Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1998, Blaðsíða 17
Sunnudagur 20. desember 1998
Fréttir
17
Alla í Borgarhól stiklar á stóru í langri og
viðburðaríkri ævi sem spannar tæp 80 ár
Aðalbjörg Jóhanna
Bergmundsdóttir er fædd
á Strönd í
Vestmannaeyjum í árslok
1919 og er því sjötíu og
níu ára gömul. Alla, eins
og hún er kölluð, hefur
ekki alltaf átt sjö dagana
sæla um ævina og þurfti á
yngri ámm að takast á við
lífið með fjölda bama, og
svo síðar er hún missti
fyrri eiginmann sinn,
Bemódus Þorkelsson, úr
krabbameini, 36 ára
gamlan. Alls átti hún
ellefu böm, en missti tvö
þeirra. Og nú em
bamabömin orðin tuttugu
og þrjú og langömmu-
bömin sautján.
Foreldrar Öllu vom Elín
Helga Bjömsdóttir, ættuð
frá Norðfirði, en faðir
hennar var Bergmundur
Ambjömsson frá Hvíld í
Vestmannaeyjum. Alla var
ein átta systkina og segir
hún að oft hafi verið mikil
fátækt á æskuheimili sínu,
en samt hafi þau alltaf haft
nóg að borða og föt að
klæðast. Systkini Öllu em
nú öll dáin nema tvær
systur sem enn em á lífi,
þær Asa og Guðbjörg.
Alla í Borgarhól. Ég man aldrei eftir að hafa verið í vondu skapi.
íforeldrahúsum
Alla segir að hún hafi átt mjög góða
foreldra, og minnist þeirra með hlýju
þó að fátæktin hafi verið mikil. Þar var
ein kolamaskína og eitt herbergi fyrir
utan eldhúsið. „Hins vegar fannst mér
alltaf miklu betra veður þá en er í dag.
Tvö systkini mín fengu berkla og fóru
á hæli, þessu fylgdu erfiðleikar, því að
pabbi varð að fara með og vera þeim
innan handar. Sem betur fer vorum
við hin það heppin að fá ekki berkla,
en það var mikil berklaveiki í Eyjum.
Ég ntan að á einu heimili dóu fjögur
böm úr berklum og mamma og pabbi
reyndu að verja okkur eins og þau
gátu. En margir, sem fengu berkla og
voru sendir suður á hæli til lækninga,
sneru aldrei til baka. Eins er mér ríkt í
minni þegar taugaveiki kom upp á
einu heimili í Eyjum árið 1924. Þá
fengum við krakkamir aldrei að fara út
og ég man að ég var að horfa út um
gluggann á hvítar göturnar sem voru
kalkaðar til sótthreinsunar. Einnig er
mér mjög minnisstætt þegar lfkkista
húsmóðurinnar stóð á hlaðinu við
húsið.“
Þetta sama ár fórst árabátur sem átti
að flytja héraðslækninn, Halldór
Gunnlaugsson, út að Gullfossi sem lá
við Eiðið og segist Alla muna það slys
vel.^
,jig man fljótt eftir mér og fannst ég
eiga afskaplega skemmtilega æsku og
fannst gaman að lifa. Mest fannst mér
þó gaman á jólum og ég man hvað ég
hlakkaði til að fá steikt kjöt á jólunum,
því að slfkt fékk maður aldrei annars,
en annar munaður vom epli og
appelsínur. Mér fundust þetta góðir
tímar. Það var hins vegar lítið um
jólagjafir. Það voru þá helst keni og
spil, eða mamma prjónaði á okkur
sokka og vettlinga. Annað var ekki til
jólagjafa. En eins og ég segi sé ég
æskuárin í mjög miklum ljóma, því
mér fannst svo gaman að vera til og
mér fannst líka alltaf vera svo gott
veður.“
Alla segir að þessi ár hafi svo liðið
eins og gengur og gerist, en hún hafi
farið mjög fljótt að vinna. „Ég fékk
ekki að vera í skóla nema fjóra vetur,
en langaði mjög að fara í
Gagnfræðaskólann, en það var því
miður ekki hægt og grét ég mikið út af
því. Mér fannst ég geta lært eins og
aðrir og langaði mjög mikið til þess.“
En önnur systkini þín, fóru þau
eitthvað í nám?
„Nei, það var enginn kostur á því,
en við vomm nú öll frekar vinnusöm
og dugleg. Það var dýrt að koma fólki
til mennta á þessum ámm, og ekki
nema á færi fárra.“