Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1998, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1998, Blaðsíða 6
6 Fréttir Sunnudagur 20. desember 1998 Doerqabúlíwf Handboltamaðurinn og markaskorarinn, Guðfmnur Krist- mannsson, var sælkeri síðustu viku og skor- aði á félaga sinn í handboltanum, Svavar Vignisson, að taka við. ,£g vil þakka Guffa fyrir áskorunina. Það verður að segjast eins og er að skot hans á mig eru mun markvissari og betri en skot hans í handboltanum þar sem nýtingin er rétt rúmlega 15%. En það var rétt hjá honum að ég borða mikið af góðum mat sem ég elda gjaman sjálfur en leyft þó Ester stundum að aðstoða mig í eldhúsinu. En hér kemur réttur sem er svo einfaldur að jafnvel næsti áskorandi gæti eldað hann. Dvergabollur: 500 g nautahakk 1 dl brauðrasp Svavar Vignisson er sælkeri þessarar viku 2 dl riftnn ostur 1 peli rjómi 3 dl tómatsósa Hnoðið hakk, brauðrasp og ost vel saman í skál, búið til bollur og steikið þær á pönnu. Þegar búið er að steikja bollumar er ijóma og tómatsósu bætt út á pönnuna og látið krauma í smástund. Með þessu er gott að hafa smábrauð og hrásalat. Eg hef ákveðið að færa sælkerann um einn þyngdarflokk, fara í + 150 kg og ætla að skora á mína fyrirmynd gegnum árin, bæði í handbolta sem öðm, og fá Jóhann Pétursson, lögfræðing, til að koma með einn góðan áramótarétt. Raunar man ég að Jói var fenginn til að koma með uppskrift fyrir u.þ.b. tveimur ámm í Fréttum og það tók hálfan sólarhring að matreiða þann rétt. Við skulum vona að hann komi að þessu sinni með eitthvað auðveldara." O r ð s p o r Hrekkjalómar héldu sitt árlega skötukvöld á dögunum. Yfirleitt hefur verið skotið föstum skotum á þessum skemmtunum og menn ekki brugðið sér við. Nú bar hins vegar svo við að framkvæmdaaðilar stóðu í miklu stappi, bæði fyrir skötuhátíð, á henni og eftir hana út af skotum á mannskapinn. Hrekkjalómar margir hverjir virðast nefnilega vera orðnir mun viðkvæmari en þeir áður voru. Einhverjum atriðum varð að sleppa og önnur, sem fóru í gegn án ritskoðunar, urðu til þess að einhverjir ruku á dyr og framkvæmdanefndin mátti sitja yfir öðrum fram eftir kvöldi til að sannfæra þá um að þetta hefði nú ekki verið neitt voðalegt. Oðru vísi mönnum áður brá. í haust fengum við nýja presta í Eyjum og eru þau bæði hið bestafólk. Afturá móti eru,ekki öll sóknarbörnin sem þekkja restana sina enn í sjón. A dögunum var presturinn okkar, ún séra Bára Friðriksdóttir, fengin til að gefa fólk saman í hjónaband. Þetta átti að vera óvænt uppákoma, brúðguminn var að halda upp á afmælið sitt og vissi enginn afmælisgesta hvað til stóð nema hann og brúðurin. Gestum var einungis sagt að kl. átta um kvöldið yrði óvænt uppákoma í afmælinu. Gestirnir biðu því nokkuð spenntir því að afmælisþarnið er þekkt að því að geta komið fólki skemmtilega á óvart. Sú varð og raunin á og fögnuðu gestirnir óspart þegar séra Bára birtist og glöddust með brúðhjónunum við athöfnina sem var bæði falleg og virðulea eins og brúðkaup eiga að vera. En einn gestanna játaði pó á eftir að hann hefði orðið fyrir smávegis vonbrigðum. Þegar séra Bára birtist í afmælinu, fagnaði hann eins og aðrir, en kannaðist ekkert við hana, sá bara að hér var á ferð bráðhugguleg kona og gestgjafinn var búinn að lofa óvæntri uppákomu. Og svo þegar aðkomu- konan spurði hvar hún mætti setja fötin sín, var hann ekki í nokkrum vafa um að konan ætlaði að skemmta gestum með ví að fækka fötum og beið spenntur. Þegar svo hið rétta om í Ijós sagðist hann ekki geta neitað því að fyrst hefði hann orðið fyrir vonbrigðum en eftir á að hyggja hefði það verið miklu frumlegri uppákoma að bjóða upp a brúðkaup í stórafmæli og ekki mörgum sem hefði getað dottið slíkt í hug. Drengur. Þann 3. desember eignuðust Júlía Elsa Friðriksdóttir og Jó,n Steinar Adólfsson son. Hann vó 18 merkur og var 56 sm að lengd. Á myndinni með litla bróður er stóra systir Iris Eir. Ljósmóðir var Drífa Björnsdóttir Eins og aðrir Elliðaeyingar Jólasveinar fóru á stjá í vikunni eins og þeirra er háttur á þessum árstíma. Munu þeir tinast til byggða allt fram á aðfangadag en þá halda þeir aftur til síns heima. I tilefni þessa fengum við einn fulltrúa þeírra sem Eyjamann vikunnar. Fullt nafn?Skyrgámur, sonur Grýlu og Leppalúða. Fæðingardagur og ár? Það er ekki alveg á hreinu, hvorki dagur né ár en ég man vel eftir síðustu aldamótum. Fæðingarstaður? Bunki í Elliðaey. Fjölskylduhagir? Bý enn í foreldragarði, ásamt nokkrum bræðrum mínum. Á veturna er fremur einmanalegt úti í Eliiðaey en á sumrin er líflegra, þá fáum við ansi marga jólasveina þangað út. Menntun og starf? íhlaupavinna idesember. Dunda við lundaveiði á sumrin. Laun? Þau eru aðallega fólgin íánægjunni. Helsti galli? Morgunsvæfur eins og flestir Elliðaeyingar. Helsti kostur? Kátur og glaður á kvöldin og fram eftir nóttu eins og flestir Elliðaeyingar. Uppáhaldsmatur? Skyr, og so feitmeti af öllu tagi, að hætti Elliðaeyinga. Versti matur? Við reyndum i haust að nýta okkur eitthvað af skrokkunum sem bændur skildu eftir úti í eyju en það var ekki góðurmatur. Uppáhaldsdrykkur? Það sama og aðrir Elliðaeyingar drekka á sumrin. Uppáhaldstónlist? Dúettsöngur þeirra Guðjóns bæjarstjóra og Þórarins i Geisla á fögru sumarkvöldi. Svo finnst mér Árni Johnsen líka ágætur, við heyrum stundum í honum yfir sundið þegarhann tekurlagið úti ÍBjarnarey. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að hlusta á sögur veiðimanna í Elliðaey þegar klukkan er farin aðnálgast miðnætti. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Að hlusta á sömu sögur þegar klukkan er farinað ganga fjögur. Hvað myndirðu gera efþú ynnir milljón í happdrætti? Leggja hana íveiðisjóð Elliðaeyinga, hann er alltaf fremur rýr. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Oddur Júlíusson, hann ersá virkasti ípólitíkinni í dag. Aftur á móti finnst mér Árni Johnsen hugsa ofmikið um Bjarnarey, við verðum alltaf útundan ÍEIIiðaey. Uppáhaldsíþróttamaður? Fimleikamennirnir Guðjón bæjarstjóri og Þórarinn í Geisla, það er stórkostlegt að sjá þá stökkva i land á Pálsnefi. Ertu meðlimur íeinhverjum félagsskap? Já, tveimur jólasveinafélögum, bræðralagi minu og svo veiðifélagi Elliðaeyjar. Uppáhaldssjónvarpsefni? Það er óþarfi að glápa á sjónvarp þegar maður hefur aðra eins skemmtikrafta fyriraugunum daglega á sumrin úti í eyju. Uppáhaldsbók? Litla gula hænan. Þórarinn gleymdi henni úti í eyju í hitteðfyrra. Hvað meturþú mest í fari annarra? Lifsspeki á borð við þá sem borín er á borð seinnihluta kvölds úti í Elliðaey. Hvað fer mest ítaugarnar á þér ífari annarra? Lundarfar sumra aðila fyrirhádegi. En yfirleitt lagast það talsvert þegar líður á daginn og er orðið Ijómandi gott um kvöldmat. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Ég hef nú ekki víða farið. En þeir segja sumir i veiðifélaginu aðþaðsé fallegt í Tailandi og fólkið lika fallegt og elskulegt og þeirkunna margar skemmtilegar sögur þaðan. Eg hugsa að það gæti verið gaman að skreppa þangað. Hvernig ætlar þú að eyða jólunum? Ég verð upptekinn alveg fram á aðfangadag en svo býst ég við að taka því rólega eins og aðrir Elliðaeyingar. Ertu farinn að hlakka tilnæsta sumars?Já, alltaf erákveðin tilhlökkun að fá fólk af sama sauðahúsi og maður sjálfur er út í eyju. Þetta er rétt eins og að hitta nákomna ættingja. Hvað dettur þér í hug þegarþú heyrirþessi orð? Jólin? Okkartími. Sumarið? Þeirra tími (Þórarins og Guðjóns) Lundaveiði? Gaman, gaman, tra, la, la, la, la. Eitthvað að lokum? Bestu kveðjur og óskir um gleðileg jól. Skyrgámur er Eyjamaður vikunnar Drengur Þann 6. nóvember eignuðust Valgerður Friðriksdóttir og Egill Þór Valgarðsson son. Hannvól6merkurogvar53smaðlengd. Hann hefur verið nefndur Friðrik Ágúst. Ljósmóðir var Guðný Bjarnadóttir Stúlka Þann 4. nóvember eignuðust Anna Sigríður Gísladóttir og Sigurjón Þorkelsson dóttur. Hún vó 141/2 mörk og var 54 sm að lengd. Hún hefur verið skírð Sigþóra. Með henni á myndinni er stóri bróðir Þorkell Rúnar. Ljósmóðir var Drífa Björnsdóttir 23. desember Þorláksmessa. Skata í hádegi og • opið í búðum til kl. 22. 25. desember Afmœlisdagur Jesúfrá Nazaret 31. desember Síðasti dagur ársins. Skál! 6. janúcir Þrettándahátíðahöld og ball

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.