Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1998, Blaðsíða 31

Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1998, Blaðsíða 31
Sunnudagur 20. desember 1998 Fréttir 31 Birgir Magnús Sveinsson, skipverji á togaranum Breka VE, var á göngu í Bremerhaven ásamt tveimur skipsfélögum sínum þegar fyrirvaralaust var ráðist á þá. Eftir árásina lá Birgir í blóði sínu í götunni og nær dauða en lífi. Hans lán var að í Bremerhaven er eitt besta sjúkrahús í heimi í meðferð höfuðmeiðsla. Þar barðist Birgir fyrir lífi sínu næstu vikurnar og hafði betur með aðstoð frábærra lækna. Eins hafði það sitt að segja að hann er að eðlisfari hraustur líkamlega. Nú er Birgir kominn heim og er enn að ná sér eftir árásina. Hann segir að minnið sé kannski ekki alveg komið í lag en læknarnir hafa lofað honum fullum bata og sjálfur er hann ákveðinn í að fara aftur á sjóinn og þá ekki seinna en í maí á næsta ári. Kraftauerk Fréttir heimsóttu Birgi á heimili hans, konu hans Eyju Bryngeirsdóttur og sonarins Bryngeirs við Brekastíg. Þama hafa þau komið sér fyrir í gömlu húsi sem þau hafa gefið nýtt líf með miklum endurbótum. Birgir virkar rólegur og yfirvegaður. A engan hátt ólíkur starfsfélögum sfnum vítt og breitt um landið ef ekki væri stór skurður á höfði hans hægra megin. Þó kemur í ljós að yfirvegunin er kannski helst til of mikil og hann vandar sig í tali. Frásögn hans er þó skipuleg og það er ekki langt liðið á hana þegar blaðamanni er ljóst að hann situr frammi fyrir manni sem risið hefur upp frá dauðum. Manni sem á líf sitt að þakka kraftaverki nútíma lækna- vísinda, guðlegrar forsjónar eða hvom tveggja. Og það sem er enn meira kraftaverk, að hann skuli vera kominn heim og farinn að skipuleggja framtíðina með það fyrir augum að fara á sjóinn aftur. Aðdragandinn Birgir er 28 ára ára og hóf sjómennsku árið 1987. Hann er netamaður á Breka en hann byrjaði þar árið 1995 eða á svipuðum tíma og hann og Eyja byrjuðu að vera saman. Hann eyddi síðustu þjóðhátíð heima með fjöl- skyldunni og var í fyrsta túr eftir þjóðhátíð þegar ósköpin dundu yfir. En gefum nú Birgi orðið en frásögn hans er að verulegu leyti byggð á frásögnum annarra því sjálfur lá hann milli heims og helju í margar vikur. „Við höfum mikið verið í siglingum á Breka en reynum að skiptast á um að fara í siglingafrí. Við reynum að fara í frí aðra hverja siglingu en stundum er ekki hægt að koma mönnum í frí og þá fara allir. Þenna túr byijuðum við strax eftir þjóðhátíð sem hafði verið mjög skemmtileg fyrir utan veðrið. Þetta var þægilegur túr. Það gekk þokkalega að fiska í og eftir það var haldið til Bremerhaven í Þýskalandi þar sem við seldum aflann,“ segir Birgir sem átti ekki von á öðru en að halda heim til Qölskyldunnar að sölu Orn með fjölskyldu sinni, Eyju og Bryngeir sem eíga það sameiginlegt með honum að geta séð broslegu hliðarnar á lífinu þó á móti blási. lokinni. Það átti þó ekki fyrir honum að liggja og hann átti eftir að finna fyrir því hvað það getur þýtt að vera á vitlausum stað á vitlausum tíma. Árásin „Það var 30. ágúst sl. sem ég varð fyrir árásinni. Við vorum þrír á rölti í pöbbagötu í Bremerhaven, ég Steini (Þorsteinn Olafsson) og Sturla (Bergsson),“ segir Birgir og er þetta það síðasta sem hann man sjálfur af því sem gerðist þennan dag. „Það er allt í einu ráðist aftan að mér með einhverju barefli og ég sleginn f hausinn. Það var einnig ráðist á Sturlu sem slapp mun betur en ég. Þá hlupu árásarmennimir í burtu en eftir lá ég í blóði mínu í götunni með opið höfuð- kúpubrot. Eg man eftir að við því að vomm á pöbbarölti en eftir það er alveg slökkt á hvað gerðist. En ég veit að árásarmennina hafði ég aldrei séð áður og árásin var algjörlega til- efnislaus," segir Birgir og leggur þunga í orð sín. „Þegar Steini sá mig lá ég með opin augun og það blæddi heil ósköp. Hann hringdi strax, annað hvort í í lögreglu eða sjúkrabíl. Þegar læknirinn, sem kom á vettvang, sá mig reyndi hann að tjasla sárinu saman. Eg var fluttur beint á sjúkrahús og í gjörgæslu þar sem byrjað var að brasa í hausnum á mér.“ Baránanviðdauðann Við tók barátta upp á líf og dauða og eins og gefur að skilja byggist frásögn Birgis á því sem honum var sagt. „Það vom gerðar á mér fjórar aðgerðir og byrjuðu þeir á að taka hálfa haus- kúpuna sem þeir hentu upp í hillu. Þetta þurfti að gera út af bólgunum í heilanum. Beinið var tekið frá til að koma í veg fyrir þrýsting á heilann. Eg var í þrjár vikur í gjörgæslu og var haldið sofandi allan tímann.“ Eyja fór út til Þýskalands strax eftir árásina og var við sjúkrabeð Birgis allan tímann. Hún var því það fyrsta sem hann sá þegar hann var vakinn. „En heilastarfsemin var ekki upp á marga fiska og þekkti ég hvorki Eyju eða annað fólk sem þama var. Eg gat ekki talað en kraftinn vantaði ekki. Ég var ólaður niður eftir að ég reif í burtu öndunarslöngu úr hálsinum á mér.“ Eftir þetta var Birgir lagður á einkastofu á 6. hæð á B-gangi og við tók endurhæfing. „Þarna kom endur- hæfingarlæknir sem átti að sjá lil þess að ég gæti gengið á ný. Læknirinn, sem er kona, var þrælhissa á því hvað ég var fljótur að ná mér. Hún tók mig á rölt í göngugrind en eftir Qögur eða fimm skipti neitaði ég grindinni og lét hana leiða mig um gangana. Náði ég því alveg þrælfljótt aftur að ganga.“ Hálft höfuð Birgir segir að það hafi verið í þriðju eða fjórðu aðgerðinni sem beinið var sett á sinn stað. Þrátt fyrir að útlitið hafi ekki verið bjart og hann sjálfur eins og persóna í hryllingsmynd eða spennutrylli sér Birgir skoplegu hliðamar á tilverunni. „Þegar bólgan seig var eins og ég væri með hálft höfuð og áður en beininu var skellt á var ég eins og hálfviti," segir Birgir og hlær. Eins og áður er komið fram kom Eyja strax út til Birgis ásamt móður sinni sem var með henni í eina viku og um tíma vom foreldrar hans, Nína og Rúnar líka úti. Segir Birgir að þetta hafi verið ómetanlegur stuðningur sem hann er þakklátur fyrir. Fyrst bjó Eyja á hóteli, síðar í íbúð í úthverfi Bremerhaven, þá fékk hún íbúð á sjúkrahúslóðinni sem stóð aðstand- endum sjúklinga til boða. „Hún kom til mín á hverjum degi en aðra nóttina á einkastofunni var ég að drepast úr hita. Fór ég framúr til að opna gluggann en ekki vildi betur til en svo Helmingnum af hauskúpunni var hent upp i hillu

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.