Fréttir - Eyjafréttir - 24.10.1996, Blaðsíða 22
LANDAKIRKJA
Fimmtudagur 24. okt.
9.00-21.30 Fermingarbamamót
- Hamarsskóli
17.00 TTT-fundur, 10-12 ára, fer fram
í KFUM&K húsinu að Fífilgötu
Föstudagur 25. okt.
9.00-21.30 Fermingarbamamót
- Bamaskóli
14.00 Utför Loga Snædal Jónssonar
Laugardagur 26. okt.
14.00 Útför Sigríðar Ágústsdóttur
Sunnudagur 27. okt.
11.00 Sunnudagaskóli
14.00 Almenn Guðsþjónusta.
- Boðið er upp á akstur frá
Hraunbúðum.
- Bamasamvera meðan á prédikun
stendur.
- Messukaffi og „kirkjudjús" á eftir
20.30 KFUM&K Landakirkju
- Unglingafundur
Mánudagur 28. okt.
20.00 Saumafundur hjá Kvenfélagi
Landakirkju.
20.30 UHFfundur
Þriðjudagur 22. okt.
16.00 Fermingartímar, Bamaskóli.
17.00 Kirkjuprakkarar, fundir fyrir 7-9
ára.
Miðvikudagur 23. okt.
10.00 Mömmumorgunn.
12.10 Kyirðarstund í hádegi.
16.00 Fenningartímar, Hamarsskóli.
20.00 KFUM&Khúsiðopið
unglingum.
Hvítasunnukirkjan
Fimmtudagur
20.30 Biblíulestur.
Föstudagur
18.00Krakkaklúbburinn. Öllbörn
velkomin, 3-8 ára. Gestir frá Biblíu-
skólanum í Fljótshlíð.
20.30 Samkoma fyrir ungt fólk.
Laugardagur
20.30 Brotning brauðsins
Sunnudagur
15.00 Vakningarsamkoma! Samskot
til Biblíuskólans í Fijótshlíð.
Fjölbreyttur söngur og lifandi orð.
Állir hjartanlega velkomnir.
Aðventkirkjan
Laugardagur
10.00 Biblíulestur
Allir velkomnir.
Baháí samfélagið
Opið hús að Kirkjuvegi 72B, fyrsta
föstudag hvers mánaðar kl. 20:30.
i. Allir velkomnir. Heitt á
könnunni
Biblían talar
Sími
481-1585
Fréttir
Fimmtudagur24. október 1996
Golf • Vertíðinni lokið eftir mjög vel heppnaða Haustsprengju
Ragnar Þór sigraði í Haust-
sprengjunni með glæsibrag
Á laugardag lauk golfvertíðinni
íörndega hjá GV, með
Vetrarmótinu. Veður var eins og á
vordegi, enda mættu 38 kylfingar til
leiks og léku margir hverjir afburða
vel, enginn þó eins og Friðrik
Sæbjörnsson, knattspyrnumaður,
en hann Iék sem gestur og halaði
inn heila 45 punkta sem er hreint
frábær árangur hjá nýliða í íþrótt-
inni.
f glæsilegu hófi, sem haldið var í
golfskálanum um kvöldið, vom afhent
verðlaun fyrir öll fimm mótin í haust-
sprengjunni, Sparisjóðsmótið,
Stöðvamótið, Ballantinesmótið,
Haustmótið og Vetrarmótið. Þá var
einnig tekinn besti árangur úr þremur
mótum og hlutu tveir efstu utanlands-
ferðir með Flugleiðum. 10. og 15.
sæti hlutu einnig verðlaun, flugfar
innanlands með Flugleiðum. Alls
voru 70 keppendur sem tóku þátt í
haustsprengjunni og urðu efstir þessir:
1. Ragnar Þ Baldvinsson 110 punkta
2. Júlíus Hallgrímsson 105 punkta
3. Atli Elíasson 104 punkta
4. Magnús Kristleifsson 104 punkta
5. Heimir Hallgrímsson 103 punkta
6. Sigurður Þ Sveinsson 101 punkta
7. Jónas Þ Þorsteinsson lOOpunkta
8. Magnús Þórarinsson 98 punkta
9. Friðrik E Ásmundsson 97 punkta
10. Guðjón Grétarsson 95 punkta
11. Erlingur Einarsson 94 punkta
12. Gunnar K Gunnarsson 93 punkta
13. Stefán Sævar Guðjónss 93 punkta
Áú/ Elsa Valgeirsdóttir, sem
bar hitann og þuggarín af skipu-
lagningu Haustsprengjunnar, var
heiðruð sérstaWega fyrir mikið
og gott starf.
Þeir stóðu sig vel í Haustsprengjunni, Atli Elíasson sem varð í 3. sæti og
Gunnar K. Gunnarsson sem varð tólfti.
14. Sigurgeir Jónsson 92 punkta
15. Sigmar Garðarsson 91 punkta
Ragnar Þór Baldvinsson sigraði
glæsilega í mótinu og hlaut utanlands-
ferð að launum sem og Júlíus
Hallgrímsson sem var í öðru sæti.
Innanlandsferðir hlutu þeir Guðjón
Grétarsson fyrir 10. sætið og Sigmar
Garðarsson fyrir það 15. en mikil
spenna var fyrir verðlaunaafhend-
inguna um það hverjir hlytu þessi
verðlaun þar sem kappleikjanefnd lét
ekki uppskátt um röð keppenda fyrr en
verðlaun voru afhent. Sérstakar
viðurkenningar hlutu þau Ingi Tómas
Bjömsson og Katrín Magnúsdóttir
fyrir mikinn keppnisanda í misjöfnum
veðrum.
Þá voru afhent verðlaun fyrir hvert
mót sérstaklega. Sparisjóður Vest-
mannaeyja gaf verðlaun fyrir
Sparisjóðsmótið og þar urðu þessir
efstir:
1. Magnús Kristleifsson 42 punkta
2. Sigmar Pálmason 40 punkta
3. Júlíus Hallgrímsson 39punkta.
Einnig hlutu verðlaun þeir sem voru
næstir holu í upphafshöggi á par 3
brautum og þeir voru: Erlingur
Einarsson á 2. braut, Einar Ö Ágústs-
son á 7. braut, Leifur Ársælsson á 12.
braut, Sigmar Garðarsson á 14. braut
og Jóhann Pétursson á 17. braut.
í Stöðvamótinu voru verðlaun gefin
af hraðfrystistöðvunum f Eyjum og
þar urðu þessir efstir:
1. Atli Elíasson 35 punkta
2. RagnarÞBaldvinsson 34punkta
3. Júlíus Hallgrfmsson 32 punkta
Næstir holu voru: Ársæll Ámason
á 2. braut, Magnús Sveinsson á 7.
braut, Sigurgeir Jónsson á 12., og 14.
braut og Kristján Olafsson á 17. braut.
í Ballantines-mótinu gaf
Heildverslun Karls Kristmanns
verðlaunin og þar urðu þessir efstir:
1. Júlíus Hallgrímsson 32 punkta
2. Stefán Sævar Guðjónss 28 punkta
3. Jónas Þ Þorsteinsson 27punkta
Næstir holu voru: Guðjón
Grétarsson á 2. braut, Jónas Þ
Þorsteinsson á 12. braut, Júlíus
Hallgrímsson á 14. braut og Örlygur
Grímsson á 17. braut.
I Haustmótinu urðu þessir efstir:
1. Heimir Hallgrímsson 38 punkta
2. Sigurður Þ Sveinsson 33 punkta
3. Ragnar Þ Baldvinsson 33 punkta
Næstir holu voru: Jónas Þ
Þorsteinsson á 2. braut, Ragnar Þ
Baldvinsson á 7. braut, Jónas Þ
Þorsteinsson á 11. braut og Guðjón
Grétarsson á 16. braut.
I Vetrarmótinu, sem haldið var á
laugardag. varð Friðrik Sæbjömsson
efstur eins og áður er getið, með 45
punkta en þar sem hann keppti sem
gestur, hlaut hann ekki verðlaun. Þeir
sem kepptu um verðlaunasætin voru
þessir:
1. Friðrik E Ásmundsson 42 punkta
2. Einar Ólafsson 39 punkta
3. Ragnar Þ Baldvinsson 39 punkta
Næstir holu voru: Friðrik
Ásmundsson á 2. braut, Sigmar
Garðarsson á 7. braut, Hjörtur
Hermannsson á 11. braut og Gunnar
K Gunnarsson á 16. braut.
Þó að hinni eiginlegu golfvertíð sé
þar með lokið á þessu ári, er samt eitt
mót eftir. Gamlársmótið, sem ævin-
lega er haldið á gamlársdag og leiknar
níu holur.
Ragnar Þ. Baldvinsson, kampakátur, ásamt eiginkonunni, Önnu
Jóhannsdóttur.
Heppnin með
Ola Guðna
Hann var stálheppinn
hann Óli Guðna þegar
liann sigraði félagana
Hörð Þórðar leigubíl-
stjóra og Guðmund
Jensson, dönskukenn-
ara í Vinstri bræð-
ingnum í 32 liða úrsli-
tum hópleiksins. Hóp-
arnir fengu báðir 6 rétta
og vom með jafn marga útileiki og jafn-
tefli rétt og því þurfti að grípa til
hlutkestis. Það þarf ekkert að orðlengja
það en Óli vann það örugglega.
Meistaramir frá í fyrra HH-flokkurinn
féll út um helgina gegn Doddunum. Það
kemur kannski ekki á óvart því lítið
hefur verið bólstrað á Rcynistað því
Sigurjón Birgis og Geir á Reynistað
liggja yfir seðlinum 8 tíma á dag og ætla
sér stóra hluti.
Grundarprinsar kvöddu keppnina enda
við að etja óeirðaseggina frá Brighton.
Gísla Foster og þann sem skírður er í
höfuð honum. Steve Foster. Það er helst
að frétta frá Brighton að búist er við
miklu fjölmenni ,.á" vellinum um helg-
ina.
Úrslitin í 32ja liða úrslitunum urðu
annars þessi: Bestu vinir Ottós - Tveir
með öllu 5-5. Tveir með öllu voru með
fleiri rétt jafntefli og lara áfram, Ásinn -
Cantona 4-5. Litla Heiði - Húskross 4-5,
Doddamir - HH-flokkurinn 6-5. Vinstri
bræðingurinn - Munda 6-6, Munda
sigrar á hlutkesti, Hausamir - Silli án
valda 4-4. Hausamir vom með fleiri rélta
útileiki og fara áfram. Rommaramir -
RiSi 6-5. Ármenningar - Bláa Ladan 4-3,
Fosters export - Gmndarprinsar 7-6.
Golgiflélta - Bæjarins bestu 8-4, Anfield
Road - Raggi Skyr 4-4 Anfield Road
sigrar á tleiri réttum jafnteflum, Börkur -
HlV-neikvæðir 4-5, Man.United -
Pömpiltar 6-5, Just do it ! - Tveir á
toppnum 3-5. Heiðar öryggisvörður -
Villta vestrið 3-5. Perlusulta
Ennisrakaðir bræður 4-4, bræðumir
vinna á fieiri réttum jafnteflum.
Dregið hefur verið í 16 iiða úrslit og er
hann eftirfarandi: HlV-neikvæðir gegn
Anfield Road, Ármenningar-Villta
vestrið, Tveir með öllu - Cantona,
Doddarnir - Munda, Fosters export -
Húskross, Golgiflétta - Hausamir,
Man.United - Tveir á toppnum, Romm-
aramir - Ennisrakaðir bræður.
Fyrir þá sem dottnir em út er það upplýst
hér að hugmyndin er að hefja nýjan
hópleik sömu helgi og úrslitaleikurinn
verður í þessari keppni. Keppnis-
fyrirkomulagið verður með sama sniði
og var í þetta sinn. en keppnin er styttri
og meira spennandi en áður.
Um síðustu helgi komu nokkrir
áhugasamir tipparar saman á Lundanum
og horfðu á leik Newcastle United og
Manchester United. Þegar líða tók á
leikinn og menn höfðu fengið sér bjór-
glas fóm einhveijir aðilar sem voru að
missa áhugann fyrir leiknum að kaupa
snafs. Þess skal nú ekki getið hér með
hvom liðnu þessir menn héldu, cn búast
má við að Goggi í Klöpp muni veita þær
upplýsingar fúslega. Umræddur Georg
fór nefnilega út til Englands með fmna
og ætlaði að sýna henni hvernig liðið í
rauðu búningunum spilaði best. Heyrst
hefur að senda hafl þurft prest og sál-
fræðing til að sinna áfallahjálp vegna
ferðalagsins og segir sagan að erfitt hafi
reynst að telja Georg á að snúa aftir heim
f Skeljung.
Á sunnudag sjáum við leik Liverpoot og
Derby á Lundanum kl. 16:00 og em allir
áhugasamir boltaunnendur boðnir
velkomnir á staðinn.
Tippari vikunnar:
PállPálmason
Ingi Tómas Bjömsson skattstjóri var
tippari síðustu viku og skoraði hann á
markmannsjaxlinn og snókerspilarann
Pál Pálmason. sem eins og Ingi hefur enn
ekki þorað f hópleikinn. og sjáum hvað
hann leggur til málanna.
„Þótt hann Ingi Tómas ætli að ná sér
niðri á mér eftir að ég og Jóshúa Steinar
tókum hann í karphúsið f snóker. þá
skjátlast honum hrapalega. Það gæti
verið að svo kynni að fara að ég yrði að
lúta í lægra haldi fyrir honum, og þá væri
það aðeins vegna þess að Gunna mín er
að vinna á sama stað og hann. og hún
myndi hjálpa honum að staulast fram úr
þessu. Sá sem ég ætla að skora á í næstu
viku heitir Óskar Valtýsson, sem einn af
okkar starfsmönnum hér í gúanóinu
sagði að væri sá albesti, en svona tippa
ég þessa vikuna":
Leicester - Newcastle 2
Arsenal - Leeds 1
Southampton - Man. Utd. X
Chelsea - Tottenham 1
Middlesbro - Wimbledon I
Coventry - Sheff. Wed X
Sunderland - Aston Villa 2
West Ham - Blackbum X
Birmingham - Norwich 1
Ipswich - Tranmere 1
Charlton - Oxford 1
Sheff. Utd - QPR 1
Huddersfield - Port Vale X