Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.02.1998, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 26.02.1998, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 26. febrúar 1998 Hafið sem aðskllur og haflð sem sameinar -Er yfirskrift samstarfsverkefnis þriggja skóla sem styrkt er af Evrópusambandinu. Barnaskóli Vestmannaeyja er þátttakandi í verkefninu ásamt Holy Family School í Dublin og Ormstaskolan í Vallentuna í Svíþjóð Kennararnir talið f rá vinstri: Brenda Duffi, Donal Ryan, Eygló Björnsdóttir, H jálmf ríður Sueinsdóttir, Unnur Baldursdóttir, Shane 0 Bonnell, Kicki Milton, Gudrun Onnestam og flgneta Hytteman. í síðustu viku dvöldu sex erlendir kennarar í Vestmannaeyjum og unnu með nemendum og kennurum Barnaskóla Vestmanna- eyja. Þrír þeirra eru frá Holy Family School í Dublin á írandi og þrír frá Ormstaskolan í Vallentuna í Svíþjóð. Astæðan fyrir veru þeirra hér er liður í samstarfsverkefni þessara skóla sem nefnt er COMENIUS. Verkefnið er styrkt af Evrópu- smbandinu en tilgangurinn er að efla tengsl grunnskóla ólíkra menningarsvæða. íslenskir skólar eftirsóttir til samstarfs Fram til þessa hafa tuttugu og átta ís- lenskir skólar um allt land á leik- grunn- og framhaldsskólastigi hlotið samstarfsstyrki og sífellt eykst ásókn skóla í Evrópusamstarf, en íslenskir skólar hafa verið mjög eftirsóttir samstarfsskólar. Verkefnin eru af ýmsum toga en markmið þeirra er að efla vituncl nemenda um menningu og þjóðir í Evrópu. Verkefnið sem þessir skólar taka þátt í ber yfirskriftina, „Haftð sem aðskilur og hafið sem sameinar." Við tókum Donal Ryan tali en hann er einn írsku kennaranna. Donal Ryan segir að markmiðið sé að flytja bömum á íslandi eitthvað af menningu íra og nefnir meðal annars dans, þjóðsögur og tónlist. „Vikan hefur farið í það að kenna bömunum að dansa írskan þjóðdans og einnig hafa þau verið að læra írsk þjóðlög, meðal annars hafa þau verið að læra að leika á tinflautu. Síðan enduðum við vikuna á sýningu í íþrótta- miðstöðinni þar sem bömin sýndu það sem þau hafa lært. Við höfum verið með tvo bekki í þessu verkefni og emm mjög ánægð með árangurinn.“ Eínn kennarinn að vinna í fiski Donal segir að skólamir þrír séu þátttakendur í Evrópuverkefni, þar sem sérhver hinna þriggja kennara heimsæki hina skólana. Irsku kennar- amir eru því í Vestmannaeyjum núna til að kynna írska menningu, síðan munu íslensku kennarararnir fara til Svíþjóðar og kynna þar íslenska menningu. Að lokum munu svo sænsku kennararnir fara til írlands og kynna sænska menningu þar. Hann segir að reyndar hafi einn írsku kennarana líka prófað að vinna í ftski hér í Eyjum og það haft líka geftð annan vinkil á samfélagið. „Verk- efnið er skipulagt eitt ár fram í tímann þar sem helmingurinn er fjámiagnaður af Evrópusambandinu og skólamir, viðkomandi ráðuneyti, eða bæjarfélag borga hinn helminginn. Það er heldur dýrara að koma til Islands og dvelja í viku en fjárveiting leyfði, þannig að við þurftum að borga hluta úr eigin vasa, en það kemur ekki að sök vegna þess að sú reynsla sem við öðlumst með þessu er einstök. Þannig höfum við sjálf lært heilmikið og okkur hefur þótt Heimaey mjög hrífandi" Böm em alltaf börn hvar sem er í heiminum Em íslensku böm frábrugðin þeim írsku að einhverju leyti? „Bömin sjálf em ekki svo ólík. Aldur þeirra bama sem við höfum verið að kenna héma er sá sami og við kennum heima í Dublin. Hins vegar hefja böm í Dublin námið í gmnnskól- anum þegar þau em fjögura ára og Ijúka honum þrettán ára. Hér á landi er gmnnskólinn frá sex ára aldri til sextán ára, þannig að aldursdreifingin er meiri. Húsnæðið, aðstaðan og kennslugögn héma frnnst okkur alveg frábær og við emm full aðdáunar vægast sagt. Skólinn okkar í Dublin býður ekki upp á svona góða aðstöðu eins og Bamaskólinn í Vestmanna- eyjum. Skólinn sem við kennum við myndi teljast frekar vanbúinn, enda er hann í hverfi þar sem efnað fólk býr ekki. Við komumst samt vel af. Við kennum svipað efni og aðferðimar eru Nemendur og kennarar að lokinni vel heppnaðri sýningu í ípróttamiðstöðinni írskir tinf laututónar fylltu ípróttamiðstöðinar og Eyjan Græna varð Ijóslif andi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.