Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.1998, Síða 16
Frétta-og auglýsingasími: 481-3310 * Fax 481-1293
Vel heppnaður Sparisjóðsdagur
Sendibílaakstur innanbæjar.
Vilhjálmur Bergsteinsson
smmeAmtm
*481-2943,
* 897-1178
Lifsins
bjargræfli á
Heimaey
í tilefni af 30 ára afmæli
vatnsleiðslunnar milli lands og
Eyja mun verða opið hús hjá
Bæjarveitum Vestmannaeyja á
sunnudaginn 19. júlí nk. kl. 13:00
-16:00.
Þar gefst Vestmannaeyingum gott
tækifæri til þess að kynna sér
starfsemi Vatnsveitunnar í máli og
myndum og ekki síst sögu lagn-
ingar leiðslunnar frá lindinni tæru í
landi Syðstu-Markar undir Eyja-
fjöllum yfir fúamýrar og svarta
eyðisanda Landeyja, úfínn og
mismildann álinn milli lands og
Eyja, þar til landi er náð í
mannlífsvininni sem Heimaey er.
Er hér skorað á Vestmannaeyinga
og gesti að kynna sér þetta
bjargræðismál Vestmannaeyja og
þiggja léttar veitingar í leiðinni.
Sérfræðingar á vegum flughers
Bandaríkanna hafa verið í
Vestmannaeyjum undanfarna
daga við rannsóknir á flug-
brautinni.
Þeir eru aðallega að kanna ör-
yggisþætti sem þurfa að vera í lagi
við lendingu flugvélarinnar sem
ferja mun Keikó yfir Atlansála.
Meðal þeirra þátta er burðargeta
flugvallarins. Sérfræðingar þessir
hafa verið við kjamaborun á
flugvellinum og kannað malbiks-
lagið, en engar niðurstöður hafa litið
dagsins ljós enn þá. Það er Jim
Kurvis sem hefur umsjón með
þessum rannsóknum.
Þessir menn munu síðan gera
tillögur sem lagðar verða fyrir
Pentagon sem tekur endanlega
ákvörðun um það hvort flug-
völlurinn standist kröfur.
Furðudýr sjávarins
Hugvöllurinn
kannaður
Frón matarkex................
Frón súkkulaði Marie kex
Lilian Fourré kex 300 gr. .
Choco Cookies kex.............
Sælusnúðar Kexsmiðjan...
Kanelsnúðar Kexsmiðjan.
Verð nú áður
149,-
117,- "TSV
99,-
149,- ~194^.
, 198,- '266*
, 189,- "254yA.
Síðastliðinn laugardag var
útivistardagur Sparisjóðs
Vestmannaeyja haldinn í
blíðskaparveðri og fjöl-
menni í göngugötunni
Bárustíg. Margt stóð gestum
til boða þennan dag. Má þar
nefna krakkahlaup í fjórurn
aldurshópum, gönguferð undir
leiðsögn Arnars Sigur-
mundssonar, þar sem rifjuð
var upp saga nokkurra húsa.
Einnig var hægt að taka þátt í
knattspyrnuþrautum sem
peyjar út ÍBV stjórnuðu. Að
lokum var öllu santan rennt
niður í mikilli grillveislu í boði
Sparisjóðs Vestmannaeyja og
hiðu börnin í ofvæni eins og
hér sést.
VÍK
FLUTNINGAR- VESTMANNAEYJUM
HulajUM laaltLl |u>g| Jm Ifffáfl MM
MgNfariwwnvvnoiuiiufMiört
Vöruafgreiðsla
SkHdlngavogl 4 Sínl 481 3440
Vöruafgreiðsla ■ Reykjavik
JUkriflufnlagar Höðlnsgötu X
Sánl 581 8030
í heimsókn í blíðunnl
Á þriðjudaginn þegar menn voru
við vinnu við höfnina fyrir neðan
FES-ið sáu þeir torkennilegar
lífverur í sjónum í miklu magni.
Amgrímur Magnússon, starfsmaður
Bæjarveitna, náði nokkrum eintökum
og kom með upp á Fiska- og nátt-
úrugripasafn til frekari greiningar.
Hafsteinn Guðfmnsson sjávarlíffræð-
ingur segir þetta seildýr sem eru mjög
frumstæð dýr. „Þetta er svokölluð
salpategund, en mér hefur ekki tekist
að greina hana nánar sökum anna.
Þessi dýr eru tígullaga og mynda
keðjur sem geta orðið 50 - 80 sm að
lengd. Þau æxlast með kynlausri
æxlun og geta haldið sér án þess að
reka mikið.“
Hafsteinn segir að hann hafi fundið
þessi dýr austur í Brimurð í síðustu
viku en annars hafi hann aldrei séð
þessi dýr við Eyjar áður. Um veru
þeirra hér sagðist hann ekki geta sagt
neitt, en hugsanlega væm þau
áberandi nú vegna góðrar tíðar.
Kristján Egilsson forstöðumaður
Fiska- og náttúrugripasafnsins segir
að hann hafi sett nokkra samhangandi
einstaklinga í fötu hjá sér og ekki
annað að sjá en að þeir uni vistinni
bærilega.
Kristján Egilsson
kannar kvikindíð. sem
erseildýrsemerumjög
frumstæðdýr.