Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 18.06.1998, Page 19

Fréttir - Eyjafréttir - 18.06.1998, Page 19
Fimmtudagur 18. júní 1998 Fréttir 19 Landssímadeildin 6. umferð: Fram 0 IBV 2 Eyjamenn jerðu skyldu sína Eyjamenn sóttu neðsta lið deild- arinnar, Fram, heim um síðustu helgi. IBV náði sér heldur betur á strik eftir óvænt tap gegn IR, en Framarar eru búnir að vera í miklum vandræðum það sem af er móti og hafa aðeins skorað eitt mark í sex leikjum. Leikurinn fór fjörlega af stað og snemma leiks var Framaranum, Baldri Bjarnasyni, vikið af leikvelli fyrir að sparka viljandi í Inga Sigurðsson. Eyjamenn nýttu sér þennan liðsmun og á 21. mínútu leiksins skoraði Steingrímur Jóhannesson, iyrsta mark leiksins og sitt níunda í deildinni, eftir góðan undirbúning Inga Sigurðssonar. Leikurinn var ágætlega leikinn á köflum, mikið um góð marktækifæri, sem ekki náðist að nýta og staðan í hálfleik, eitt mark gegn engu, ÍBV í vil. Framarar komu ákveðnir til seinni hálfleiks og sköpuðu sér þó nokkur góð tækifæri gegn heldur værukærum Eyjamönnum. En á 78. mínútu leiks- ins fór þreytan að segja til sín hjá Frömurum og skoraði þá Kristinn Lárusson, annað mark IBV, eftir góðan undirbúning Steingríms og Ivars Ingimarssonar. Eftir þetta var eftirleikurinn auðveldur hjá ÍBV, og tróna þeir nú einir á toppi deildarinnar með 13 stig. Lið ÍBV: Gunnar 7 - ívar B. 7, Hjalti 7(Kjartan 5), Hlynur 7, Zoran 7 - Ingi 8, ívar 7(Hjalti J.5), Steinar 6, Kristinn 6 - Steingrímur 8, Jens 6(Sindri 5) Meistaradeild kvenna: Haukar 1 ÍBV 1 Fyrsta stisið komið í höfn ÍBV stelpur mættu Haukum að Ás- völlum í síðustu viku. Þetta var fjórði leikur stelpnanna í Meistara- deildinni og fyrir þennan leik þá voru þær ennþá án stiga. Að sögn Sigurlásar Þorleifssonar, þjálfara ÍBV, þá var þetta heldur bragðdaufur leikur og ekki ntikið að gerast. Fyrri hálfleikur bar þess greinilega merki, enda var staðan í hálfleik, 0-0. Heldur lifnaði yfir leikn- unt í seinni hálfleik og fóru mark- tækifærin að líta dagsins ljós. Elena Einisdóttir kom IBV yfir um miðjan seinni hálfleik, en Haukastelpur jöfn- uðu skömmu síðar. Sigurinn hefði síðan getað lent hvorum megin sem var undir lokin. Lið ÍBV: Sigríður 6 - íris S 6(Hjördís 5), íris 7, Ema 7, Eva 6 - Dögg L.6(01ga 5), Hrefna 6, Sigríður Á 7, Fanný 6, Elena 7 - Bryndís 7 ElenaskoraðimarkíBV Góð bátttaka var í Hásteinshluapinu 17. iúní og hér má sjá sigurvegara í flokki stúlkna koma í mark á Vestmannabrautinni. Aríðandi fundur hjá dóm- urum á mánudas Mjög áríðandi fundur er hjá Dómarafélagi Vestmannaeyja nk. mánudag í Þórsheimilinu kl. 20.30. Rædd verður staða dómaramála í Vestmannaeyjum en þrátt fyrir ýmsar ráðstafanir eru þau ekki í nógu góðum farvegi. Rætt verður hvaða leiðir em til úrbóta því að ekki verður spiluð knattspyma án dómara. Hvað er hægt að gera til að fá dómara til að dæma hjá okkur? Allir dómarar með réttindi og þeir sem áhuga hafa á dómgæslu em hvattir til að mæta. Dómurum verður raðað niður á þá leiki sem eftir em í sumar ef mögulegt er. Knattspyrnudeild ÍBV Unglingaráð IBV Dómarafélag Vestmannaeyja (F réttatilkynning) ÍÞRÚnfl- OG LEIKJRHGHSKElfl heklu og íbu Námskeið nr. 2 (af 3) hefst mánudaginn 22. júní og stendur til 10. júlí Námskeiðið er tvískipt: LEIKJANÁMSKEIÐ: Fyrir stráka og stelpur á aldrinum 4-8 ára, starf- rækt mánudaga - föstudaga kl. 09.30 -12.00. ÍÞRÓTTASKÓLI: Fyrir stráka og stelpur á aldrinum 5-11 ára, starfræktur mánudaga - föstudaga kl. 13.15 -15.30. Verð fyrir námskeiðið er 2.000 kr. fyrir þá sem voru á því fyrsta en 3.000 kr. fyrir þá sem eru að byrja. Innifalið í þátttökugjaldi er grillveisla, viðurkenning og uppskeruhátíð. Meðal þess sem er á dagskrá: íþróttir, gönguferðir, skoðunarferðir, leikir o.fl. Uppfc^ja^ ***** ^ a\b Vra'kV.o sem 'n^'a a ° útiveru 03 E HEKLA Magnús með þrennu KFS heimsótti lið Léttis í síðustu viku. Búist var við spennandi leik, þar sem liðunum var spáð ofarlega í deildinni. Leikurinn byrjaði af krafti og náði Yngvi Borgþórsson, leikmaður KFS, því einstaka atriði að fá gult spjald, skora síðan og loks fá rauða spjaldið, á fyrstu 15 mínútum leiksins. Eftir hálftíma leik var staðan orðin 0-4, og sigurinn því í höfn. Lítið markvert gerðist í seinni hluta leiksins og endaði leikurinn 1-5. Mörk KFS: Magnús 3, Heimir 1 og Yngvi 1. Bestu menn KFS voru þeir Magnús, Heimir og Rúnar. Annar flokkur kvenna á sigurbraut Eyjastelpur heimsóttu FH-inga í Kaplakrika á þriðjudaginn og tóku þær heimamenn í bakaríið og sigruðu, 1-6. Mörk IBV í leiknum skoruðu þær; Jóna H.2, Hind 1, Hrefna 1, Hjördís 1 og Hanna 1. Þríðji flokkur karía burstaði Eyjastrákar fengu lið Stjörnunnar í heimsókn og burstuðu þeir gestina, 11-0. Mörk IBV í leiknum skoruðu þeir; GunnarH. 6, Atli 2, Bjami 1, Olgeir 1 og Einar H. 1. Fyrstu bikar- leikir meist- araflokkanna verða í kvöld Eyjamenn sækja iið Aftureldingtu' heim í 32-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins og hefst leikurinn kl.20:00. Hér í Eyjum fá Eyja- stúlkur lið ÍA í heimsókn og hefst leikur þeima kl.20:00 Margt spennandi framundan Laugardagur 20.júní kl. 12:00 2.0.kv ÍBV - Haukar Sunnudagur 21 .júní kl. 14:00 3.deild Bnini - KFS kl. 14:00 3.fl.ka ÍBV-ÍBK Mánudagur 22.júníkl.20:00 2.0.ka ÍBV - Fylkir kl. 17:00 4.B.ka ÍBV - ÍR Þriðjudagur 23júní ki.20:00 mO.kv KR - IBV Miðvikudagur 24.júní kl.20:00 mO.ka ÍBV - Grindavík Kylfingar Munið Jónsmessumótið í golfi á laugardag kl. 14. Lokaskráning annað kvöld kl. 20.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.