Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 18.06.1998, Side 12

Fréttir - Eyjafréttir - 18.06.1998, Side 12
12 Fréttir Fimmtudagur 18. júní 1998 Eyj astelpur náðu góðum árangri á frábæru Pæjumóti Níunda Pæjumóts ÍBV verður lengi niinnst fyrir veðurblíðunnar sem stúlkurnar nutu alla mótsdagana. Mótið hófst strax á fimmtudagsmorguninn þó mótssetningin væri ekki fyrr en um kvöldið. Þegar upp var staðið höfðu 1003 mörk verið skoruð af 295 leikmönnum í 328 leikjum. Vestmannaeyingar geta vel unað árangri sinna stúlkna í mótinu. Þær léku til úrslita í fjórum flokkum af átta og stóðu uppi sem Pæjumótsmeistarar í 4. flokki A og 6. flokki B. Þessi frábæri árangur staðfestir að ÍBV er að festa sig í sessi sem verðandi stórveldi í kvennaknattspyrnunni. Sól og blíða settu svo sannarlega mark sitt á Pæjumótið 1998. Skilaði það sér í betri knattspyrnu og öll framkvæmd mótsins varð svo miklu léttari og skemmtilegri og síðast en ekki síst fóru keppendur héðan með góðar minningar um sólbakaðar Vestmannaeyjar. Keppendur voru hvorki fleiri né færri en 830, stelpur á aldrinum sex til 15 ára. Alls tóku 15 félög þátt í mótinu með samtals 82 lið og var keppt í þriðja, fjórða, fímmta og sjötta aldursflokki. Eftir því sem leið á mótið jókst spennan en þegar nær dró lokum riðlakeppninnar sást að hverju stefndi, ÍBV og Brciðablik voru að ná bestum árangri. Þegar upp var staðið áttu þessi stórveldi kvennaknattspyrnunnar sín hver fjögur liðin í úrslitum. Breiðablik hafði svo betur, sat uppi með þrjá Pæjumótstitla en ÍBV tvo sem verður að teljast mjög góður árangur. Varð IBV meistari í 4. flokki A og 6. flokki B. í 2. sæti varð ÍBV í 5. flokki A og 3. flokki. Árangur hjá öðrum liðum ÍBV var eftirfarandi: IBV varð í 3. sæti í 3. flokki A, í 6. sæti og 11. sæti 4. flokki B, í 5. sæti í 5. flokki B, í 3. sæti í 6. flokki A og í 3. og 4. sæti í 6. flokki B. Úrslitaleikirnir fóru fram á sunnudaginn á Þórsvellinum sem skipt var niður í þrjá velli og um tíma voru lið frá IBV að spila á þeim öllum. Mikill fjöldi fylgdist með setningunni á fímmtudagskuöldið. LEIKID MEÐ HJARTANU. Margir leikir í Pæjumótinu uoru bráðskemmtilegir eins og sést af bessari mynd sem tekin er úr leik ÍBV og Breiðabliks í 6. flokki. Þessi félög náðu bestum árangri á métinu, ÍBV náði tueimur tidum og Breiðablik bremur. ÍBV númer eitt hjá Margréti Láru Viðarsdóttur ÍBV Pæjumótsmeistara og markakóngi Margrét Lára Viðarsdóttir ÍB V varð Pæjumótsmeistari í 4.flokki A, og jafnframt varð hún markahæst í sama flokki, en hún skoraði hvorki meira né minna en 14 mörk á mótinu. Margrét Lára verður 12 ára á þessu ári og þetta er fimmta Pæjumótið sem hún tekur þátt í. En er þetta alltaf jafn skemmtilegt? „Já, það finnst mér. Mótið í ár var sérstaklega skemmtilegt, vegna þess að veðrið var svo gott. Síðan var líka frábært að spila leikina og að standa uppi sem sigurvegarar," sagði Margrét Lára. Henni fannst einnig mjög gaman á kvöldvökunni, þar sem Greifamir spiluðu og grillaðar voru pylsur og dmkkið gos. Hún fylgist spennt með Heimsmeistarakeppninni í Frakklandi, og þar em í uppáhaldi Brasilíumenn, en uppáhaldsleikmaðurinn hennar er einmitt Ronaldo. Hér heima er ÍBV númer eitt og Ivar Ingimarsson í miklu uppáhaldi. Margrét Lára ætlar að leika með meistaraflokki kvenna IBV í framtíðinni, en hún ætlar einnig að læra að verða sjúkraþjálfari og íþróttaþjálfari. Margrét Lára ásamt Kristínu Sigurðardóttur Val og heiðursgestunum Rögnu Lóu Stefánsdóttur ogArnariOttesen. ■II IBb 3 Gullstúlkurnar Gullstúlkurnar í 4. Flokki A, sem bekkja ekkert nema að sigra, héldu uppteknum hætti í úrslitaleiknum gegn Knattspyrnufélagi Sigluf jarðar sem kom skemmtilega á éuart með framistöðu sínni á Pæjumétinu. Það uar strax Ijést að bæði lið ætluðu sér sigur og ekkert nema sigur. Ekki uar mikíð um færi í leiknum og fór suo að hann endaði í framlengingu. Fliótiega í framlengingu fékk ÍBV aukaspyrnu sem markahrókurinn Margrét Lára Uiðarsdóttir tók. Færið uar langt en hún lét sig ekki muna um að skora og nægði petta stórglæsilega mark ÍBV til sigurs. Hér fagna stúlkurnar árangrinum með írisi Sæmundsdéttur biálfara sínum. Pæjumótsmeistarar ÍBVog Breiðablik áttust suo við í sjötta flokki B en bær snerist dæmið uið. Leikurinn var jafn og spennandi. Kópauogsstelpur ætluðu sér stóra hluti í leiknum en bær máttu sín lítils gegn ákveðnum Eyjastelpur sem lögðu upp með sömu uæntingar. Strax í fyrri hálfleik voru ÍBV-stelpurnar komnar með aðra hönd á Pæjumótstitilinn buí bær voru einu marki yfir í hálfleik. Þær undirstrikuðu suo sigurínn með öðru marki í seinni háifleik og úrslitin urðu 2 - 0 ÍBV í vil. Mörk ÍBV skoruðu Anna María Halldórsdáttir og Sara Dögg Guðjónsdóttir. Þjálfari stúlknanna er Erna Þorleifsdóttir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.