Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 18.06.1998, Side 10

Fréttir - Eyjafréttir - 18.06.1998, Side 10
10 Fréttir Fimmtudagur 18. júnf 1998 Mlg langar ekkiaðbúaí fflabeinsturní Þorsteinn Ingi Sigfússon prófessor, doktor í eðlisfræði og stjórnarformaður Rannsóknasetursins í Vestmannaeyjum og guðfaðir þess segir frá uppvexti sínum, skólagöngu og væntingum til setursins í viðtali við Benedikt Gestsson. Þorsteinn ingi: Tók starf við Rannsóknasetrið fram yfir rektorsstöðu við Háskólann á Akureyri. Þorsteinn Ingi Sigfússon prófessor, doktor í eðlis- fræði og stjórnarformaður Rannsóknasetursins í Vestmannaeyjum og guð- faðir þess, ef svo má segja hefur mjög látið til sín taka í atvinnu- og þró- unarmálum í Vestmanna- eyjum. Hann varð doktor í eðlisfræði frá Háskól- anum Cambridge 1982 en sneri þá aftur til Islands og hóf störf hjá Raunvísinda- stofnun Háskólans. Þor- steini Inga er margt til lista lagt. Hann er mikill list- unnandi hvort sem um er að ræða bókmenntir eða tónlist. Fréttir litu í heim- sókn til hans á dögunum til þess að forvitnast um störf hans og áhugamál. Hæstur yfír landið í eðlisfræði „Ég er fæddur í Eyjum 1954 og er elstur sex systkina. Ég var þar í skóla þar til 1969 en þá flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Við vorum því flutt þegar ósköpin gengu yfir í gosinu. Öll systkini mín fóru í langskólanánt og á þeint tíma þótti það praktískt að vera nær þeim menntastofnunum sem stóðu til boða. Eftir menntaskólann fer ég til Kaupmannahafnar til að nema þar eðlisfræði en eðlisfræðina uppgötvaði ég mikið til sjálfur en ég var hæstur yfir landið á landsprófi í eðlisfræði árið 1969. Þótti sumum það nokkuð skrýtið að svo há einkunn gæti komið frá Gagnfræðaskólanum í Vestmannaeyjum, kennari minn var Garðar Sigurðsson síðar alþingis- maður sem ég hélt mikið upp á.“ Hvað veldur þessu viðhorfi? „Fólk hefur oft tilhneigingu til þess að telja að ekkert gott geti komið annars staðar frá en úr henni Reykja- vík, en dæmin hafa nú oft og iðulega sannað hið gagnstæða. Vestmanna- eyjar voru hinn ágætasti leikvöllur sem hugsast gat fyrir ungan mann. Þar vil ég fyrst nefna hin nánu tengsl við náttúruna og samfélagið og þær menningarmannperlur sem í Eyjum voru í tónlistinni. myndlistinni, bók- menntum og fleiri sviðum mannlífs- ins. Þetta var ntjög góður grunnur fyrir ungan mann.“ Þorsteinn Ingi segir að hann hafi ekki verið neitt sérstaklega hneigður fyrir eðlisfræði frekar en önnur fög fyrr en í landsprófi. „Hins vegar má segja að rætur eðlisfræðiáhuga míns liggi aftar. Faðir minn Sigfús J. Johnsen var yfirkennari og mikill áhugamaður um eðlisfræði og ég man eftir því sem strákur að hann sagði mér frá atóminu. Foreldrar mínir voru mjög áhugasantir og hvetjandi upp- alendur. Ég og Guðni Einarsson, sonur Einars í Betel, vorum að framleiða alls konar efni í kjallaranum á Kirkjubæjarbraut 17. Okkur tókst til dæmis að kaupa saltsýru í Apótekinu, sern þá var bara seld gegn resepti. Saltsýruna notuðum við til þess að vinna ýmsar gastegundir úr málmsam- böndum og stundum var loftið orðið nokkuð þungt í kjallaranum þegar við vorum að bralla þetta. Ég man eftir því að einhverjir ráðlögðu foreldrum mínum að legga niður þessa tilrauna- stofu, því hún væri stórhættuleg. Stundum gat þetta gas okkar verið eldfimt og það kontu upp smábrunar. Við bjuggunt til dæmis til vetni, sem nú er mikið í umræðunni. Þetta tókst allt giftusamlega en ntargir voru hræddir og þorðu ekki niður í kjallarann hjá okkur. Guðni varð svo seinna einn besti blaðamaður landsins, en ég hélt áfram í efnasullinu og endaði í stóriðjupælingum." í slóð frægra eðlisfræðinga Þorsteinn Ingi segir að hann hati verið jafnvígur námsmaður en fyrir hann hafi eðlisfræðin verið rnesta áskor- unin. „Eftir menntaskólann tór ég til náms í þessunt fræðunt úti í Kaup- mannahöfn 1973 ásamt kærustunni, Bergþóru K. Ketilsdóttur, en hún fór í tölvufræðinám. Kaupmannahöfn er heimaborg mikilla eðlisfræðinga eins og Nielsar Bohr og andinn sveif yfir vötnunum. í framhaldi af því var ntér boðið að taka doktorsverkefnið í Cambridge á Englandi og var þar frá 1978. Það var mjög skemmtilegur tími og ég fékk mjög frjálsar hendur. Ég reyndi að leysa ákveðið verkefni, sent var á sviði eðlisfræði við mjög lágan hita, eða nokkrunt gráðum frá alkuli, sent er mesti kuldi sem hægt er að ná. Þetta nám var mjög akademískt á þessurn tíma. Eftir doktorsprófið var ég kjörinn „fellow" sem hlotnast að- eins einum af hverju hundraði stúdenta sem stunda rannsóknir við Cambridge Háskóla, en mig langaði að fara heim og reyna að leggja eitthvað af mörkum fyrir íslenskt samfélag og kom heim 1982. Eins og maðurinn sagði: Römm er sú taug sem rekka dregur." Neyðarkall frá Grundartanga Þorsteinn Ingi fór að starfa hjá Raun- vísindastofnun Háskólans þegar heim kom og skömmu síðar er hann beðinn að koma upp á Grundartanga og leysa verkefni fyrir Jámblendiverksmiðjuna þar sem verið var að steypa kísiljám. Hann segir að efnið sem þeir frarn- leiddu hati verið gallað og hann því fenginn til þess að bæta þar úr. „Japanimir sem keyptu af þeim efnið höfðu skilað efninu og heimtað afslátt. Gallinn laut að fínefnismyndun í því í lestum skipanna sem fluttu það til Japans. Ég hafði unnið dálítið með ntálma í rannsóknum mínum og í framhaldi af þessu vandamáli sent þarna var við að glíma hefst ákveðin samvinna milli mín og Járnblendi- félagsins. Við leystum vandamálið og jukurn tekjurnar til muna og í kjölfar þess gaf Járnblendifélagið Háskóla Islands prófessorsstöðu sem mér var svo boðin árið 1989. Þannig kom þessi tenging við iðnaðinn og atvinnulífið sem ég hef reynt að rækta allar göjur síðan. Þannig var staðan þegar Ámi Johnsen og síðar Guðjón Hjörleifsson frændur mínir höfðu samband við mig út af hugmyndinni um að efla háskólastarfið í Vest- mannaeyjum.” Tengsl Háskóla og fyrírtækja af hinu góða Þú talar um þessa prófessorsstöðu sem Jámblendifélagið gaf á sínum tíma. Er þetta æskilegt að fyrirtæki út í bæ sjái um að fjármagna slíkar stöður? „Eins og rnálið er núna samþykkti Alþingi að setja þessa tilteknu prófessorsstöðu á fjárlög. Þannig er ég ekki eins bundinn Jámblendi- félélaginu, heldur iðnaðinunt almennt og sérstaklega málmiðnaðinum. Ég hef í framhaldi af því öðlast enn meira og markvissara akademískt frelsi, en hef auðvitað ekkert nema gott að segja um Jámblendifélagið. Þar var alltaf mjög gott samband og er enn í dag. Hins vegar tel ég að svona samband Háskólans og fyrirtækja sé mjög af hinu góða, ef fyrirtækin geta gefið mönnum frjálsan tauminn. Þetta má ekki vera einhvers konar starf þjón- ustufulltrúa. sem liggur í einhæfum verkefnum. Hjá Jámblendinu fór aldrei á milli mála að þetta væri frjáls vísindastarfsemi." En menn tala um ákveðna hættu sent er santfara slíku samstarfi sér- staklega. ef litið er til kjaramála Háskólamanna og jafnvel ótta við að missa mjög hæfa menn úr landi? „Ég held að launamál í Háskól- anum séu tímasprengja. Ef ekki verð- ur breyting á er hættan vissulega fyrir hendi að missa atgervi úr landi. Islenskt samfélag á að hafa efni á því að borga fyrir þekkingu. Nú er kjara- nefnd að fjalla um laun prófessora og maður bíður með eftirvæntingu að sjá hver niðurstaðan verður og hvort þekking verði launuð eins og hún á skilið. Hún er það ekki í dag." GefandivinnaíEyjum Þú sagðir áðan römm er sú taug... Af hverju ekki að koma beint til Eyja? „Það var alveg Ijóst að þegar ég var orðinn doktor f eðlisfræði að þá langaði mig til þess að stunda störf við Háskólann. Það kom ekki margt annað til greina þá en Háskólinn í Reykjavík. Ef ég hefði farið til Eyja hefði ég þurft að gera eitthvað annað. Hins vegar þegar ég hafði verið í Háskólanum nokkurn tíma losnaði staða rektors við Háskólann á Akureyri. Þá hafði þáverandi mennta- málaráðherra samband við mig og hvatti mig til þess að sækja unt það embætti. Ég var hins vegar farinn að vinna meira í Vestmannaeyjum þá. Ég get líka sagt það og hef ekki sagt það opinberlega áður að ég sótti ekki unt þetta starf á Akureyri. bæði vegna þess að ég var í spennandi verkefnum fyrir Háskóla Islands og starfið við Háskólann í Vestmannaeyjum var orðið mjög skemmtilegt og gefandi. Akureyri vil ég allt gott og þeir fengu góðan rektor. Starfsumhverfið var ekki fyrir hendi í Eyjum þegar ég kom heim. Nú er aftur ánægjulegt að horfa til baka og sjá í Vestmannaeyjum starfsvettvang, með fimmtán háskóla- menntuðum sérfræðingum á mörgum sviðum fræðanna og á síðustu fimm árum höfum við gjörbylt aðstöðunni í Eyjurn. Þetta eru mjög hæfir ein- staklingar sem eru að vinna að mjög áhugaverðunt hlutum. Nú er horft til Vestmannaeyja og ekki síst hefur þetta vakið athygli úti í heimi þar sem menn hafa verið að leita að fyrirmyndum að háskólastarfi á landsbyggðinni. Það kom til að mynda sérfræðingur frá Maastricht í Hollandi. sem var að gera úttekt á íslenska nýsköpunarkerfinu. Hann heillaðist gjörsamlega af því sem hann sá í Rannsóknasetri Há- skólans í Eyjurn og lagði til að þetta yrði fyrirmynd að svipuðum rann- sóknamiðstöðum á íslandi. Honum fannst við hafa hitt gjörsamlega í mark.“ Arkitekt Rannsóknasetursins Hver er þinn þáttur í því að Rann- sóknasetrið verður að veruleika? „Ég verð nú hálf feiminn þegar svona er spurt. Ætli ég megi kannski ekki kallast arkitektinn að þessu. Þessi hugmynd hefur alltaf verið mjög Ijós í mínum huga, eða jiessi sýn. Svona gat aldrei orðið að veruleika nenta vegna þess að bæjarfélagið og stjórnvöld hafa alltaf staðið með ntér í allri uppbyggingunni. Fyrst fengum við Pál Marvin til að vinna að málinu. Hann er einstakur. Svo bættist Bjarki við. Þeir eru frábærir. Ég hef rætt við marga menn á landinu sent hafa viljað gera eitthvað svipað og ég hef sagt þeirn að tengjast vel bæjarfélaginu, iðnaðinum. atvinnuh'finu og stefnu- ntótandi stjómmálamönnum. Svo má ekki gleyma því að ef ekki hefðu komið að þessu frábærir samstarfs- rnenn í setrinu sjálfu strax í upphafi hefði þetta ekki tekist heldur. Það er ekki síst fyrir þeirra áhuga, vilja og metnað að þetta hefur tekist svona vel. Það er enginn einn maður sem kentur

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.