Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 15.10.1998, Page 10

Fréttir - Eyjafréttir - 15.10.1998, Page 10
10 Fréttir Fimmtudagur 15. október 1998 Vestmannaeyjar í augum gestanna að vestan N áttúruöflin kippa i -Starfsmenn Keikósjóðsins, afbrotafræðingurinn Andy Mcrea og jarðfræðingurinn Greg Andy Mcrea: Hamingja er bara orð í orðabók Andy Mcrea er Bandaríkjamaður og einn Ijölmargra sem unnið hafa að komu Keikó til Islands. Hann hefur verið í Eyjum síðastliðnar 12 vikur og komið að flestum þáttum sem varða Keikó og dvöl hans í Klettsvíkinni. En lífið snýst þó um fleira en Keikó út af fyrir sig og þess vegna var ákveðið að taka púlsinn á þeim bandarísku starfsmönnum sem hafa dvalið í Eyjum í sumar og niunu koma til með að starfa áfram í Eyjum í kringum háhyrninginn. Andy segist hafa verið á Islandi frá 19. júní til 25. júlí og missti þess vegna af Þjóðhátíð, eins og hann orðar það. Hann kom svo aftur tveimur vikum fyrir komu Keikó til Islands og hefur verið hér síðan. Andy fer svo í frí 1. nóvember, en kemur aftur í desember. Þegar þú lítur til baka Andy, hvernig er þetta ævintýri í minningunni? „Þetta verkefni hefur að sjálfsögðu verið ótrúlegt og reynslan ekki síðri. Bara að ferðast til ókunnugs lands og kynnast nýjum siðum og menningu hefur verið mik.il reynsla. Eg hef ekki ferðast mikið sjálfur um heiminn, en ég hef þó komið til Ítalíu, Hawaii og Mexico, en einungis í fríum. En að koma hingað til Eyja og vinna að þessu verkefni á sér enga hliðstæðu í lífi mínu. En fram að þessu hefur þetta verið stórkostlegt." Andy segir að hann hafi eignast marga vini í Eyjum þó að flestir þeirra tengist störfum hans. „Það eru kannski ekki mikil kynni af hinum almenna Eyjamanni, en þó hef ég eignast nokkra vini þar líka. Hins vegar hefur það verið erfitt á stundum að vera tjarri vinum og ættingjum í Bandaríkjunum." Eiginkona Andys er einn af þjálf- urum Keikós, en hún er í Banda- ríkjunum þegar þetta spjall fer fram. Andy segir að í upphafi hafi verið ákveðið að þau myndu vinna saman, en ákveðin upplausn hafi verið komin í hjónabandið, og reyndar áður en þau komu til íslands svo að þau ákváðu að vera á sitt hvorum tímanum hér á landi. „En við erum að vinna í okkar málum eins og þar stendur. Ég vil samt ekki segja að Keikóverkefnið hafi valdið skilnaði okkar, vegna þess að þetta hafði legið í loftinu áður.. En ég veit ekki hvort við eigum að ræða þetta frekar, en þetta er hluti af mannlífinu og það sem maður er að kljást við hér í Eyjum. En varðandi vinnu rnína þá er hún í góðu lagi, en ákveðin leiðindi fylgja ávallt skilnaði eins og gengur.“ Fjölbreynur starfsferill Hvemig atvikaðist það að þú fórst að vinna hjá Free Willie Keiko sjóðnum? „Konan mín var að vinna sem þjálfari Keikós og í framhaldi af því var mér boðin vinna hjá sjóðnum. Ég var í öllu sem til féll í safninu í Newport, allt frá byggingavinnnu til köfunar. Sjálfur er ég menntaður í atbrotafræðum, en hef unnið sent slökkviliðsmaður fasteignasali, fram- kvæmdastjóri, sölumaður og síðast- liðin tvö ár hef ég unnið í kringunt Keikó og er farinn að þekkja hann all sæmilega. Þó að ég hati ekki verið í þjálfarahópnum, þá er ég lærður kafari og kenndi köfun í Banda- ríkjunum í þrjú ár.“ Gætir þú borið saman það samfélag sem þú átt rætur í og það samfélag sem þú hefur kynnst í Vestmanna- eyjum? „Vestmannaeyjar eru mjög opið og vingjamlegt samfélag. Ég er fæddur í Seattle, sem er stórborg, flutti svo til Hawaii, þar sem búa unt 80 þúsund manns en margfalt fleiri ferðamenn koma þangað á hverju ári en nemur íbúatölunni þar. Þaðan flutti ég til Newport, þar sem aðeins búa 10 þús- und manns og telst því smábær á bandarískan mælikvarða. Það var mjög auðvelt að kynnast fólki þar en það var hins vegar mikill ferða- mannaiðnaður í kringum Keikó og þá áég við bandaríska ferðamenn. Efég gekk yfir bílastæðið við sædýrasafnið þar sem Keikó var vakti það mér alltaf jafn mikla furða að sjá hversu fjölbreytt skrásemingamúmer bílanna voru þar. Þeir voru alls staðar að úr Bandaríkjunum. Þó var einn og einn Japani eða Evrópubúi í hópnum. Hérna er ég á lítilli eyju og lítið um ókunnuga. Maður gengur eftir götun- um og sér alltaf sama fólkið, en alit þetta fólk er mjög svo vinalegt svo manni tinnst einhvem veginn að maður sé eins og heima hjá sér. Þannig að gegnum lífið hef ég alltaf lent á minni og minni stöðum og kann alltaf betur og betur við það. Þess vegna hugsa ég stundum að ég muni líklega aldrei fiytja aftur til Seattle, kannski í einhvem stuttan tíma á ári, en ekki til þess að setjast þar að. Ferðamönnum mun fjölga Sérðu fyrir þér að Vestmannaeyjar eigi eftir að verða þessi þúsunda manna ferðamannaeyja? „Nei það held ég ekki, en næsta sumar held ég að ferðamönnum eigi eftir að tjölga mikið. Það fer hins vegar eftir því hvemig Evrópubúar munu bregðast við vem Keikós héma en einhver aukning hefur verið það sem af er þessu ári. Einnig er þetta spurning um það hvemig fjölmiðlar í Evrópu munu fylgja þessu eftir. Ég er ekki viss um að Evrópubúar muni koma til íslands bara vegna Keikós, en ef þeir koma til íslands á annað borð yrðu þeir vísir til að gera sér sérstaka ferð til Vestmannaeyja í stað þess að fara eitthvað annað um landið. Alla vega mun Keikó auka ferðamanna- strauminn, en hversu mikið verður framtíðin að leiða í ljós.“ Andy segist ekki hafa vitað neitt um ísland hvað þá Vestmannaeyjar áður en hann kom og hann hafi rennt blint í sjóinn þegar ákveðið var að hann kæmi til Islands. „Bandaríkjamenn em miklu sjálfhverfari en Evrópubúar og fólk í Evrópu er miklu meðvitaðra um heiminn. Island er ekki heldur það mikið í fréttum í Bandaríkjunum, svo ég vissi ekki mikið um hvað væri að ske á Islandi nema það sem Jeff hafði sagt mér, en hann hafði komið hingað fyrir tíu ámm, en það hefur mikið vam runnið til sjávar síðan. En það var hins vegar ánægjuleg undrun sem fylgdi því að koma til íslands. Þegar ég kom til Reykjavíkur á föstudegi var dagur alla nóttina og fólk var að skemmta sér í miðbænum fram á nótt og það var góð tilfinning. Svo kom ég til Eyja og móttökurnar voru stórkostlegar." Hvemig líður svona venjulegur dagur hjá þér í Vestmannaeyjum ? „Ég á einn frídag í viku. svo að fyrri hluti frídagsins fer yfirleitt í að sofa. Ég er ekki á næturvöktum, en fer venjulega til vinnu klukkan hálf sex á morgnana og er í vinnu til sex eða sjö á kvöldin, svo maður er nokkuð þreyttureftirdaginn. Utan vinnutíma er ég mikið á netinu og sendi tölvupóst til vina og vandamanna, þvæ þvottinn minn og geri það sem snýr að húshaldi. En þegar ég á frí hittumst við á einhverjum veitingastað og eigunt góðar stundir saman. Einnig hefur mér verið boðið að koma á körfuboltaæfingar, en það er Banda- ríkjamaður sem þjálfar körfuboltalið ÍBV. Hins vegar hef ég ekki getað það fram að þessu vegna þess að ég hef alltaf verið að vinna á þeim tíma. Að minnsta kosti er nóg við að vera ef áhugi er fyrir hendi. Eg hef talað við þá hjá Björgunrfélaginu um að gerast félagi í því og æfa með |>eim og einnig að komast í slökkviliðið og það hefur verið tekið vel í það og allir mjög vingjarnlegir. Hins vegar hef ég kynnst flestum í gegnum vinnu mína hér og mönnum sem hafa komið að Keikóævintýrinu. En það er ekki mikill tími til þess að skemmta sér." Hefur veðrið í Vestmannaeyjum komið þér á óvart? „Ég hef reyndar aldrei lent í jafn miklu óveðri og varð hér um daginn þegar lyftan á kvínni fór til fjandans. Það er alveg sama hversu mikið maður les eða horfir á sjónvarp, maður verður að vera á staðnum til þess að finna hvernig þetta er. En ég elska móður náttúru þegar hún verður illskeytt og naut þess að vera á kvfnni þessa óveðursnótt.“ Hvers konar ást er þetta? Ertu að tala um einhvers konar ögrun við náttúruöflin? „Nei, þetta er ekki spuming um að vera í einhvers konar stríði við náttúruna. Það sent ég á við er kannski að maðurinn telur sig hafa öll völd og að hann geti ráðið við allt. Maðurinn getur byggt skýjakljúfa, kjamorkusprengjur og farið til tunglsins, og fjarlægra stjama en samt er hann ósköp lítill í þessu móverki öllu. Náttúran kippir fólki niður á jörðina þegar hún er í sínum versta hant og vekur það til umhugsunar um að það er bara lítið sandkom í al- heiminum." Er Keikó hamingjusamurP En hvemig finnst þér Keikó hafa það í kvínni. Finnst þér hann hamingju- samur? „Það eru margir sem spyrja þessarar spumingar og yfirleitt svara ég henni ekki. Ég er nú ekki á því að gefa hvölum ntannlega eiginleika. Það er jafnvel stundunt erfitt að heimfæra mannlega eiginleika upp á manninn sjálfan. Hvað er hamingja nema eitt orð í orðaforða manna. Samt tel ég að honum líði betur hér heldur en í Newport. Það er hins vegar einn meginmunur á og hann er sá að Keikó er miklu kvikari hér og hagar sér eins og hann sé nær sjálfum sér og eðlilegri. Ef það er hantingja þá er hann hugsanlega hamingjusamari." AÐALFUNDUR EYVERJA Aðalfundur Eyverja, félags ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, verður haldinn í Asgarði við Heimagötu, föstudaginn 30. október nk. kl. 18.00. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Félagar og velunnarar eru hvattir til að mæta. Stjórn Eyverja. Leiðrétting á upplýsingariti Eyverja 1998: Atli Aðalsteinsson, Túngötu 7, Farsími.896 3473

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.