Fréttir - Eyjafréttir - 24.10.1996, Blaðsíða 24
í FRÉTTIR
Frétta- og auglýsingasíminn 481-3310 • Fax 481-1293
FUiTNINGAR • VESTMANNAEYJUM
Daglegar ferðir hvert á land sem er.
Vöruafgreiðsla
Skildingovegi 4 Simi 481 3440
Vöruafgreiðsla ■ Reylqavik
TVG Héðinsgata 1 - 3
Sími 581 3030
Rútuferðir - GM
Skoðunarferðir • Vejsltrferðir. .
Grillferðir • IþróítahojDférðir.
FERÐASKRIFSTOFA
REYKJAVÍKUR
Umboðsmaður í Eyjum:
GÍSLI MAGNÚSSON
Brekastíg 11
sími 481-1909
Á þriðjudaginn skrifuðu stjórnir
Vinnslustöðvarinnar hf. og Meit-
ilsins hf. undir samrunasamning
sem lagður verður fyrir hluthafa um
miðjan desember. Fáist samþykki
hluthafa sameinast félögin undir
nafni Vinnslustöðvarinnar. Eigið fé
nýja félagsins verður um 1800
miiljónir króna.
Samningurinn verður lagður fram á
aðalfundi Vinnslustöðvarinnar þann
14. desember nk. og fyrir hluthafa
Meitilsins fyrir þann tíma. „Sameining
fyrirtækjanna verður stórt skref fram á
við fýrir bæði Vinnslustöðina og
Meitilinn. Stjómir félaganna sýndu
rnikinn kjark með þessari ákvörðun.
ákvörðun sem kemur bæði félögunum
og starfsfólki þeirra til góða,“ sagði
Sighvatur Bjarnason framkvæmda-
stjóri Vinnslustöðvarinnarí gær.
Hann segir að með sameiningunni
takist þeim að fylgja eftir framþróun í
landvinnslu og byggja upp sterkt félag
á styrk þeirra beggja. „Við höfum náð
mjög góðum árangri í vinnslu og
veiðum á uppsjávarfiski á meðan þeir
hafa einbeitt sér að botnfiski.
Eigintjárhlutfall hins nýja félags verður
30% og þau em ekki mörg fyrirtækin
sem geta státað af svo góðri stöðu.
Eigið fé félagsins verður um 1800
milljónir sem er líka mjög gott.“
Guðrún Eydís Eyjólfsdóttir, Guðjónssonar skipstjóra á
Gullbergi VE, með eintak af silfri hafsins sem pabbi veiddi.
Bylting í öllum rekstri
íþróttahreyfingarinnar
Samkomulag, sem viðræðunefndir
bæjarins og Þórs og Týs skrifuðu
undir á þriðjudag, byggir á
samþykkt bæjarstjórnar um að
bærinn kaupi eignir Þórs og Týs og
að núverandi rammasamningur
um byggingu íþróttamannvirkja
falli úr gildi. Nær það til rekstrar og
afnotaréttar íþróttamannvirkj-
anna, reksturs allra íþróttavallanna
samstarfsamnings milli bæjarins og
Iþróttabandalags Vestmannaeyja
og aðildarfélaga þess. Samkvæmt
þessu verða Týr og Þór lögð niður.
Samkvæmt skipuriti, sem nefnd
íþróttafélaganna hefur samþykkt,
verður Knattspyrnu- og handknatt-
leiksfélag ÍBV sér félag með
sjálfstæðan fjárhag. Félagið verður
eins og önnur íþróttafélög í Eyjum
aðili að íþróttabandalagi Vestmanna-
eyja og æðsta vald er í höndum
ársþings ÍBV. Þar næst kernur stjórn
ÍBV en tengslin við bæjarstjóm koma
í gegnuni Knattspymu- og hand-
knattleiksfélag ÍBV þar sem íþrótta-
og æskulýðsráð og tómstunda- og
æskulýðsfulltrúi em tengiliðir.
Hið nýja félag hefur sjálfstæða stjóm
sem vinnur í beinum tengslum við
væntanlegt stuðningsmannafélag.
Undir stjómina heyrir fram-
kvæmdastjóri sem vinnur með knatt-
spymu- og handknattleiksdeild sem
hafa hvort sinn framkvæmdastjóra og
kvennadeild. Undir hann heyrir lfka
rekstur ntannvirkja og nefndir eins og
t.d. þjóðhátíðamefnd, Shell- og
Pæjumótsnefnd. Bæði knattspymu- og
handknattleiksnefnd verður skipt í
karla- og kvennadeildir og nær
skiptingin niður í yngri flokkana.
Nái þessar breytingar fram að ganga
er ljóst að bylting hefur orðið á rekstri
íþróttahreyfingarinnar í Eyjum.
Rekstareiningum hefur fækkað og nú
renna tekjur, eins og t.d. af þjóðhátíð,
óskiptar til reksturs íþrótta sem hlýtur
að gjörbreyta öllu rekstrarumhverfi
hreyfingarinnar sem ætti að skila sér í
betri árangri þegar fram í sækir að
mati nefndarmanna.
Nefndarmenn Týs og Þórs benda á
að í dag séu fjórir meistaraflokkar
IBV í 1. deild. Rekstur þeirra hafi
verið þungur en með nýju félagi ætti
hann að léttast. „Meistaraflokkamir
hafa hingað til rekið sig sjálfir og það
breytist ekki. En nú rennur hluti af
þeim peningum, sem Þór og Týr hafa
aflað, til meistaraflokkanna en ekki í
afborganir af lánum vegna hús-
bygginga. Enginn þeirra verður
skilinn út undan því við viljum skapa
þeim betra rekstrarumhverfi sem ætti
að skila sér í öflugra starfi," sögðu þeir
einnig.
Guðjón Hjörleifsson, sem sat í
viðræðunefnd bæjarins ásamt Arnari
Sigurntundssyni (D) og Guðmundi
Þ.B. Ólafssyni (V), segist fagna þess-
um tímamótum í íþróttamálum í
bænum. „Nefndarmenn unnu af
heildindum. Farið var yfir alla þætti
og sem betur fer náðu menn saman.
Mikið starf bíður nýrrar stjómar og
það er hennar að íjúka verkinu en
samkomulagið er góður sökkull til að
byggja á. Við eigum eftir að sjá
öflugra æskulýðs- og íþróttastarf sem
skilar sér í betri árangri," sagði
Guðjón.
Hjóla-
bretta-
töffari
Ekkert lát er á
vinsældum
hjólabretta.
Vestmanneysk
ungmenni
sjást þeysast
um götur og
ýmsartorfærur
í miðbænum.
Þessi piltur var
að leika sér í
tröppunum við
Sparisjóðinn í
vikunni og
sýndi góð
tilþrif.
Skrífað undir samrunaáætiun