Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.1998, Qupperneq 1

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.1998, Qupperneq 1
25. árgangur • Vestmannaeyjum 4. júní 1998 • 22. tölublað • Verð kr. 140,- • Sími: 481 3310 • Fax: 481 1293 Súlnasker var fyrrum kallað Skerið góða enda var það um aldir mest gullkista Eyjamanna er þangað sóttu fugl og egg. Þótt sú tíð sé liðin að afla þurfi matfanga með þeim hætti, er þó enn sótt í Skerið. Uppgangan er sú erfiðasta í Vestmannaeyjum eins og sjá má á myndinni. Á bls. 11 er í máli og myndum sagt frá ferð í Skerið. Ljósm. Ó. Björgvinsson Páll Pálsson framkvæmdastjóri FMV: Þjónusta við trillusjómenn síst lakari hér Blaðinu hafa boríst til eyrna kvartanir vegna þjónustu Fisk- markaðs Vestmannaeyja við báta- og trillusjómenn og þá sérstaklega eftir ki. 17:00 á daginn. Páll Pálsson framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Vestmannaeyja segir að þjónusta Fiskmarkaðarins við báta- og trillusjómenn sé síst lakari í Vestmannaeyjum en annars staðar á landinu. „Það er allt hreinsað upp eftir kl 21:00 á kvöldin á trillu- bryggjunni. Þeir sem landa seint geta ísað fiskinn í kör sem FMV skaffar og sett lok yfir. Þannig geymist hann vel til klukkan átta morguninn eftir, en þá er hreinsað upp eftir nóttina.. Þetta er gert í samráði við Fiskistofu og hefur ekki þótt tiltökumál. Einnig spilar inn í þetta mál vinnutilskipun Evrópu- sambandsins sem kveður á um 11 tíma samfellda hvíld. Asamt því að Verkalýðsfélagið bannar yfirvinnu yfir sumarmánuðina." Páll segir að menn séu trúlega að blanda saman tveimur málum. „Annars vegar biðröð við löndun- arkranann og hins vegar þeim mannskap sem að kemur að löndun- inni. Þetta er þægilegt að gagnrýna, þangað til menn þurfa að borga fyrir þjónustuna. Menn hafa verið að bera saman þjónustuna hér og í Þor- lákshöfn. en þar hefur markaðurinn skaffað mann á kranann og innheimt þjónustugjöld í samræmi við það.-' Páll segir að það sé ekki mikið mál að útvega mann á kranánn hjá þeim og rukka fyrir þá þjónustu. „Þjón- ustugjöld af smábátunum hafa verið lægri hjá okkur en víðast hvar annars staðar á landinu. Við tökum 1,30 kr. á kíló og 4% af aflaverðmæti. Inni í þeim gjöldum eru kör, ís og flutningur inn á markaðinn.“ Páll segir og að væntanlegur sé nýr krani sem komi til með að bæta þjónustuna og stytti bið eftir löndun. „Það eru alltaf toppar ef margir koma inn í einu og kannski einn maður við löndunina. Á mörgum stöðum um landið hafa menn hjálpast að við lönduninna, en það virðist ekki vera hér, heldur bíða menn eftir að sá sem er við þetta klári sitt. Menn frá okkur hafa líka reynt eftir því sem aðstæður hafa leyft að aðstoða menn við löndun eins og hægt er. En það sem er aðal bitbeinið í þessu máli snýst um það hvort menn eru reiðubúnir að setja mann á kvöld- eða nætuvakt og greiða þá fyrir þjónustuna. Af hálfu Fiskmarkaðs Vestmannaeyja er ekkert í veginum fyrir því,“ segir Páll að Iokum. Þorskur eykst um 2521 tonn Sjávarútvegsráðherra hefur ákveð- ið að fara að tillögum Hafró um úthlutun atlaheimilda á næsta fiskveiðári. Ef litið er á Vestmannaeyjar með hliðsjón af þessum tillögum lítur dæmið svona út. Þorskkvóti Vest- mannaeyinga á þessu fiskveiði ári er 12.106 tonn sem er 7,88% af heild- araflamagninu. Aukningin í þorski til Vestmannaeyja verður 2.521 tonn. Aflaheimildir Eyjaskipa í loðnu voru 140.528 tonn og munu aukast um 23.436 tonn. Síldarkvótinn verður minnkaður en hlutur Vestmanna- eyinga í sfld var 19.777 tonn og lækkar um 1700 tonn. Heimildir í ýsu voru 6.410 tonn og lækka um 82,6 tonn. Heimildir í skarkola vom 861 tonn og lækka um 19,8 tonn. Heimildir í humri vom 64 tonn og lækka um 4,8 tonn samkvæmt til- lögum Hafrannsóknastofnunar. Allar tölur miðast við úthlutun þessa fiskveiðiárs. YGGI IR LDýUNA ggingamálin á g þægilegan hs Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉUINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTOÐ: Græðisbraut 1 -sími4813; Frá Eyjum: Frá Þorl.höfn: Alladaga Kl. 08:15 Kl. 12:00 aukaferöir fimmtu-föstu- ogsunnudaga Kl. 15.30 Kl. 19,00 Ucrfólfur Sími 481 2800 Fax 481 2991 Bókabúðin Heióarvegi 9 - Síini 481 1434

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.