Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1998, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1998, Blaðsíða 8
8 Fréttir Sunnudagur 20. desember 1998 Hörður Jónsson, Fanney Fannarsdóttlr, Sigríður Sigmarsdóttír, Þórunn Gísladóttir og Erna Alfreðsdóttir duttu í lukkupottinní lukkuleik Vöruvals og Merrildkaffi. Oll fengu liau myndarlega uinninga og hér er Simmí í Vöruval og fulltrúí Meríldkaffí að afhenda Fanney vinninginn sem kom í hennar hlut Þakíð fauk af húsinu í óveðrinu, sem gekk yfír á mánu- dag, urðu nokkrar skcmmdir, m.a. brotnuðu nýuppsett jólatré. En mestar skemmdir urðu þegar þakklæðning á húsinu að Bröttugötu 28 þoldi ekki veður- of'sann og sviptist af. Ingi B. Erlingsson býr að Bröttugötu 28 og sagði hann að þau hefðu vaknað upp úr kl. fjögur um nóltina við högg frá þakinu og sig hefði þá grunað hvað um væri að vera. Svartamyrkur var á og erfitt um vik að sjá nokkuð en lngi sagðist telja að klæðningin, sem var tjörudúkur, hefði svipst af í nokkrum hviðum. „Ég sá þegar flygsumar þeyttust vestur yfir og eitthvað af þeim lenti á næstu húsum. Sem betur fer varð þó ekki tjón af því. En það fór má segja allt af þakinu, ætli það séu ekki tveir eða þrír fermetrar eftir af klæðningunni. Og garðurinn var eins og teppalagður af pappa.“ sagði Ingi. Ekki var kallað út björgunarlið þar sem Ingi sagði að sér og lögreglu hefði komið saman um að ekki væri brýn hætta á ferðum. „En strax í birtingu, þegar lægði, komu vaskir menn frá Steina og Olla og Agli og byrjuðu að gera við til bráðabirgða. En svo fór að rigna og vatnið átti greiða leið inn í húsið. Skemmdimar eru miklar, allar loftaplötur ónýtar, gólfefni og fleira. Þetta er mikið tjón en sem betur fer erunt við tryggð fyrir því þannig að ekki þarf að hafa áhyggjur af því. En húsið er að sjálfsögðu óíbúðarhæft. Við vorum svo heppin að fá strax inni í íbúð sem var laus en við ætlum að vera í Reykjavík um jólin. Og það þarf meira til en þetta til að hafa jólagleðina af okkur," sagði Ingi að lokum og vildi þakka öllum þeim sem lagt hefðu þeim lið. Skipalyftan meflal Muthafa í nýju hlntafélagi skipasmíðastöðva Eins og kunnugt er hefur ríkisstjórnin lýst því yfir að nýtt varðskip verði smíðað hér á landi. Að undanförnu hafa skipaiðn- aðarfyrirtæki innan Samtaka iðnaðarins fjallað um aðkomu að þessu verkefni. A fundi þeirra var staðfestur alger einhugur um að standa saman að smíði varðskipsins og sl. mánudag var svo formlega stofnað hlutafélag undir nafninu Skipasmiðjan hf. Stærstu hluthafar eru Slippstöðin Akureyri, Stálsmiðjan Reykjavík og Þorgeir og Ellert Akranesi. Önnur fyrirtæki í skipaiðnaði eiga minni hluti. Mark- mið félagsins er að stuðla að eílingu skipasmíða í landinu með þátttöku í stærri verkefnum í framtíðinni. Ólafur Friðriksson hjá Skipalyftunni, sagði að Skipalyftan, ásamt minni fyrirtækjum í þessum geira, ætti smáhlut í hinu nýstofnaða fyrirtæki. Stjórnunarlega séð væri einfaldast að stóru aðilarnir færu með ferðina. Þetta væri hugsað þannig að hið nýja félag hefði yfirumsjón með verkinu og myndi bjóða einstaka hluta þess út. Ólafur sagði að oft hefði verið rætt um nánari samvinnu þessara aðila en syona langt hefði það aldrei náð. Ólafur sagði ennfremur að hann vissi ekki hvort Skipalyftan fengi eitthvað af verkefnum vegna smíði varðskipsins, það yrði háð útboðum. Aftur á móti mætti reikna með að talsvert yrði umleikis hjá stóru fyrirtækjunum í þeirri smíði. „Og þá munum við smáfuglamir væntanlega n jóta þess í öðrum verkefnum," sagði Ólafur Friðriksson. Síld í Háfadypi A flmmtudaginn kom Antares inn nicð 60 tonn af ágætri sfld seni hann tékk skamnit austan Vestmannaeyja. Grímur Jón Grímsson skipstjóri á Antares sagði að þeir hefðu komið al'tur inn um kvöldið með 250 tonn og svo á föstudagsmorguninn með tæp 300 tonn. „Við fengum þessa síld rétt austur af Bjamtu'ey svo það var stutt að sækja hana, en hún lá nokkuð við botninn. Þetta er engin demanlssíld, en er ágætlega falleg. Hins vegar veit ég ekki til þess að sfld hafi fengist þarna í að minnsta kosti ellefu ár." Grímur Jón sagði að þeir myndu ekki fara út aftur fyrr en eftir áramót. Já við erum komnir í jólafrí. Nótaskip mega ekki byrja veiðar á ný fyrr en eftir áramót. Það er ágætt að taka smá pásu í þessu yfir jólin og áramótin," sagði Grímur Jón að lokum. Landakirkja: Starf um jól og áramót Jól og áramót em skammt undan og því er rétt að minna á hvemig helgihaldi verður háttað um hátíðimar í gömlu góðu sóknarkirkjunni okkar, Landakirkju. Fjórða sunnudag í aðventu, sunnu- daginn 20. desember verður ein gleðileg Ijölskylduguðsþjónusta kl. 14 og fellur þá niður bamaguðsþjónustan kl. 11. Bænar- og kyrrðarstundin í hádeginu á Þorláksmessu, miðviku- daginn 23. desember verður sérstak- lega helguð kvíða fyrir umstangi kringum hátíð jólanna. Öllum er velkomið að kotna fyrirbænum til prestanna. Hefst þessi stund kl. 12.05 og stendur hún að jafnaði í 20 mínútur. Hádegisbænir halda sínu striki milli jóla og nýárs og verða einnig á þrettándanum, 6. janúar 1999. Aftansöngur verður á aðfangadag kl. 18. Þá hringjum við jólin inn saman við helgan söng og hátíðarbrag. Á jólanótt verður hátíðarstund kl. 23.30. Hátíðarguðsþjónustan á jóladag verður kl. 14. Annan dag jóla verður Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14, sem jafnframt er skímarguðsþjónusta. Að henni lokinni er guðsþjónusta í Hraunbúðum (um kl. 15). Á gamlársdag verður aftansöngur kl. 18, þar sem við kveðjum gamla árið með þökk. Hátíðarguðsþjónusta verður á nýársdag kl. 14. Sunnu- daginn 3. janúar fellur allt helgihald niður enda mjög skammt um liðið frá stórhátíðunum. Það getur verið gott að geyma þetta yfirlit, og fylgjast vel með vikulegum tilkynningum um helgihald í Fréttum og Dagskrá og daglegum tilkynn- ingum í Morgunblaðinu. Guð gefi ykkur uppbyggilega aðventu og gleðilegajólahátíð. Með kveðju frá kirkjunni þinni, Kristján Björnsson, sóknarprestur. Við óskum öllum gleðilegrci jóla og farsœlclar á nýju ári. Þökkum árin góðu sem við áttum með ykkur og biðjum Guð að gefa öllum góða daga. Lifi Ijósið! Séra-hjónin Bjarni og Jóna Hrönn Fyrir skömmu voru settir upp prír nýir tankar hjá Fiskímjölsverksmíðju Vinnslustöðvarinnar. Sígurður Friðbjörnsson, verksmíðjustjórí, sagði að hér væri um að ræða svonefnda dagtanka og væru jieir til mikils hagræðis í vínnslunni. Með tilkomu Ueírra væri mjöl aðeins sekkjað á daginn en áður hurffi að sekkja á vöktum allan sólarhringinn. Þá er núna unm að blanda mjölið bannig að bað verði jafnara að gæðum. Tankarnír eru engin smásmíði, eins og sjá má á myndinni, en hver beirra rúmar 40 tonn af mjöli. Sigurgeir Jónsson skrifar fi dcqi Af Jól eru á næsta leiti. Af því tilefni ætlar skrifari að reyna að vera hátíðlegur, jafnvel andaktugur, þótt honum sé alla jafna margt tamara. Bærinn hefur á síðustu vikum verið að færast í æ jólalegra horf. Með hverju ári sem líður, fjölgar þeim sem skreyta hfbýli sín með Ijósum á aðventu og raunar eru sumir byrjaðir nokkru fyrir aðventu. Komið er kapphlaup í skreytingar, rétt eins og í öðru sem menn taka sér fyrir hendur. Það er keppikefli að vera með fleiri ljós en nágranninn, rétt eins og á gamlaárskvöld keppast íbúar við ákveðna götu við að skjóta meiru upp en nágranninn. Þetta er hið besta mál. Allt verður þetta til að gleðja fólk, bæði þá sjálfa sem í því standa, svo og þá sem njóta dýrðarinnar. Það er alltaf gott þegar fólk keppist við að gera jákvæða hluti. Aftur á móti fínnst skrifara það skjóta skökku við þegar menn fara að kýta um það hverjum beri rétturinn til að gefa fátækum jólagjafir. Að undanfömu hafa annars vegar kirkjunnar menn og hins vegar friðarins menn, með Ástþór Magnússon í broddi fylkingar, staðið í stappi um hvor aðilinn sé rétthærri í að útdeila jólagjöfum til stríðshrjáðra úti í heimi. Nú er skrifari ekki í eðli sínu vandlætingasamur en hér finnst honum heldur langt gengið. Fólk á ekki að þurfa að slást um að vinna góðverk, þar er því miður enn mikill óplægður akur og verður sennilega áfram. Sennilega eru menn aldrei eins vanafastir og á jólum. Haldið er í ákveðna siði sem fylgt hafa fjölskyldunni um árabil. Baka verður þessa jólum tegund af smákökum, senda verður ákveðnum aðilum jólakort þó svo að menn hafi ekki séð þá eða heyrt um árabil (kannski aðallega þess vegna), elda verður skötu á Þorlák. skreyta jólatréð að kvöldi Þorláks. fara hingað í jólaboð á jóladag og þangað á 2. í jólum og svo framvegis. Allt er í nokkuð föstum skorðum. Svo tekur fólk allt í einu upp á því að bregða sér til útlanda yfir jólin og þá ruglast allt kerfið, bæði í smákökum og jólaboðum. Skrifari er einn þeirra sem er mjög íhaldssamur í jólasiðum. Hann er t.d. nær hættur að taka fjöl-skyldumyndir á jólum því að þær eru nær alltaf eins, það eina sem breytist er fatatíska og svo fjölgar gráum hárum á myndunum alltaf eitthvað. Og skrifari gæti ekki hugsað sér að halda jól erlendis, það myndi rugla allt hans jólasiðakerfi. Líklega óska flestir þess að fá hvít jól. Það þykir einhvern veginn hátíðlegra en er engu að síður nokkuð skrýtið í landi þar sem snjór og kuldi hafa löngum verið höfuðóvinir íbúanna. Á jólum er því öðruvísi farið, þá er eins og þeir fornu fjendur séu teknir í sátt og þykja jafnvel ómissandi. Skrifari er sennilega einn af fáum sem er hlynntari rauðum jólum en hvítum. Þ.e.a.s. honum er svona nokkum veginn sama og skapsmunimir em í fullu jafnvægi, sama hvor liturinn verður ofan á. Skrifari hlakkar til jólanna og hefur alltaf gert. Hann vonast til að eiga góð og gleðileg jól og óskar lesendum Frétta hins sama.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.