Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 18.06.1998, Síða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 18.06.1998, Síða 15
Fimmtudagur 18. júní 1998 Fréttir 15 Náttúran er ófyrirsj áanleg segir finnskur vísindamaður dr. Matti J: Rossi sem hér er að kanna hvemig hraun mótar yfirborð lands í eldgosum í Vestmannaeyjum er nú staddur flnnski vísindamaðurinn dr. Matti J. Rossi. Hann er doktor í land- mótunarfræðum og aðstoðarpró- fessor við Háskólann í Turku í Finnlandi. Matti verður hér næstu tvær vikur og mun vinna að undirbúningi rannsókna sem munu fara fram á Surtsey í ágúst, þar sem hann mun kanna hvernig hraun mótar yflrborð landsins í eldgosum. Matti Rossi vinnur að þessu verkefni ásamt Armanni Höskulds- syni hjá Náttúrustofu Suðurlands, en þeir hafa unnið að svipuðu verkefni í Mývatnssvæðinu og kringum Kröflu. Dr. Matti Rossi segir að verkefnið sé unnið í samvinnu við Geimferða- stofnun Danmerkur (Danish Center for Remote sensing) rneð styrk frá Norfa (Nordisk Forskerutdann- ingsakademi). „Þetta eru víxlbylgju- mælingar þar sem radarbylgjum er beint frá flugvél sem flýgur yfir svæðið sem á að rannsaka. Yfirborðið endurkastar síðan bylgjunum aftur til mótakara í vélinni og fást þá myndir af því hvemig misjafnt yfirborðið endurkastar bylgjunum. Með jressum rannsóknum er hægt að sjá hversu víðfeðmt hraunið er, auk þess sem hægt er að öðlast skilning á því hvemig það rennur og tekur á sig ýmsar myndbreytingar. Auk þessara bylgjumæl inga eru tekin sýni á jörðu niðri og efnainnihald hraunsins kannað ásamt þykkt og grófleika. Upplýsingunum er síðan safnað saman á stafrænt form og unnar úr þeim myndir þar sem hægt er að meta umfang einstakra hrauna og hversu mikið hraun hefur runnið í hverju einstöku gosi og við hvaða aðstæður." Dr. Matti Rossi vann við Norrænu eldfjallastöðina frá 1993 - 1996 og finnst gott að vera kominn aftur til íslands eftir tveggja ára fjarveru. í framhaldi af vinnu sinni hjá Norrænu Eldfjallastöðinni skrifaði hann dokt- orsritgerð sína, sem tjallaði urn rannsóknir á Skjaldbreiði og svip- uðurn fjöllum sem hlaðast upp af hrauni eins og Kollóttadyngja, en hluti ritgerðarinnar fjallar einnig um Kröfluelda 1984 og hvemig þeir hafa mótað landið. Verkefnið sem bundið er Surtsey á sér svipaða mótunarsögu og Skjaldbreiður, þó hann sé að vísu miklu eldri jarðfræðilega séð, eða um 8 þúsund ára. Surtsey verður til við gos undir sjávaryfirborði en Skjaldbreiður ekki, en það má sjá svipað ferli í gangi í Surtsey, hvemig hraunið hefur hlaðist upp og myndar nokkurs konar skjöld. Surtsey er því nýjasta dærnið urn það hvemig hraun myndar hraunskjöld og er þess vegna mjög áhugavert frá sjónarhóli fræðanna." Matti Rossi segir að þessi tegund hrauns sé kallað helluhraun og að með þrýstingsmælingum og hvemig hraunið rennur megi sjá fyrir hvemig hraunið hagar sér í gosum sem hugs- anlega geta átt sér stað í framtíðinni. Matti Rossi er héma ásamt fjölskyldu sinni, eiginkonu og tveimur bömum og segir að þau uni sér mjög vel í Eyjum. Hann er reyndar upptekinn í vinnu, en fjölskyldan notar tækifærið og nýtur lífsins við náttúruskoðun og annað sem Vesmannaeyjar bjóða upp á. Eigin- kona hans, Pihla Rossi er jarð- fræðingur og líffræðingur, og kennir í grunnskóla í Finnlandi. Matti Rossi segir að áhugi hans á landmótun eigi sér upphaf í Finnlandi og að þar séu mjög áhugaverð hraun og eldíjöll, þó þau séu að vísu löngu kulnuð. „Hins vegar er lítið vitað um hraun í Finnlandi, hvort þau hafa myndast við gos undir sjó eða á landi. Mig langar í framtíðinni til þess að kanna landmótun af völdum hrauna í Finnlandi. Ég skrifaði meistararitgerð mína um Etnu. Eftir það varð ég mjög áhugasamur um landmótun af völdum hrauna og þá hættu sem getur verið samfara hraunflæði og landmótun af völdum hrauna. Ég fór síðan til Ástralíu og vann þar í eitt ár, en þar eru tiltölulega ung hraun, þó að eldvirkni sé ekki mikil þar. Eftir þessa ársdvöl í Ástralíu fékk ég stöðu við Norrænu eldfjallastöðina. en á þessu ári dvaldi ég einnig við rannsóknir á Hawaii, svo ég het' verið mikið á ferðinni um heiminn. en það finnst mér einn af kostunum \ið þetta starf." Um hagnýti rannsókna sinna segir Matti Rossi að það geti verið mjög rnikið. ,J>að getur verið mjög hagnýtt að vita hvemig hraun hagar sér eftir gerð þeirra og þvf landi sem þau renna eftir. Sérstaklega getur þetta verið gott þegar skipuleggja á íbúðabyggðir og hvers konar mannvirki á virkum eldstöðvarsvæðum eins og á hálendi íslands. Hins vegar er náttúran mjög ófyrirsjánleg og sérstaklega þar sem eldvirkni er mikil." Er ekki heitasta ósk hvers eldfjalia- áhugamanns að það gjósi sem oftast? ,J4ei ekki get ég nú sagt það að menn óski þess. en eins og ég sagði áðan þá er náttúran ófyrirsjáanleg og engin klukka sem hægt er að reiða sig á þegar eldfjöll eru annars vegar. Hins vegar er allt eftirlit hér á landi mjög gott og hægt að spá í hlutina með nokkurrí nákvæmni. en kannski aldrei hundrað prósent." Matti Rossi segir að það geti brugðið til beggja vona þegar breyta á farvegum hrauna. .J>ó að það takist að stöðva rennsli á einum stað eða hægja á því. getur hraunið brotist fram annars staðar. Hins vegar eiga rann- sóknir mínar að geta upplýst um hugsanlegan feril hrauna við tilteknar aðstæður og þá í framhaldi af því hægt að grípa til einhverra varúðar- ráðstafana ef hættu ber að. Kannski með því að stöðva rennslið. eða breyta því. Ég er hins vegar ekki mjög trúaður á slíkar ffamkvæmdir. þó að aðstæður hveiju sinni geti ráðið miklu þar um eins og kom í ljós í gosinu í Heimaey." Matti Rossi segir að aðstaða hér í Vestmannaeyjum sé mjög góð. en hann hefúr unnið að undirbúningi þessa Surtseyjanerkefnís í Rann- sóknasetri Vestmannaeyja ásamt Ármanni Höskuldssyni. „Sérstaða Surtseyjar miðað \ið önnur svæði sem ég hef verið við rannsóknir á, er hversu virkt þetta svæði er og hversu ungt það er. Það er miklu auðveldara að sjá hvemig hraunið liggur og hefúr mótað landið. en í eldri hraunum. þar sem alls konar veðmn og breytingar hafa átt sér stað." Matti Rossi og tjölskyida hans vildi að lokum koma áframfæri þakklæti til allra sem komið hafa að þessu verkefni hér á landi og stutt það. og ekki síst Sparisjóði Vestmannaeyja sem útvegaði húsnæði fyrir hann rneðan hann dvelur hér. Matti Rossi er hérna ásamt fjölskyldu sinni, eiginkonunni Pihla og tueimur bömum og segir að bau uni sér mjög vel í Eyjum. Hann er reyndar upptekinn í vinnu, en fjölskyldan notar tækifærió og nýtur lífsins við náttúruskoðun eg annað sem Vesmannaeyjar bjóða upp á. Bruninn í Breka VE: Rétt vMbrögð komu í veg fyrir stórtjón Togarinn Breki VE sem er í eigu Útgerðarfélags Vestmannaeyja varð vélarvana þegar eldur kom upp í vélarúmi hans síðastliðinn föstudag. Hann var þá staddur 125 möur SV af Garðskaga í rjómablíðu og var rétt kominn á niiöin og að hefja veiðar eftir að hafa verið í mánaðar klössun í Hafnarfírði. þar sem skrúfa og stýrisbúnaður var allur tekinn í gegn. Skipið liggur nú við bry ggju í Reykjavík, þar sem menn frá Framtaki hf og Rafboða huga að viðgerðum. Að sögn Ágústs Guðmundssonar útgerðarstjóra er brunatjón ekki mikið. hins vegar séu stimplar og slífar stórskemmt eða ónýtt en vonast lil að sveifaras hafl sloppið. „Þaö er Ijóst nú að mælir á smurolíururi afskrúfaðist með þeim afleiðingum að olíustrókurinn hefúr staðið upp úr rörinu og í framhaldi hefur orðið sprenging vegna eims og hita. Það virka öll viðvörunarkerfi, en menn gera sér ekki alveg grein fyrir því hvenær vélin drepur á sér.” Magni Jóhannsson skipstjóri á Breka segir að hárétt viðbrögð áhafnarinnar, þegar eldsins varð vart hafi bjargað þv í að ekki fór verr. „Þaö sprakk smurolíurör framarlega við v élina með þeim afleiðingum að olía sprautaðist yfir hana. Við það myndaðisi mikill eimur sem olli mikilli sprengingu í vélarúminu. Fyrsti vélstjóri var þá niðri jiegar sprengingin varð. en náði að komast út og loka á eftir sér." Magni segir að alltaf sé hætta á ferðum þegar eldur kemur upp í skipi á rúmsjó. .JMannskapurinn fór því í að gera ráðstafanir til að kæfa eldinn með því að lolca öllum huríhim og loftrásum að vélar- rúminu. Einnig var sent út neyðar- kall sem síðar var afturkallað eftir að togarinn Siglir frá Siglufirði kom að okkur og tók okkur í tog og dró okkurtil Reykjavíkur. Sembeturfer komumst við klakklaust frá þessu og mildi að vélstjórinn sem var niðri þegar sprengingin átti sér stað skyldi ekki slasast." Hilmar Sigurðsson 1. vélstjóri segir að hann hafi verið uppi í brú þegar kom viðvörun um að vélin sé að stoppa. .Úg fer niður og sé að strókurinn stendur upp úr smur- oltúröri á ífamanverðri vélinni. Svo verður skyndilega sprenging pg kvilotar í upp frá vélinni framan- verðri. Mér tekst að komast út ó- skaddaður og fer í að loka hurðum pg loftblásurum. Við töldum að ekki þyrfti að nota halogenslökkvikerfið og biðum þv í um stund. Eftirþaðfer ég niöur pg þá er bara smá Ipgi sem hægt er að slökkva með hand- slökkvitæki." Hilmar segir að áhöfnin hafi brugðist rétt við og hafi staðið klár að því að yfirgefa sldpið. ef með þyrfti. auk þess sem sent hafi verið út neyðarkall. .Tyrstu viöbrögð voru að loka eldinn af og eru rétt viðbrögð áhafnarinnar ekki síst að þakka þeirri fiæðslu sem sjómenn fá um öryggismál bæ-ði í Stýrimanna- skólanum og Vélstjóraskólanum, auk námskeiða. Þaðerenginástæða til að draga úr því að menn voru í hættu. en heppnin var h"ka með og beturfóren á horfðist."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.