Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 15.10.1998, Qupperneq 9

Fréttir - Eyjafréttir - 15.10.1998, Qupperneq 9
Fimmtudagur 15. október 1998 Fréttir 9 Námskeið um örnefni í Vestmannaeyjum og sögu Eyjanna Eins og sl vetur mun Skólaskrif- stofa Vestmannaeyja gangast fyrir námskeiði þar sem fjallað verður um sögu Vestmannaeyja og tengsl hennar við ömefni Eyjanna. Ólafur Týr Guðjónsson, framhaldsskólakennari mun sem fyrr annast kennsluna á námskeiðinu og umsjón með því. í hverri kennslustund er ætlunin að taka fyrir ákveðið viðfangsefni, sem tengist mannlífinu í Eyjum fyrr á tímum og fjalla um það í sem víðustu samhengi. Arnór bakari og Vöruval bjóða til Skóla- bakarís Sunnudaginn 18. október hefst kynningarátak í bakaríum um land allt sem fengið hefur nafnið Skólabakarí. Atakið er á vegum Landssambands 1 bakarameistara og Samtaka iðnaðarins. í Vestmannaeyjum verða það Vöruval og Arnór bakari sem taka þátt í verkefninu. Samhliða kynningu á hollu skólanesti hafa bakarameist- j arar sameinast um útgáfu á 50 króna brauðpeningi sem gildir sem afsláttur á þeirri vöru sem j bakaríin kynna að þessu tilefni. Brauðpeningar þessir munu fylgja næstu sunudagsútgáfu Morgunblaðsins og munu verða fáanlegir í Vöruvali í Vestmannaeyjum þegar átakið hefst. Andvirði útgefínna brauðpeninga er um 60 milljónir og koma til með að fást í viðkomandi Skólabakaríum. Brauðpeningar eiga sér langa sögu á Islandi eða allt frá síðustu aldamótum til ársins 1930. A þeim tíma tóku | bakarar við mjölsekkjum og aflientu brauðpeninga á móti. Einn brauðpeningur gilti þá til kaupa á einu brauði og verður svipuð regla viðhöfð í tengslum við þetta átak. Ymsir fróðleiksmolar um brauð og bakarastéttina eru á bakhlið peningsins og verður viðskiptavinum boðið að taka ! þátt í léttuin verðlaunaleik. Dregið verður úr innkonmum brauðpeningum í beinni útsendingu á Bvlgjunni og hljóta fímmtíu heppnir nemendur veglega vinninga frá Skátabúðinni, Mjólkusamsölunni, Sól- Víkingi og bakarameisturum. (Fréttatilkynning) Nokkur verkefnavinna er fyrirhuguð, en fyrst og fremst er ætlast til opinna umræðna og skoðanaskipta Að þessu sinni verður bryddað upp á þeirri nýlundu að bjóða upp á framhaldsnámskeið, þar sem reynt verður að kafa dýpra í afmarkaða þætti sögunnar eða tiltekinna flokka ömefna, allt eftir áhuga þátttakenda. Nauðsynlegt er að þátttakendur á framhaldsnámskeiðinu hafi lokið gmnnnámskeiði frá því í fyrravetur eða hafi til að bera haldgóða almenna þekkingu á sögu eyjanna. Námskeiðin hefjast í lok október og verður kennt í Bamaskólanum, eitt kvöld í viku á hvom námskeiðinu, 2 klst. í senn, í 6 vikur og er gert ráð fyrir því að þeim ljúki í byrjun desember. Að öðm leyti er vísað til auglýsingar á blaðsíðu 7 í blaðinu í dag. Herjólfur í slipp til Danmerkur Fagranesið kemur á mánudag Nú er Herjólfur farinn í slipp til Danmerkur og var síðasta áætlunar- ferð hans, milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar, á þriðjudaginn var. Áætlað er að skipið komi aftur til Vestmannaeyja föstudaginn 6. nóv- ember og fari í áætlun laugardaginn 7. nóvember n.k. Á meðan Herjólfur er frá mun m/s Fagranes sigla milli lands og Eyja þannig þó, að fyrsta áætlunarferð skipsins verður frá Vestmannaeyjum mánudaginn 19. október kl. 8.15 og frá Þorlákshöfn kl. 13.00 og síðasta áætlunarferðin verður miðvikudaginn 4. nóvember. Athugið að áætlun Fagranessins er þessi: Alla daga vikunnar frá Vestmannaeyjum kl. 8.15 og frá Þorlákshöfn kl. 13.00. Það em vinsamleg tilmæli okkar hjá Herjólfi að viðskiptavinir hafi samband við skrifstofuna og leiti frekari upplýsinga, sérstaklega með tilliti til þess að mjög er takmarkað pláss fyrir bíla og að í Fagranesinu eru engar kojur. Það er von okkar að þessi tilhögun komi sem minnst að sök og að allir taki tillit til þess að hér er um tímabundna ráðstöfun að ræða og að verið er að reyna að leysa málið eins vel og kostur er. LESENDABRÉF - Saumaklúbburinn 4ever Kvöld ársins Lady's night Þar sem lítið hefur verið að gera í skemmtanalífmu í Vestmannaeyjum undanfarið hugsuðum við okkur gott til glóðarinnar þegar við í Sauma- klúbbnum 4ever sáum auglýsingu um Lady's night á Lundanum. Við ákváðum að fara og „sletta úr klaufunum“. Húsið var opnað klukk- an átta og við komum um hálf níu. Tekið var vel á móti okkur og öll umgjörð var mjög góð. Dagskráin átti að byrja klukkan níu en fólk lét bíða eftir sér og því var ekki hægt að byrja fyrr en en hálf tíu. (Gamla lagið á því). Tískusýningin frá Smart gekk vel. Síðan kom á sviðið eftirherma en það voru allar spenntar að sjá fata- felluna. Þetta var nú Lady's night. Þá loksins tilkynnir eftirherman að fatafellumar séu þrjár og séu í miklu stuði og með hann beinst.... Koma þá ekki fram á gólfið þrír ungir strákar frá Vestmannaeyjum. Við, á mínu borði, héldum að þetta væri grín og fórum að hlæja og klappa. En viti menn, þetta voru fata- fellurnar, bróðir vinkonu minnar, sonur bakarameistarans og ég gat ekki betur séð en einn væri skóla- bróðir minn. Það var eins og við hefðum fengið einn á kjaftinn. Aldrei höfum við verið niðurlægðar á þennan óskemmtilega hátt fyrr. Á meðan „sýningin" var í gangi stóð karlpeningurinn (starfsfólkið) á bak við barinn og hló og virtist skemmta sér konunglega. Það er ekkert við „fatafellumar“ að sakast, þeir stóðu sig vel en áttu bara ekki heima á Lady's night. Við fréttum það eftir sýninguna að fatafellan sem átti að koma og skemmta hefði ekki látið sjá sig. Það hefði átt að tilkynna það fyrir sýn- inguna því þá hefðum við vitað hverju við áttum von á en það var ekki gert. Við í Saumaklúbbnum 4ever höfðum það á tilfinningunni að það væri verið að gera grín að kvenfólki. Og við vomm ekki einar um það. F.h. Saumaklúbbsins 4ever, Jóna Jósepsdóttir. Eyja taxi Nýtt símanúmer 698 2038 (Aams(ccið í fconfektíieré »•••••• • • • • • • • • Halldór Kr. Sigurðsson konditor og bakari œtlar að vera með kennslu í danskri konfektgerð fimmtudaginn 12. nóvember nk. í Snótarhúsinu. Þetta er konfekt sem aldrei fyrr hefur sést á Islandi. Allt hráefni er innifalið. Námskeiðið tekur 2 klst. og kostar 1500 kr. pr. mann. Námskeiðin verðakl. 16.00,18.15, og 20.30. Tilvalið fyrir félög og önnur samtök kvenna. Efnœg þátttaka fœst lœkkar verðið. Nánari upplýsingar og pantani hjá Svövu ísíma 4813454 Tölvunámskeið Innritun er hafín á haustnámskeið Tölvuskóla Vestmannaeyja. 48 tíma grunnnámskeið þar sem kennt verður eftirfarandi: Windows 95 Word 97 Excel 97 Internetið Kennt er í Athafnaverinu í Vöruhúsinu og hefst námskeiðið laugardaginn 17. október. Nánari upplýsingar fást hjá Tölvun í síma 4811122 Skyndihjálp Rauðakrossdeild Vestmannaeyja gengst fyrir skyndihjálpamámskeiði fyrir 15 ára og eldri. Námskeiðið er 16 kennslustundir og hefst þriðjudaginn 20. október í Amardrangi við Hilmisgötu. Námskeiðið stendur yfir í 4 þriðjudaga frá kl. 20 - 23. Námskeiðsgjald er 4000 krónur fyrir almenning og 2000 krónur fyrir skólafólk. Þátttakendur fá skírteini um að þeir hafi lokið námskeiðinu sem gildir sem 1 eining í framhaldsskóla. Leiðbeinendur eru hjúkrunarfræðingamir Lóa Skarphéðinsdóttir og Guðný Bogadóttir. Nánari upplýsingar og skráning í síma 481 2044 (Lóa) og 481 3028 (Guðný) Upprifjunamámskeið Boðið er á upprifjunamámskeið fyrir þá sem hafa skyndihjálparskírteini sem era eldri en tveggja ára. Á upprifjunamámskeiði er farið í grandvallarreglur, endurlífgun o.ll. Þeir sem hafa áhuga láti skrá sig í næstu viku í síma 481 2044 (Lóa) og 481 3028 (Guðný). Rauðakrossdeildin í Vestmannaeyjum

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.