Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 18.06.1998, Page 4

Fréttir - Eyjafréttir - 18.06.1998, Page 4
4 Fréttir Fimmtudagur 18. júní 1998 Sælkeranum er enn haldið innan sjúkrahússins (fæðið hlýtur að vera frábært þar) því að Adda Gunn- ólfsdóttir, sem var hjá okkur í síðustu viku, skoraði á vin- konu sína Ninnu Bjarkadóttur. Ég ætla að bjóða upp á tvo rétti, kaldan rétt sem er fljótlegur í fram- leiðslu og sérlega góður að borða úti í sólinni og þá með hvítvíni eða bjór. Vatnið erlíka gott. Kræklingasalat: 1 krukka MUSSEL SALAD 100 g rækjur 1 /2 rauð paprika 1/2 græn paprika 2 tómatar 1/4 agúrka Safanum er hellt af kræklingnum og öllu blandað saman í skál. Borið fram með ristuðu brauði og graflaxsósu. Seinni rétturinn er pottréttur sem bæði má nota í kálfakjöt eða svínakjöt. I’ottréttur: 500 g kjöt 2 msk. smjörlíki 1 stk. laukur 2 stk. hvítlauksrif 150gbrytjaðbeikon 2 eggjarauður 3 msk. rjómi salt timian 1 dl rifinn ostur Laukur, hvítlaukur og beikon brúnað í smjörlíkinu og kælt. Kjötið brúnað og sett í eldfast mót. Eggjarauður, rjómi, salt og tinrian hrært saman og blandað saman við laukinn og beikonið. Þessu er hellt O r ð - Þegar Keikónefndin var síðast á yfirreið um landið fengu þeir að borða á báðum stöðum, Austurríki og Eyjum. Eftir því sem sögur herma voru þeir á veitingastað á Eskifirði og voru að reyna að stauta sig fram úr matseðli sem allur var á íslensku. Þjónninn var kallaður til aðstoðar en þegar kom að hrefnukjötinu vafðist honum tunga um tönn og sagði: „Its a meat from an animal like Keikó“. Ekki fór sögum af viðbrögðum nefndarinnar en nú ættu Eyjamenn að bjóða þjóninn velkominn hingað bæði sem þökk fyrir hjálpina og eins til að forða honum frá Austurríki, því þar verður honum varla vært eftir þessa lauslegu þýðingu. -Loksins - loksins nú um helgina var eins og fólk byggi í miðbænum. Stakkó iðaði.af lífi og tónlist ómaði um miðbæinn. I öllu þessu lífi sem iðaði í miðbænum er dálítið dapurlegt að hugsa til þess að það voru ekki heimamenn sem stofnuðu til fagn- s p o r aðarins heldur var útvarpsstöðin Bylgjan áferð um landið og þessa helgi héldu þeir uppi stuðinu (Eyjum. -Fólki, sem hefur verið viðstatt há- tíðahöld á 17. júní uppi á landi, hefur löngum blöskrað hvernig að þjóð- hátíðardeginum hefur verið staðið hér í bæ. Nú ætti botninum að vera náð enda var ekkert annað eftir en að leggja þetta niður eins og að málum hefur verið staðið. Sjálfsagt er þetta í samræmi við kosningaloforðin um að efla líf í miðbænum. Barnafólk sem gaman hefur að því að gera börnum sínum dagamun mun ákveðið í að flýja 17. júní á staði þar sem enn býr fólk sem þolir rigningu. Annars virðast Eyja- menn þola rigningu ágætlega þegar þeir horfa á fótbolta eða skemmta sér á Þjóðhátíð fullorðna fólksins. Þá hefur heldur ekki staðið á því að opna íþróttahús til hægt sé að halda gleðinni afram. Ninna Bjarkadóttir er sælkeri þessarar viku. yfir kjötið, osti stráð yfir og bakað í 175 - 200° ofni í 30 mínútur. Borið fram með hrísgrjónum og salati. Ég ætla enn um stund að halda sælkeranum innan Sjúkrahússins og skora á vinnufélaga minn, Jóhönnu Gísladóttur. HUSEY rr HUSEY BYGGINGAVÖRUVERSLUN VESTMANNAEYINGA Frábær staðgreiðsluverð á innimálningu Það fór vart fram hjánokkrum manni að um síðustu helgi varhaldið hér hið árlega Pepsímót ÍBV. Annars staðar í blaðinu er tíundaður árangur hinna ýmsu flokka. Einn þeirra sem báru hitann og þungann af framkvæmd mótsins var Magnús Arngrímsson sem er Eyjamaður vikunnar. Fullt nafn? Magnús Arnar Arngrímsson Fæðingardagurog.ár? 9. júní 1973 Fjölskylduhagir? Ég á mömmu og pabba og tvö systkini. Menntun og starf? Stunda nám í viðskiptafræði við Háskóla íslands með áherslu á stjórnun og markaðsfræði. Laun? Ég veit það eiginlega ekki, en ég held að þau séu ágæt fyrir námsmann. Helsti galli? Dæmi fólk hart af misgjörðum þeirra. Helsti kostur? Er fljótur að aðlaga mig aðstæðum og fylgist vel með. Uppáhaldsmatur? Saltkjöt og baunir og skata með kartöflum og smjöri. Verstimatur? Sláturogsvið. Uppáhaldsdrykkur? Pepsí erbest ískalt. Uppáhaldstónlist? í dag finnst mér rólegt rapp og R&B tónlist skemmtilegast. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að fara út í Hellisey og leika mér í náttúru Vestmannaeyja. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Það er nú ekki svo margt. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Endurnýja Twingo-inn minn og kaupa mér föt fyrir afganginn. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Hinn þrí útstrikaði Helgi Bragason. Uppáhaldsíþróttamaður? í dag eru það stelpurnar í bankar fast Pepsímótinu, en Steingrímur bankarfast. Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Já, Helliseyjarfélaginu. Uppáhaldssjónvarpsefni? Iþróttir og skemmtilegir þættir. Uppáhaldsbók? Alveg örugglega ekki sparisjóðsbókin mín. Aðaláhugamál? íþróttir og útivera. Hvað metur þú mest í fari annarra? Góða mannasiði. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Þegar fólk fattar ekki brandarana mína. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Mér finnst mjög fallegt undir Halldórsskoru og úti í Súlukrók, svo er Hellisey náttúrulega perla. Hvertvar þitt aðalhlutverk á mótinu? Að redda öllu sem kom upp á meðan mótið stóð yfir en það átti að vera búið að skipuleggja allt áður en ég kom en það er nú eins og það er. Komu engin mistök upp á mótinu? Jú, það kom t.d. í Ijós á miðvikudag að það átti eftir að panta Kiwanis til þess að stelpurnar gætu borðað. En þar sem Pepsí mótið er löngu orðinn fastur liður í Vestmannaeyjum þá höfðu þeir Kiwanismenn hugsað til okkar allan tímann og verður þeim seint fullþakkað það. Hvað er þér eftirminnilegast frá þesu móti Hvað mér leið vel þegar búið var að afhenda öll verðlaun og það kom í Ijós að mótið hafði tekist frábærlega. Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir þessi orð? -Pæjumót? MIKIL VINNA, en mjög skemmtilegt. -Kvennafótbolti? Stórstígar framfarir. -ÍBV? Úrslitakeppnin í handboltanum undanfarin 2 ár. Eitthvað að lokum? Ég vil koma á framfæri þakklæti til allra sem hjálpuðu til við að gera mótið eins gott og það í rauninni var, sérstakar þakkir fá veðurguðir fyrir hjálpsemina. NYFfEDDIR VESTMfiNNfiEYINGfiR I Drengur Þann 29. april eignuðust Kolbrún Kristjánsdóttir og Elías Friðriksson dreng. Hann var 12,5 mörk og 51 cm. Ljósmóðir var Drífa Bjömsdóttir Drengur Þann 21. apríl eignaðist Katrín Osk Pétursdóttir son. Hann vó 14 merkur og var 53 sm að lengd. Hann fæddist í Reykjavík. A myndinni fr. v. eru Gunnar Rafn stóri bróðir og Aron Steinar frændi. ÖXcDffDHODDirn cdOsDsgoo' 9 gQDfifi 'TeBQ'QUQ FPflrÍfl* 2GQQUQaQ*á^ 5 vikna Þjóðhátíðarátak hefst næsta sunnudag Fjölbreytt og skemmti- legt námskeið Frá 21. júní til 26. julí nmuniBTm sími 481 1482 | u.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.