Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1998, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1998, Blaðsíða 4
4 Fréttir Sunnudagur 20. desember 1998 Yfirmeðaltali í dagbók lögreglu voru 210 færslur í liðinni viku. Er það öllu meira en venjulega og skýrist m.a. af því að þetta yfirlit er tveimur dögurn lengra en venjulega og eins hefur umferðarlagabrotum fjölgað. Alls var 31 ökumaður kærður í vikunni vegna brota á um- ferðarlögum. Flestir vegna van- rækslu á að nota bílbelti við akstur, eða 14. Á dögunum var sagt frá því í Fréttum að lögregla hygðist herða aðgerðir gegn þeim sem legðu ökutækjum ólöglega. Er það nú að koma í ljós því að 12 kærur voru vegna slíkra brota. Úsættiíheimahúsí Þrátt fyrir að aðventan sé bið- og friðíirtími kemur fyrir að slettist upp á vinskapinn milli manna. Eitt slíkt atvik kom upp um helgina en þá var líkamsárás kærð til lögreglu og var þar unr að ræða ósætti í heimahúsi. Ekki var um alvarleg nreiðsl að ræða. Brutustinná Hertogann Aðfaranótl þriðjudags varð nætur- vörður á Hótel Þórshamri var við umgang inni á veitingahúsinu Her- toganum og gerði lögreglu viðvart. Með hjálp næturvarðarins gómaði lögreglan tvo menn senr brotist höfðu inn og voru báðir við skál. Þeir höfðu valdið minniháttar skemmdum. Skemmdujólaseríu Bærinn er fagurlega skreyttur á jólaföstu, tlestum lil ánægju og gleði. Þó ekki öllum því að á sunnudag var lögreglu tilkynnt að búið væri að eyðileggja jólaseríu við Vestmannabraut og óskar lögregla eftir upplýsingum um málið. Úlpustoliðá sjúkrahúsínu Starfsmaður á sjúkrahúsinu upp- götvaði, er hann hugðist dag einn í síðustu viku fara í skáp sinn og taka þar úlpuna sína, að hún var horfin. Hafði einhver óboðinn farið inn í búningsaðstöðu starfsfólks og numið úlpuna á brott. Þetta er Helly Hansen úlpa, rauð og svört útivistarúlpa. Þeir sem eitthvað vita um úlpuhvarFið eru beðnir að hafa samband við lögreglu. Gangiðvarlegaum gleðinnardyrá aðventunni Nú eru framundan aðalumferðar- dagarnir fyrir jól. Lögregla vill konta því á framfæri að áfram verður verið með sérstakt átak vegna umferðarlagabrota og er fólk hvatt til góðrar reglusemi á því sviði svo að ekki þurfi að koma til sekta. Þá vill lögregla senda bæjarbúum sínar bestu jólakveðjur og hvetur fólk til að fara varlega í neyslu vímuefna, sérstaklega um hátíðimar, þannig að jólahátíðin megi fara sem best fram. BælarsQóri klippir á borða á Tanganum Hin nýinnréttaða og endurskipu- lagða varslun KA á Tanganum var opnuð formlega á fímmtudaginn í síðustu viku. Þorsteinn Pálsson framkvæmda- stjóri KÁ hélt stutt ávarp og þakkaði starfsfólki og þeim sem unnu að breytingunum og vonaðist hann til að Vestmannaeyingar myndu nýta sér breytta og betri aðstöðu í versluninni. Að svo mæltu afhenti hann Guðjóni Hjörleifssyni bæjarstjóra blá skæri sem hann mundaði fimlega og með hverjum hann klippti á bláan borða að viðstöddu íjölmenni. Að loknum góð- um óskum bæjarstjóra og lófataki viðstaddra bauð KÁ viðskiptavinum og gestum upp á kaffi og rjómakökur. Lýstu allir yfir ánægju með breyt- ingarnar á versluninni sem miðar að því að auka svigrúm viðskiptavina til að nálgast vöruna. Með það í huga var kælinum, sem viðskiptavinir gengu í gegnum til að nálgast kæli- vöru, hent út og komið upp vegg- kælum í staðinn, þar sem fjölbreytt matvara bíður neytenda. Rekkum hefur verið fjölgað úr fjórum í fimm og öllum hillum skipt út, auk þess sem fatadeildin var stækkuð um helming. Einnig hefur verið komið upp bamahomi, með sjónvarpskjá og myndbandstæki, þar sem bömin geta unað sér meðan foreldramir versla. Guðjön hæjarstjóri mundar skærin og nýtur til bess aðstoðar Þorsteins framkvæmdastjóra. Til hægri á myndinni er Svanhildur Guðlaugsdóttir verslunarstjóri KÁ í Vestmannaeyjum. Heppnasti bekkur á Islandi er 4. SF í Hamarsskóla Vikuna 18. til 2. október efndu nokkur fyrirtæki til leiks með þátttöku grunnskóla landsins. Var Ícikurinn nefndur Skólabakarí '98. Það var hins vegar Arnór bakari í samstarfí við Vöruval sem sá um leikinn í Vestmannaeyjum. Leik- urinn fólst í því að bakarí um allt land gáfu út brauðpeninga sem eitt sinn voru notaðir hér á landi og voru ígildi skiptimyntar. Bakaríin gáfu út slíka peninga á ný sem giltu sem 50 kr. greiðsla upp í skólanesti. Þeir giltu einnig sem þátttökuseðlar í leik þar sem vegleg verðlaun voru í boði. Vinningar hafa nú verið dregnir út og á þriðjudaginn vom þeim heppnu nemendum í Vestmannaeyjum, sem þátt tóku í leiknum, afhent verðlaun sín. Annar vinningur, „Heppnasti bekkurinn á Islandi" kom í hlut 4. SF í Hamarsskóla (9 ára). í bekknum er tuttugu og einn nemandi, 13 drengir og 8 stúlkur. Fulltrúi heppnasta bekkjarins var Bjami B. Kristjánsson og fékk hann í verðlaun nestisbox og nesti með kókómjólk frá Skólabak- aríinu, svefnpoka frá Skátabúðinni, Gatorade íþróttaflösku og duft frá Sól- Víking og kassa af kókómjólk frá Mjólkursamsölunni. Þeir sem fengu 4. - 10. vinning voru Olga Möller 5-KM og Poule Marie Guðmundsdóttir 2-UR Bamaskóla Vestmannaeyja. Þeir sem fengu 11. - 20. vinning vom Helga Lilja Martinsdóttir 1-VB, Marta Möller 3-JÞ og Pálmar Möller 1-BS í Bamaskóla Vestmannaeyja. Á myndinni má sjá „Heppnasta bekk á fslandi 4-SF: Anna Ester Ottarsdóttir, Arnór Arnórsson, Birgit Rós Becker, Bjarki Þór Siguarðsson, Bjarni R. Kristjánsson, Dauíð Þorleifsson, Friðrik Þór Sigmarsson, Guðjón ðlafsson, Haraldur Pálsson, Kolbeinn Aron Arnarsson, Kristófer Már Trygguason, Louise Cristina á Kosini, Rakel úsk Guðmundsdóttir, Sindri Valtýsson, Tryggui Stein A- gústsson, Víðir Heiðdal Henonen og Þórhallur Friðriksson. Með peim á myndinni er Sigmar Georgsson í Vöruual, Suanhuít Friðpjófsdóttur um- sjónarkennari bekkjarins, Katrín L Magnúsdóttir, kennari og Arnór bakari. Á myndinar uantar Alexöndru Rut Sólbjartsdóttur, Elínu Arnardóttur, Eygló Dís Fríðriksdóttur og TönjuTómasdóttur. FRETTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Rútur Snorrason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur fretti r@eyjar. is. Veffang: http//www.eyjar.is/~freair. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn. Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. í Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á ReykjavíkurflugvelIi. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Isfélagið gaf í síðustu viku bæjarbúum kost á ókeypis sfld. Trausti Marinósson verkstjóri sem er til vinstri á myndinni, segir að boðið hafi staðið fimmtudag og föstudag og hafi margir nýtt sér það. „Fyrri daginn komu 43 og 33 sem ég vissi af seinni daginn og margir voru að sækja fyrir einn, tvo eða fleiri. Auk þess var ég ekki við allan tímann og þá hjálpuðu margir sér sjálfir. Ég gæti því trúað að hátt í 100 manns hafi komið og fengið sfld. Menn eru enn að hringja og athuga hvort nokkuð sé of seint að komast í sfldina. Því miður er hún búin í þetta skiptið. Það er því ljóst að sfld verður á borðum margra um jólin, reykt, söltuð og marineruð en þannig er hún sannkallað sælgæti.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.