Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1998, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1998, Blaðsíða 12
12 Fréttir Sunnudagur 20. desember 1998 Vindurinn er heilagur andi Jólin eru hátíð barnanna og iðulega er mikil spenna í gangi síðustu dagana fyrir jól hjá yngstu kynslóðinni. Kemur þar margt til. En börn eru þeirrar náttúru að skynja margt sem fullorðnum er hulið og þeir hafa kannski iosað sig við á lífsleiðinni í amstri daganna. Börn eru því alltaf hreinni og beinni í viðhorfum sínum og tjáningu en margur fullorðinn. Börnin á leikskólanum Sóla eru að þessu leyti engin undantekning frá jafnöldrum sínum annars staðar í veröldinni. Blaðamaður Frétta brá sér í hcimsókn á Sóla til að spjalla við börnin og athuga hvað þeim væri efst í huga og hefðu að segja um jólin og jólaundirbúninginn. Börnin sem spjallað var við voru Daníel Freyr Jónsson, Júlía Jóelsdóttir, Hörður Helgi Hallgrímsson, Sandra Dís Pálsdóttir, Hákon Andrason, María Rós Sigurbjörnsdóttir og Eva Dögg Davíðsdóttir. Deildarstjóri og aðstoðarleikskólastjóri, Júlía Ólafs- dóttir, var svo til halds og trausts. Börnin voru ekkert mjög á því að segja mikið til að byrja með, enda voru þau í óða önn að búa til jólagjatir handa pabba og mömmu, en smátt og smátt losnaði um málbeinið og blaðamaður mátti hafa sig allan við að fylgja þeim eftir. Það þótti ekki óviðeigandi að byrja á því að spyrjast fyrir um jólasveinana og það stóð ekki á svömnum. „Við fáum í skóinn í kvöld,“ segir Hörður. „Það er Stekkjarstaur sem kemur. Veistu að hún Helga fékk kartötlu í skóinn í fyrra. Svo nennti hún ekki að segja neinum það." Júh'a deildarstjóri spyr hvar hún Helga eigi heima. Hörður gengur út að glugganum og bendir um leið og hann segir. „Þama í þessu húsi,“ og nokkur böm koma út að glugganum til að sjá hvar hún Helga á heima. En hvernig veistu að hún fékk kartöflu í skóinn úr því að hún nennti ekki að segja neinum frá því? „Sko hún sagði mér frá því í nótt.“ „Svo hefur einhver fengið spólu í skóinn," bætir hann við. „Það var Búkolluspóla." Er það einhver jólabúkolla? Flestir hlæja að þessari spumingu og sumir verða undrandi í andlitinu og vilja meina að það sé ekki til nein jólabúkolla. spyr Júlíu að því hvort hún hafi séðjolasvein. „Já í Reykjavík. Hann var úti og í rauðum fötum." „Þeir eiga líka brún föt,“ segir Hákon. Eru rauðu fötin kannski sparifötin þeirra? , Já ég held það,“ segja flestir og svo heldur umræðan áfram um þann mikla viðburð að fá eitthvað í skóinn. Eg reyni að beina umræðunni á aðra braut og spyr um Jesúbamið. „Jesúbamið fæddist í fjárhúsi,“ segir Júlía. „Eg veit alveg hvað hann heitir,“ bætir Hörður við. Hvað heitir hann? „Hann heitir guð.“ „Heyrðu það komu jólasveinar á jólaballið í fyrra,“ segir Hákon. En núna? „Við vitum það ekki.“ Júlía, Hákon, Hörður Helgi, Eva Dögg, Sandra Dís og María Rós í heimspekilegum vangaueltum. „Jú, jú,“ segir Júlía deildarstjóri. „Auðvitað koma jólasveinar," og ánægjukliður fer um herbergið. En hvað vitið þið um Grýlu? „Hún er dáin,“ segir Júlía. „Hún gaf jólasveinunum að borða.“ „Ég gef þeim alltaf að borða ef hún kemur til mín,“ segir Daníel Freyr. „Leppalúði er líka dáinn,“ segir Hörður. Af hverju? „Hann fékk aldrei neitt að borða heldur." „En Bjúgnakrækir og Skyrgámur og Kjötkrókur. Þeir fá nóg að borða núna," segja strákarnir. „Skyrgámur getur borðað fullan gám af skyri,“ segir Daníel Freyr. „Við borðum skyr, en hann getur tekið það ef við pössum það.ekki. Skyrgámur er alltaf að fylgjast með. Jólasveinarnir verða líka að fylgjast vel með að allir séu góðir svo þeir geti gefið krökkunum í skóinn. En þeir eru líka góðir af því þeir gefa krökkunum í skóinn.“ ar með fór mikil umræða í gang um jólasveina á ný og ég reyni að sveigja umræðuna aftur að Jesúbaminu. Það tekst heldur illa og Júlía spyr mig hvað ég sé að skrifa. Eg útskýri það og hún kinkar kolli og segir: ,Já, já. Komum við þá í blaðinu?" Ég játa því. „Hann Blámi lór frá jólastjörn- unni,“ segir Hörður. „Og hann kemst ekki heim aftur nema hann finni fjársjóðinn." Hvemig veistu það? „Hann Hallgrímur sagði það í Herjólfi." „Kannski var það hvíslað í útlöndum," segir Hákon. En af hverju höldum við jól? spyr ég og reyni enn þá að koma umræðunni frá jólasveinum og sjón- varpsstjömunni Bláma. „Ég veit það ekki,“ segir Daníel. „Við fómm í kirkjuna um daginn og þá sagði presturinn okkur það,“ segja nokkur þeirra. „Það voru Jesú og fjárhirðar og Jósep og María. Hann sagði að vindurinn væri heilagur andi og ijárhirðamir fundu hann í íjárhúsi.“ Hvar er Jesú núna? „Hann er uppi í himninum og er 1000 ára gamall, “ segir Hörður. „Nei hann er í fjárhúsi, sem er upp í himninum," segir Daníel Er hægt að vera 1000 ára gamall og vera lítið bam? „Já, já,“ segir Hörður. „Þú veist ekki neitt Hörður," segir Júlía „Hann er ósýnilegur og getur verið á himninum," segir Hörður. „Ef hann er ósýnilegur þá er hann ekki sýnilegur," bætir Daníel spek- ingslega við. En þegar jólin em búin. Hvað verður þá um Jesúbamið. „Það deyr,“ segir Hörður. „Nei það verður hjá guðþog kemur svo aftur," segir Daníel. „Ég hef séð Jesú á mynd í kirkjunni. Veistu nokkuð af hverju það er skip í kirkj- unni. Það hangir í loftinu." Ég verð að játa að ég hef enga hugmynd um það og spyr, vitið þið nokkuð hvað þið fáið í jólagjöf? „Ég ætla að skrifa bréf til hans, sko jólasveinsins og spyrja hvort ég geti ekki fengið virki,“ segir Daníel Freyr. Hvað langar ykkur hin í? Júlía vill lítið gefa út á það hvað hana langar í, en er þó ekki frá því að dúkka sé ofarlega á óskalistanum. Hörður er ekki seinn til svars og segist vilja fá aksjónmann. Sandra Dís vill heldur ekki láta uppi sínar óskir, en segist eiga babyborn dúkku. Langar þig kannski í bmnabíl, spyr ég Söndm Dís Daníel lítur á mig fullur með- aumkunar og segir að bmnabílar séu strákadót, sem stelpur leiki sér ekki með. Hákon segist vilja aksjónmann á sleða með hund. María Rós segist vilja dúkku og þá helst babyborn dúkku, sem kann að drekka og pissa. Eva Dögg er hins vegar ekki í nokkrum vafa um að hún vill fá póníhest. Er eitthvað byrjað að skreyta heima hjá ykkur. „Já, já. Það er ljós í glugganum hjá mér. Svona hringur," segir Hörður. „Svo verður jólatré," segja allir. „Mjög stórt.“ „Það verður bæði stórt og lítið jólatré heima hjá mér," segir María Rós. „Veistu hvað fólk gerir á jólunum,“ segir Hörður. Nei, segi ég. „Fólk treður í sig.“ Hverju? ,Jólamat.“ Og hvað færð þú að borða á jólunum? „Lunda.“ Með það var tíminn búinn og óþolinmæði farið að gæta hjá hópnum. Bæði tilhlökkun vegna jólanna á næsta leiti og það var líka komið að frjálsum tíma hjá krökkunum þar sem þau fá að velja sjálf hvað þau hafa fyrir stafni. Ég þakka fyrir spjallið og krakkmir hverfa til ýmissa starfa og leikja, sumir að leira, eða púsla, eða bara fara út að leika sér og að reyna að láta tímann líða fram að hátíðinni ljóss og friðar. Dansínn stlginn á Sóla.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.