir vita það sjálfir sem
komu því að stað.“
(Fréttir 17. okt. ‘96)
Karlmaður
„Bæði kynin vilja detta ofan í svona
baknag, konur ekki síður en karlar og
þær geta verið illkvittnari ef eitthvað
er. Ég lenti í tímabundnum
erfiðleikum. Af stað fóru alls konar
kjaftasögur um mig og mína og ég
var sá síðasti sem heyrði þær.
Líklega hef ég heyrt þærfæstar. Það
var eins og fólk þyrði ekki að spyrja
mig um hlutina heldur vatt sér
kannski að unnustunni sem fannst
spurningar um þetta verulega
óþægilegar, eða bjó bara eitthvað
bull til. Það sem ég lenti í hefur fyrst
og fremst opnað augu mín fyrir því
að bera virðingu fyrir öðru fólki og
taka ekki þátt í baknagi. Oft verð ég
hvumsa þegar ég heyri spjallað um
fólk. Allt of oft hef ég þagað og gerst
þannig „meðsekur" ef þannig mætti
komast að orði í stað þess að reyna
að opna augu fólks fyrir því að svona
baknag er mannskemmandi og sam-
félag okkar setur niður við svona
framkomu. Ég held að fleiri mættu
hugleiða þetta. Vestmannaeyingar
verða að hugsa sinn gang í þessu
sambandi því hér gerjast alls konar
vitleysa. Ástæðan er að einhverju
leyti sú, og það er grátlegt til þess að
vita, að landsbyggðarfólk er með
minnimáttarkennd gagnvart
höfuðborgarsvæðinu. Þessi min-
nimáttarkennd brýst að mínu mati út
í baknagi en fer reyndar nokkuð eftir
menntun og þjóðfélagsstöðu. En
reyndar vill vel gefið og menntað fólk
oft falla í þessa sömu lágkúrulegu
gryfju," segir karlmaður á fer-
tugsaldri sem ekki vill láta nafn síns
getið.
I BRENNIDEPLI