Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1998, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1998, Blaðsíða 20
20 Frettir Sunnudagur 20. desember 1998 í skógarferð í Schering í Þýskalandi. Alla, ásamt tengdadóttur sinni, Martinu, sem er gift Jóni, og móður hennar Maríu. Guðmund Daníelsson hér áður fyrr, en Sjálfstætt fólk las ég þegar ég var ung. Svo hlustaði ég á hana þegar Amar Jónsson las hana í útvarpinu, en mundi samt ekki vel eftir henni frá því ég las hana. En ég les ekki mjög mikið af ástarsögum núna, þó ég hafi gert það dálítið þegar ég var ung. Ég veit alveg hvemig ástin var og þarf ekki að leita hennar í svoleiðis reyfurum. Lífið er langt því frá að vera eins og í þeim sögum. En mér finnst gaman að öllum fróðleik í ævisagnaformi. Ég hef bara ekki fengið að njóta mín með það, því tíminn var aldrei til, jafnvel þó að ég hafi þurft að sofa lítið. Margar gamlar konur leggja sig á daginn, en ég get ekki gert það. Ekki einu sinni lokað augunum. Það er eins og ég hafi bara vanið mig á þetta og geti ekki hætt að sofna klukkan eitt á nóttunni og vakna klukkan sjö á morgnana. Én í dag er ég mjög sátt og finnst ég hafa uppskorið eins og ég sáði, þótt sumt hafi fallið í grýtta jörð eins og gengur. Ég hef til dæmis aldrei átt ntikla peninga og hef ekki þurft að hafa áhyggjur af þeim, en ég hef haft til hnífs og skeiðar, eins og sagt er, en það hefur hins vegar aldrei verið afgangur.“ Feginaðhafakomið afturtilEyja Þú sagðir að eftir gosið hefðir þú ekki viljað flytjast aftur til Vestmannaeyja? „Nei, elsta dóttir mín bjó í Hafnarfirði, og líka systir mín, og ég gat vel hugsað mér að vera þar. En ég myndi ekki vilja búa ein í Reykjavík núna og er fegin því að ég kom aftur til Eyja eftir gosið. Það eru svo miklar fjarlægðir í Reykjavík og ég hugsa að ég myndi verða einmana þar. Ég vildi heldur ekki búa inni á heimili hjá börnunum mínum, þó að þau séu öll mjög góð og yndisleg við mig. Ég þakka Guði fyrir hvem dag sem ég get verið sjálfri mér næg, í eigin húsi, og þarf ekki að fara á elliheimili. Stórfjölskylda undir sama þaki er liðin tíð. Börnin mín hafa líka oft minnst á það hversu gott það var að ég var alltaf til staðar, þrátt fyrir að ég hafi unnið mikið. Þess vegna er mér svo minnisstætt og er þakklát fyrir það sem Jón, sonur minn, sagði einhvern tíma, þegar hann var að færa mér eitthvað. Ég sagði þá að hann ætti ekki að vera að þessu, en hann sagði þessi ógleymanlegu orð: „Já, en þú gafst nrér líftð, og ég er þakklátur fyrir það.“Mér finnst samt, einhvers staðar undir niðri, að lífið hafi leikið mig grátt. Það sem ég þráði mest var að eiga þennan ntann sem ég kynntist ung og eignaðist mörg böm með. Okkur kom mjög vel saman og ég var mjög hrifin af honum, og við vomm hamingjusöm. Það var eins og eitt- hvað hefði slitnað inni í mér þegar hann dó og ég vildi ekki trúa því að hann væri farinn og kæmi aldrei aftur.“ Ekkí gráta míg Sérðu samt fyrir þér að þú munir hitta hann aftur í öðm lífi? „Ég sagði það við stelpumar, þegar ég lá á spítalanum, að þær skyldu búa sig undir það að gráta mig ekki, því að nú væri ég að fara þangað sem mig langaði alltaf að fara, til hans. Ég trúi á annað líf, þó að það sé dálítill efi í mér. Ég hef reyndar ekki gruflað mikið í þessum málum, en einhvem veginn held ég að ég eigi eftir að hitta hann. Mér finnst til dæmis alveg dýrðlegt þegar mig dreymir hann. Stundum líður langt á milli, en svo hefur mig dreymt hann núna, en í þessum draumum er einhvern veginn eins og hann vilji aldrei að ég komi með sér. Þegar mig hefur dreymt hann hef ég alltaf beðið hann um að fá að koma með, en hann segir alltaf nei. Ég held að það sé fyrir því að ég verði langlíf. Eg verð reyndar áttræð á næsta ári og það styttist alltaf í það að maður fari þá leið sem allir fara að lokum, þó að enginn viti hver annan grefur. Þegar ég missti elsta son ntinn skildi ég ekki tilganginn með því. Hvers vegna ég væri að ganga með hann og fæða til þess að taka hann frá mér eftir þrjú og hálft ár. Þessi harmur ætlaði aldrei úr mér, en þá stóðum við vel saman, og ég hafði manninn minn við hlið mér og vist var það styrkur. En ég hef líka hugsað um það hvemig hefði farið ef ég hefði dáið frá öllum þessum börnum. En ég mjög sátt við Guð og menn, og það sem ég hef. Fortíðin kemur ekki aftur og maður breytirekki lífshlaupi sínu." Fólk yráðugt í dag Heldur þú að fólki líði eitthvað betur í dag miðað við þá tíma þegar þú varst að alast upp? „Nei, ég skal vera fljót að segja nei. Fólk var miklu nánara hér áður fyrr og mannleg samskipti nánari. Þetta voru að vísu erfiðir tímar og fólk vann mikið, ekki síður en í dag, en það er eins og fólk sé eitthvað svo tryllt í dag og fólk er gráðugt og ekki ánægt nema það eigi alla skapaða hluti. Ég er ekki svona. Ég hef alltaf verið nægjusöm og aldrei öfundað nokkra manneskju. Ég samgleðst fólki miklu frekar. Ég hef reynt að innræta mínum börnum kurteisi og að þau gætu glaðst hvert með öðru. Og ég lít bjartsýn til framtíðarinnar og einn góðan veðurdag hverfur maður frá þessu og þá vona ég að bömin mín eigi góðar minningar um mig.“ Alla segir að þó að hún hafi litið ylir farinn veg hafi hún stundum spáð í það hvað hún hefur upplifað ntiðað við margan samferðamann sinn. „Elsta systir mín á til að mynda eitt barn, eins yngsta systir mín, en ég átti ellefu, og bróðir minn átti ekkert og giftist aldrei. En, ég sagði að þau mættu vera ánægð ef ég héldi ættinni við og frá mér eru nú komnir um fimmtíu og fimm afkomendur og ég er mjög hreykin af þeim hópi. Þetta hefur allt tekist vel og mér finnst afskaplega gott ef fólk nær þeim þroska og skilur að lífið er ekki alltaf dans á rósum.“ Hvemig voru jól í basli? „Það er nú svo merkilegt að þegar við Bernódus vorum ung fannst mér jólin alltaf dásamleg. Hann var oftast á góðum bátum og þénaði stundum ágætlega. Við skreyttum jólatré, settum á það ljósaseríu, eftir að við fengum hana, og dönsuðum með bömunum í kringum það. Vinkona mín átti þrjár dætur og við buðum þeim að koma til okkar. Svo héldust allir í hendur og við sungum I Betle- Ég hef alltaf verið nægjusöm og aldrei öfundað nokkra manneskju. Ég samgleðst fólki miklu frekar. Og ég hef reynt að innræta mínum börnum kurteisi og að hau gætu glaðst huert meö öðru. hem og Heims um ból. En við vomm ósköp fátæk. Ég saumaði föt á bömin og var stundum að því fram á nætur. Og fyrir jólin hafði ég það sem reglu að sauma náttföt og náttkjóla á alla. Mér fannst jólin alltaf mjög skemmtileg. Við gáfum engar jóla- gjafir fyrir utan heimilið, í mesta lagi kannski foreldrunum. Húsið var kalt og óeinangrað og fyrstu tvö árin sem ég var í Borgarhól var þar engin miðstöð. Svo skeður það að það kemur miðstöð í húsið, og þegar kveikt var á henni, fyrsta desember, stóðum við hjónin fyrir framan hana og héldum hvort utan um annað. Þegar hlutirnir koma svona smátt og smátt fylgir því svo mikil gleði, miklu meiri heldur en þegar allt kemur strax upp í hendumar." Benedikt Gestsson / Geisladiskur Ama Johnsen: Bíó á Stórhöfða Út er kominn geisladiskur með Stórhöfðasvítu Árna Johnsen. Diskurinn ber heitið Stórhöfða- svítan og svolítið meira. Á diskinum eru 7 nýútsett lög eftir ýmsa erlenda höfunda, Stór- höfðasvítan og 10 gamlar upptökur eldri laga Áma sem eru í raun gmnnur Stórhöfðasvítunnar. Eins og alþjóð veit er Ámi löngu þekktur af tónlistarlegum embættisverkum sínum og á fjölda aðdáenda vfða um land og ekki síst í Þykkvabænum, þó að ekki sé kartöflulagið að finna á þessum diski. Er það skaði. Það er að sjálfsögðu Stórhöfða- svítan sem hæst ber á diskinum, en hún er flutt af Sinfóníuhljómsveit Islands undir stjórn Bemard S. Wilkinson, en upptakan var gerð af Ríkisútvarpinu árið 1997. Svíta mun vera, samkvæmt fróðustu manna skilgreiningu, mna, eða flokkur sjálfstæðra laga sem heyra til stærra verki, sett saman án þess að mynda sjálfstæða heild. Ekki er annað að heyra en að Árni geri sér góða grein fyrir þessu, enda er verkið ágætis runa útsetninga fyrir sinfóníuhljómsveit þeirra eldri laga sem má heyra á síðari hluta disksins. En þó að svíta sé skilgreind sem mna eða flokkur, þá em lögin úr mjög ólíkum áttum tegundarlega séð og hanga því nokkuð laus- beisluð á stundum. Það sem mér fannst þó mest áberandi við hlustun var hversu myndræn svítan er, þó ekki frumleg, miklu frekar eins og úr gömlum og ólíkum bíómyndum. Þess vegna er tilfmningin eins og maður sé að horfa á gamlar bíómyndir og þá liggur gjörvallur Hollywoodheimurinn undir frá fyrri tíð. Hljómar það svolítið skrítilega í mín eym þegar stórbrotið umhverfi Islands,Vestmannaeyja og mannlíf leitar mjög á þegar hlustað er á gömlu upptökumar sem em gmnnar svítunnar, ekki síst fyrir það að textar þeirra laga eru eftir jafn skömlega höfunda og Halldór Laxness, Matthías Johnnessen og Davíð Stefánsson, auk Áma. Allt um það er flutningur Sin- fómuhljómsveitarinnar mjög glæsi- legur og upptakan hin ágætasta. í nýju útsetningunum sem em á fyrri hluta disksins hefur Árni fengið Geir Hilmar Haarde til liðs við sig í söngnum. Honum ferst það ágætlega og á raddblær hans vel við lög Áma ekki síður en lög þeirra erlendu höfunda sem prýða diskinn. Að öðrum lögum ólöstuðum finnst mínu meyra og rómantíska hjarta lagið Fagra blóm eitt fallegasta lag disksins, en það er flutt jafnt á íslensku og færeysku. Hönnun textabókar er ágæt og ætti að fullnægja þeim sem ekki kunna textana svo þeir geti sungið með. Mynd á forsíðu og fleiri myndir í textabók eru teknar af Sigurgeir Jónassyni og eina mynd hefur Þorkell tekið. Hljóðfæraleikarar em eitt einvala lið. I fyrstu sex lögunum og lagi númer 18 em Vilhjálmur Guðjóns- son á gítar, balalaiku, hljómborð og fleira auk forritunar, upptöku og stjómunar, Jóhann Ásmundsson á bassa, Gunnlaugur Briem á tromm- ur, Grettir Bjömsson á harmonikku, Ásgeir Oskarsson á trommur, Sigurður Sigurðarson á munnhörpu, Dan Cassidy á fiðlu í Magga á Gmndó og Szymon Kuran á fiðlu í Söng sjómannsins. Bakraddir syngur Halla Viljálmsdóttir. Ey- björg Sólbjörnsdóttir Olsen og Andrea á Rípunni syngja bakraddir í færeyska laginu Fagra bloma. Upptökur vom í Stúdíó Rödd. Gísli Helgason sá um stafræna eftir- vinnslu og uppröðun. Benedikt Gestsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.