Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1998, Blaðsíða 30
30
Fréttir
Sunnudagur 20. desember 1998
Slysið
Það var eitt síðdegi í vikunni að
blaðamaður heimsótti Örn og
fjölskyldu hans, Anniku Guðnadóttur
konu hans, Þorstein Inga og
heimsætuna Sólveigu Öldu sem er
ekki nema tveggja ára. Heimili þeirra
er í rúmgóðri kjallaraíbúð við
Strembugötu þar semfjölskyldan hefur
komið sér vel fyrir. Sú stutta fer
mikinn, Annika kemur inn í spjallið
og er á stundum eilítið heitt í hamsi en
Örn situr eins og klettur í sínum stól.
Þéttur á velli, ekki laus við grimmd í
röddinni sem kannski er nauðsynlegt
við þessar aðstæður og ekki óalgengt
hjá sjómönnum. Ef ekki vantaði annan
handlegginn væri Örn ekki frá-
brugðinn öðrum sjómönnum, drekk-
andi sitt kaffi og til í spjallið og það
breytist ekki þegar hann fer að segja
frá sjálfu slysinu.
Það var 11. september að Danski
Pétur VE var að togveiðum undan
Grindavík. Veður var gott en trollið
hafði festst í botni. „Við hífum úr
festunni en hleramir komu upp saman.
Eg er búinn að lása úr, greiða úr
flækjunni og er að lása saman aftur
þegar þetta gerist," segir Örn þegar
hann er beðinn um að lýsa slysinu.
„Ég húkkast í splæsið á vírnum og
höndin og handleggurinn fara upp í
blökkina einn, tveir og þrír. Strákamir
átta sig strax á hvað hefur gerst. Slaka
á spilinu og losa mig. Ég var með fulla
meðvitund allan tímann og sá að allt
var í klessu inni í gallanum."
Gerðu allt rétt
Örn segir að strákamir hafi strax farið
með sig í skjól og að ráða ráðum
sínum. Fyrstu viðbrögð voru að kalla
á þyrlu og trollið var skorið aftan úr.
„Strákarnir stóðu sig vel,“ segir Örn
og vill hann þakka það að öll áhöfnin
hafði sótt námskeið Slysavarnaskóla
sjómanna. En einu vandamáli stóðu
þeir frammi fyrir, það var ekkert
morfín að hafa um borð. „Samkvæmt
reglum er bannað að hafa morfín um
borð í bátum af þessari stærð og ég átti
eftir að finna fyrir því,“ segir Öm.
Hvenær gerðir þúþér ljóst hvað þetta
var alvarlegt? „Ég j»erði mér strax
grein fyrir því. Eg sá hvemig
handleggurinn var inni í gallanum en
ég fann ekkert til þegar ég fór í
blökkina. En ég fór fljótlega að finna
til og jókst það með hverri mínútu.
Þarna vantaði illilega morfín sem er
alveg óskiljanlegt. Ég varð aldrei
viðþolslaus en þelta var slæmt á
köflum,“ segir Öm.
Um leið og þeir vom lausir við trollið
var siglt af öllu vélarafli til
Grindavíkur. Um leið var allt sett af
stað til að koma Emi til hjálpar. Þyrlan
stefndi til Grindavíkur og læknir fór út
á móti Danska Pétri með björgunarbát.
Áttu þeir stutt eftir til hafnar þegar
læknir kom um borð og var ákveðið
að halda til Grindavíkur þar sem
þyrlan beið. „Læknirinn gerði að
sámm mínum eins og hægt var. Þegar
kom að því að setja mig á sjúkrabömr
kom í Ijós að erfitt hefði verið að
koma mér út í þeim. Ég sá þá að það
var ekki um annað að ræða en að
standa upp koma sér út úr brúnni til að
leggjast á börumar. Ég gat þetta alveg
hjálparlaust en læknirinn varð svo
hissa að það munaði engu að ég yrði
að styðja hann,“ segir Örn og glottir.
„Mér var stungið inn í sjúkrabfi og
upp á fótboltavöll þar sem þyrlan beið
til að flytja mig á Sjúkrahús Reykja-
víkur.“
Tókómakíðaflækninum
Öm leggur áherslu á að strákarnir um
borð hafi á allan hátt bmgðist rétt við
aðstæðum og náð m.a. að stöðva
blóðrás en til þess þarfþekkingu þegar
heill útlimur fer af. „Ég var í góðum
höndum og þurfti t.d. ekki að gefa mér
blóð þegar ég kom á sjúkrahúsið. Svo
var ég alveg rólegur sjálfur sem hafði
örugglega sitt að segja. Mér leið betur
eftir að fékk morfínið og ég man eftir
öllu þangað til ég var svæfður. Þá
sagði ég við lækninn að hann yrði að
gera allt til að bjarga handleggnum."
Örn vissi það fyrirfram að þetta var
óskhyggja en það mátti reyna. „Um
leið og ég vaknaði vissi ég að það
hafði ekkert verið hægt að gera.
Læknirinn var þá mættur til að segja
mér tíðindin. Ég sá hvað honum leið
og tók af honum ómakið og sagði að
höndin væri farin."
Ákveðinn í að halda sínu
striki
Hvemig líður manni á besta aldri sem
allt í einu stendur frammi fyrir því að
hafa misst handlegg rétt neðan við
öxl? „Ég tók það strax í mig að engu
yrði breytt,“ segir Öm en þama grípur
Annika inn í. „Við vomm nýbúin að
setja íbúðina á sölu og stefndum á að
kaupa okkur einbýlishús og vomm
með nokkur í sigtinu," segir Annika
og bætir við: „Örn vildi halda sínu
plani en ég ekki en sennilega hefur
hann rétt fyrir sér. Við skuldum lítið í
þessari íbúð og höfðum dregið lengi
að setja hana á sölu.“
Þetta dregur athyglina að peninga-
málunum, hvemig standa þau mál hjá
ykkur? „Vinnslustöðin, sem gerir út
Danska Pétur, hefur reynst okkur vel.
Framhaldið er að öðru leyti óráðið.
Næst taka við örorkubætur sem eru
víst ekki til að hrópa húrra fyrir og svo
erum við að safna saman gögnum
vegna lífeyrissjóðsins. Lengra emm
við ekki komin í þessum frumskógi
skriffinnsku og reglugerða," segir Öm.
Draugauerkir
Hann finnur enn fyrir hendinni og
handleggnum þó hvoru tveggja sé
farið veg allrar veraldar. „Ég er með
það sem kallaðir eru draugaverkir.
Stundum er eins og verið sé að bretta
upp á hendina á mér, fletta upp
nöglunum eða ég er að brenna í
lófunum. Ég er með lyf sem draga úr
þessum draugaverkjum."
Hefur þú leitað til fólks sem hefur
orðið fyrir svipaðri reynslu og þú?
„Það var einn sendur á mig meðan
ég lá á sjúkrahúsinu. Hafði hann misst
handlegg eins og ég. Hann var gjör-
samlega óstöðvandi og ég var orðinn
hundleiður á honum áður en hann
hætti að tala. Hann var greinilega ekki
kominn yfir áfallið og mér fannst ég
betur undir það búinn að hugga hann
en hann mig. Það er nýbúið að stofna
félag fólks sem misst hefur útlimi en
ég hef ekki sett mig í samband við það
ennþá.“
Hvað um framtíðina?
„Næst fer ég í rannsókn og þá
kemur í ljós hvort þarf að lagfæra
beinið í stúfnum. Síðan liggur leiðin á
Reykjalund í endurhæfmgu. Hvað
lengi veit ég ekki en ég geri mér fulla
grein fyrir því að það er mikið eftir. Ég
er þó ákveðinn í hvernig lundaháf ég
ætla að fá mér til að fara með í
Suðurey næsta sumar. Þangað fer ég
því annars er ég sama sem dauður.
Annars þýðir ekkert annað en að vera
jákvæður. Stefnan er að fá sér tölvu og
fara á tölvunámskeið á meðan maður
áttar sig á stöðunni. Kannski maður
láti gantlan draum um að fara aftur í
skóla rætast. Það hefur bara allt breyst
og maður verður að skoða allt upp á
nýtt.“
Égágóðakonu
Öm segist hafa kannað með
gervihendi en hvernig hún verður á
eftir að koma í ljós. Sjálfur notar hann
tímann til gönguferða til að koma sér í
fornt en reyndar segir hann það
misjafnt hvort hann er í stuði til þess
eða ekki. Frá fyrstu mínútu hefur hann
ákveðið að gefast ekki upp og þó það
virki ekki trúlega segir hann að svona
eftir á að hyggja finnist sér eins og
fyrra slysið hafi gert hann hæfari til að
takast á við það seinna. „Það er
pottþétt að ég ætla að lifa eins eðlilegu
lífi og hægt er. Ég á líka góða konu
sem styður mig, allir í kringum mig
hafa verið mjög jákvæðir. Ég vil skila
þakklæti til allra sem studdu mig. Það
var einstakt að liggja á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur. Þar leið mér vel og
tíminn var fljótur að líða. Og þó
handlegginn vanti er enn af nógu að
taka," segir Öm að lokum og hlær. En
við skulum gefa Anniku siðasta orðið:
„Eftir þessa reynslu verða hvers-
dagslegir hlutir ekki stórir og maður er
þakklátur fyrir að Örn skuli ekki hafa
farið verr út úr slysinu,"segir Annika
og með það kveður blaðamaður.
Ó.G.
Gekk siálfur að
sjúkrabörunum
I faðmi f jölskyldunnar, Orn og Annika með Þorstein Inga og heimsætuna Sólveigu Öldu sem er ekki nema tveggja ára.