Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1998, Blaðsíða 23
Allir kórarnir samankomnir á sviðinu og er Sigrún Inga, torseti bæjarstiórnar, að aihenda stiórnandanum, Báru Grímsdóttur blóm.
Myndrænir bamatónleikar
Sönghópurinn há Rauðagerði stóð sig með prýði.
Jólatónleikar skólakóra Vestmanna-
eyja voru haldnir á þriðjudaginn var í
Félagsheimilinu, auk þess sem söng-
hópur frá leikskólanum Rauðagerði
tróð upp. Það er alla jafna mikið fjör
þegar bamakórar stíga á svið og hefja
upp raust sína, ekki síst ef aldur
söngfólksins er frá ijögurra til átta ára.
Sviðsframkoma smáfólksins er með
ólíkindum frjálsleg og myndræn að
ekki sé fastar að orði komist. Þannig
er söngurinn stundum aukaatriði, en
hvers kyns ósjálfráðar og ómeðvitaðar
aðgerðir á sviðinu meira atriði. Böm
eru jú alltaf böm og halda sínu striki
þrátt fyrir röggsaman stjórnanda sem
reynir að hafa hemil á söngfólkinu og
fá það til að syngja.
Þetta voru skemmtilegir tónleikar
og sýndu vel þann metnað og dugnað
sem stjórnendur bamakórastarfsins í
Eyjum leggja til sönglistar Eyja-
manna. Það var kór Bamaskóla Vest-
mannaeyja sem fyrstur steig á svið og
söng fjögur lög undir stjóm Micelle
R.D. Gaskell. Þá kom fram söng-
hópurinn úr Rauðagerði og var hann
hvað myndrænastur í sínum flutningi
undir stjóm Eyvindar I. Steinarssonar.
Það em tveir kórar í Hamarsskóla, kór
I. - 3. bekkjar og 4. - 9. bekkjar sem
Bára Grímsdóttir sjómar. Fyrst steig á
svið kór yngri bekkjanna, þá sungu
þeir saman og því næst söng kór eldri
bekkjanna. Að lokum sungu svo allir
kóramir saman, sem þátt tóku í
tónleikunum, undir stjóm Bám. Allir
stóðu kórarnir sig vel og sungu af
innlifun og af miklum krafti með
leikrænum tilbrigðum eins og að
framan er sagt. Að sjálfsögðu voru
eingöngu sungin jólalög, jafnt íslensk
sem erlend eins og tilheyrir á þeirri
jólatíð sem nú er. Tónleikunum lauk
svo með því að allir sungu Heims um
ból, og þó víðar væri leitað, svo undir
tók í Féiagsheimilinu sem var þétt set-
ið hreyknum foreldum, ættingjum og
vinum. Blóm bárust frá bæjarstjóm.
Um undirleik sáu Bára Grímsdóttir á
píanó, Eyvindur I. Steinarsson á gítar,
Michelle R.D. Gaskell á þverflautu og
Viktor Ragnarsson á bassa. Þrátt fyrir
að á stundum væri erfitt um vik að
sam-hæfa kórana og undirleikinn
bjargaðist það allt með góðu móti og
það vom glaðir flytjendur og
áheyrendur sem gengu af þessum
stórkostlegu tónleikum með
jólatilhlökkun í augum og eyrum.
Hljómsveítin Sítting Stones er skipuð bráðefnílegu tónlistarfólki.
Tónlistarskólinn býður
upp á heila tónleikaröð
Fyrstu jólatónleikar Tónlistarskól-
ans voru haldnir fimmtudaginn 16.
desember sl. Þetta voru fyrstu
tónleikarnir af þrennum sem
skólinn stendur fyrir nú á aðventu.
Hinir voru haldnir 17. og 18. des.
Efnisskráin stóð saman af jóla-
lögum eins og vænta mátti og tókst
allur Butningur með ágælum og
margir að stíga á svið í fyrsta skipti
með hljóðfæri í hönd. Þau hljóðfæri
sem aðallega er kennt á í skólanum
eru úr Ijölskyldu blásturshljóðfæra.
Eðlilcga byggðist því flutningurinn á
þessum hljóðfærum. Þó cr cinnig
kennt á píanó og gítar og mátti heyra
ágæta takta úr slíkum hljóðfærum.
Tónleikunum lauk svo með að
hljómsveit úr skólanum sem kallaði
sig Sitting Stones flutti lag úr
söngleiknum Grease. Mjög gaman
var að hlýða á þetta unga tónlistarfólk
og sjá að góð rækt er lögð við tón-
menntir í Vestmannaeyjum.