Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.1998, Síða 8
8
Fréttir
Fimmtudagur 16. júlí 1998
Helga Hauksdóttir var fulltrúi hjá sýslu-
manninum í Vestmannaeyjum í fjögur ár
og settur sýslumaður í tvo mánuði frá því
að Georg Kr. Lárusson var skipaður
lögreglustjóri í Reykjavík. Helga lét af
störfum sýslumanns 30. júní síðastliðinn
og hóf störf hjá vamarmálaskrifstofu
utanríkisráðuneytisins í Reykjavík 1. júlí.
Foreldrar Helgu eru Haukur Pálmason
aðstoðarrafmagnsstjóri í Reykjavík, en
móðir hennar heitin var Aðalheiður
Jóhannesdóttir og var lengst af ritari hjá
Orkustofnun. Helga er gift Hafþóri
Þorleifssyni þjónustu- og verðbréfafulltrúa
íslandsbanka í Eyjum
Þegar Helga var spurð að því hvort hún
vildi líta yfir farinn veg æskunnar og
ferðalagið með Vestmannaeyingum
undanfarin fjögur ár, tekur hún því
ljúfmannlega, en segist þó ekki vera mikið
fyrir að tala. Henni láti þögnin ágætlega,
þó sé hún til í að láta reyna á málið.
Á hvað ertu að glápa
Við setjumst inn á skrifstofu em-
bættisins við Heiðarveginn og stórt og
mikið skrifborð á milli. Ég lít á
tölvuskjáinn hjá henni og spyr hana út
í skjámyndina (screen saverinn), sem
er hið fjölbreytilegasta röraverk að
raðast upp á nýjan hátt með ákveðnu
millibili og spyr hvort þessi mynd sé á
einhvem hátt lýsandi fyrir hana.
„Mér finnst hún bara flott og gaman
að horfa á hana. Þetta er mikil óreiða
en um leið mikil regla. Þetta er
kannski martröð tengdapabba, en
hann er pípari," segir hún og hlær.
"Hins vegar var ég með aðra skjá-
mynd sem fulltrúi sýslumanns, en það
var texti sem rann yfir skjáinn, hvar
stóð: „Á hvað ertu að glápa". Þetta
var ekki hugsað sem orðsending til
mfn, heldur frekar til annarra."
Ég spyr hana hvort umhverfið á
skrifstofunni verði ekki til þess að
yfirvaldið verði persónunni Helgu
Hauksdóttur yfirsterkari. „Það skiptir
engu máli. Ég get alveg kúplað mig út
úr sýslumanninum þó að ég sitji á
skrifstofunni í viðtali."
Góð ár í Breiðholtinu
Helga er fædd og uppalin í Reykja-
vík, en fluttist snemma í Breiðholtið
eftir að hafa búið í Hlíðunum. „Ég er
Breiðhoitsvillingur," segir hún og
hlær, en dregur svo í land. „Reyndar
voru þessi ár mjög góð hjá mér. Ég
segi þetta vegna þess að Breiðholtið
hafði þetta orð á sér á sínum tíma. Ég
er yngst af þremur systkinum og
fjölskyldan flutti í Breiðholtið þegar
ég var fimm ára. Þá er hverfíð að
byggjast upp og er meira og minna
fokhelt og umhverfið ekkert sérlega
aðlaðandi. Það flutti mikið af
barnafólki þama upp eftir og mikið
um félagslegar íbúðir og fólk með alls
konar bakgrunn. Við fluttum inn í
raðhús sem lengi var verið að klára.
Ég var í Fellaskóla sem var þá
fjölmennasti bama- og gmnnskóli
landsins með um fjórtán hundruð
nemendur. Ég segi þetta núna vegna
þess að ég veit hvemig í pottinn er
búið og skýrir hvers vegna var svo
mikið líf og tjör í hverfinu. Ég var
hins vegar ekkert að spá í það á þeim
tíma. I dag er þetta mjög gróið hverfi
eins og hvert annað í Reykjavík.
Breiðholtið fyrir mér var bara hverfi
sem ég bjó f og var kannski ævin-
týraheimur, en ég minnist þess ekki að
hafa upplifað það sem slíkt."
Tílbúið undir tréverk
Hvemig upplifðir þú þessi æskuár?
„Það sem ég man einna best eftir er
að við fluttum inn í húsið tilbúið undir
tréverk. Það vantaði allt inn í það og
við borðuðum í þvottahúsinu um tíma.
Mér leiddist þetta allt frekar mikið og
leiddist að fara með foreldrum mínum
í búðir að kaupa flísar, teppi og parket
og guð má vita hvað. Fyrir utan það
að á þessum árum 1974 og þar á eftir
vom búðir ekki opnar á laugardögum
eða frameftir svo að þetta varð að
gerast á milli fimm og sex á virkum
dögum. Þá er fimm ára krakki orðinn
þreyttur."
Helga segist samt ekki hafa verið
erfiður krakki, heldur frekar róleg að
eðlisfari og viðráðanleg. „Mamma
var líka vön að segja það að ég hafi
verið besta bamið hennar. Nei ég segi
þetta bara til að stríða systkinum
mínum. En það er nokkur aldurs-
munur á okkur. Bróðir minn er sex
ámm eldri og systir mín er ellefu ámm
eldri. Hins vegar höfum við færst
miklu nær efrir því sem árin hafa liðið.
Þannig að við eigum miklu meira
sameiginlegt ntina."
Varstu svolítil dekurrófa samt?
„Já frá þeim sjónarhóli að ég var
langyngst, en það var ekkert gerí upp
á milli okkar systkinanna. Ég var hins
vegar lengi vel ein heima hjá þeim en
hafði vit á því að láta ekki ofdekra mig
eða nýta mér það til framdráttar að
foreldrar mínir voru orðin fullorðnir
og ég ein eftir heima. Ég var með-
vituð um þetta og hefði kannski getað
vafið þeim um fingur mér, en ég gerði
það ekki."
Ge! alveg þagað með fólki
Helga fór í Menntaskólann í Reykja-
vík, þrátt fyrir að Fjölbrautaskólinn
væri í nágrenninu og Menntskólinn
við Sund miðja vegu. Hún segir hins
vegar að hana hafi ekki langað í
áfangakerfið og hafi ekki litist á MS.
„Pabbi var í MR og það getur verið að
það hafi haft áhrif á ntig."
Ertu þá svolítil pabbastelpa?
„Ég er pabba og mömmu bam og
hef alltaf verið mjög nátengd þeim, en
þau tömdu okkur systkinunum
sjálfstæði. Ég er töluvert fyrir það að
vera ein og var það oft sem krakki og
kunni því ágætlega. Ég er ekki týpa
sem tala og tala endalaust um ekki
neitt. Ég get alveg þagað með fólki og
oft í hópi get ég alveg hlustað. Að
sjálfsögðu legg ég líka til málanna, en
ég er ekki málglöð að eðlisfari. En ef
mér finnst ég þurfa að segja eitthvað
þá geri ég það. Ég hef yfirleitt skoð-
anir á hlutum, en oft finnst mér það
takmarka ntig mikið, ef ég ætla að
rnynda mér skoðun á einhverju og hef
ekki allar upplýsingar sem sem liggja
fyrir. Þá vil ég heldur þegja en að
mynda mér skoðanir sem ekki eru á
rökum reistar. Ég held að það sem
veldur þessu sé kannski lögfræðing-
urinn því þetta er eitthvað sem hefur
komið á seinni árum. Þetta hangir
hins vegar ágætlega sarnan við ró-
lyndið og sjálfstæðið. Ég er hins
vegar ekki ófélagslynd, en líkar hins
vegar ágætlega að geta verið ein með
sjálfri mér, eða ein með einhverjum
sem ég get þagað með."
Praktísk í hugsun
Helga segist hafa valið lögfræðina af
handahófi þó hafi verið ofarlega í
huga hennar að fara í eitthvað
praktískt nám svo að hún gæti séð vel
fyrir sér og sínum í framtíðinnni. Hún
segist hafa fallið á fyrsta ári í
lögfræðinni, eins og svo margir, en
eitthvað sat þó í henni að þetta gæti
verið áhugavert fag, svo hún fór aftur,
en með allt öðru hugarfari. „Ég er
praktískt þenkjandi og tók námið
föstum tökum og lagði mjög mikla
vinnu á mig og það var allt þess virði.
Það var alltaf óttinn við þessa fallgrýlu
í almennu lögfræðinni á fyrsta ári og
vitneskjan um að þetta væri allt svo
leiðinlegt. Ég held að það hafi
hamlað mér í byijun. Hins vegar er ég
mjög samviskusöm að eðlisfari og það
hjálpaði mér mikið. Ég er ekki ánægð
með sjálfa mig öðru vísi."
Er eitthvað mótvægi í persónuleika
þínum við þessa praktísku konu?
,Jú öiugglega en ég hef bara aldrei
hugsað út í það. Ég hugsa að það séu
andstæðir pólar í öllum. Ég er mikill
ruslasafnari eins og ég kalla það. Það
er að segja ég hendi ekki því sem ég er
hætt að nota, en kannski er það bara
praktískt líka. Ég hef reyndar öðlast
nokkra leikni í því á þessum árum í
Eyjum að henda hlutum, vegna þess
að ég flutti fjórum sinnum á þessum
tíma og þá hefur maður tilhneigingu til
þess að henda hlutum."
Er mjög heimakær
Helga segist ekki eiga mörg
áhugamál. ,Lg stunda þolfimi, sem er
líka ntjög praktískt og hlusta á tónlist.
Ég lærði líka á píanó og fiðlu þegar ég
var krakki, en hef ekkert haldið því
við, en lærði að meta tónlist fyrir
vikið. Mér finnst gantan að horfa á
bíómyndir og vídeó. Ég er líka mjög
heimakær og ef ég vil slappa af, vil ég