Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.01.1999, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 07.01.1999, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 7. janúar 1999 Jtleæiká&ki J^uaeamole Fyrsti sælkeri á nýju ári er íþrótta- maðurinn og lögfræð- ingurinn Jóhann Pétursson. „Ég ætla að koma með fínan mexikóskan rétt sem maður skellir stundum fyrir gesti með litlum fyrirvara. Þetta er fínn réttur svona eftir hátíðimar og er hægt að bera fram einan og sér eða með öðmm réttum og er einn frægastur allra rétta frá Mexikó. Guacamole: (fyrir 8 manns) 1 laukur, fínt saxaður 1 hvítlauksrif, pressað pressaður safi og kjöt úr '/2 iímónu V2 skammtur tacosósa 3 stórar, vel þroskaðar lárperur (avocado) salt og svartur pipar 1 msk. saxaður nýr kóríander kóríanderlauf til skrauts tortillaflögur sem meðlæti Blandið saman lauk, hvítlauk, límónu og tacosósu í stórri skál. Skerið lárperuna í tvennt eftir endilöngu og snúið helmingunum hvorum gegn öðmm. Höggvið stómm hnífi ofan í steininn í pemnni og snúið til að losa hann. Hvolfið lárpemhelmingunum á bretti og flysjið börkinn varlega af. Einnig má skafa ávöxtinn innan úr berkinum með skeið. Skerið lárpemna gróft og setjið í skálina. Takið nú kartöflupressu og merjið lárpemna nokkuð vel. Kryddið og hrærið saxaðan kóríander saman við. Setjið í fallega skál og skreytið með Jóhann Pétursson er sælkeri vikunnar kóríanderlaufi. Setjið skálina á fat og raðið tprtillaflögum í kring. Ég ætla að skora á yfirmann tæknideildar Isfélagsins og gjaldkera handboltaráðs karla, Eyþór Harðarson, sem næsta sælkera. Eyþór er, eins og sjá má, fórnarlamb eldamennsku konu sinnar, Laufeyjar, og nýtur af þeim sökum réttarstöðu píslarvotts heima fyrir og í vinnunni. Við í handboltaráði höfum hins vegar fylgt því að aðgát skuli höfð í nærvem sálar og höfum gætt þess að láta hann ekki gjalda vaxtarlags síns.“ O r ö s p o r Á haustdögum voru auglýstar tvær stöður lögreglumanna lausar til umsóknar hjá embættinu hér í bæ. Þar sem nú ríkja jafnréttistímar mun einn ágætur kvenmaður hafa sótt um aðra stöðuna. Taldi téður kvenmaður sig eiga nokkuð góða möguleika, ekki síst þar sem hann hafði getið sér ágætis orðstír innan lögregluliðsins við afleysingar. Það þykir ágætt að vera bjartsýnn, en ekki dugar það alltaf, því ekki fékk hún stöðuna. Éins og dómar falla nú undanfarið jafnt í heraði og hæstarétti og ekki síst dómar þar sem hvers kyns ráðningar hafa verið gerðar ómerkar í nafni jafnréttisins þykja þeir sem sjá um ráðningar hjá lögreglunni hér í Eyjum mjög svo djarfir að standa upp ( harinu á hinni miklu jafnrettis- tilhneigingu sem dómskerfið og lögfróðir menn reyna að koma í „rettan" farveg á meginlandinu. Segja sannir jafnréttissinnar að hinn nýi sýslumaðursé nú heidur einangraðri en aðrir íbúar Vestmannaeyja. Um áramót mun hafa verið safnað í brennu eina mikla á sérlegu griðlandi mófugla sem Róbert í Prýði hefur verið sérlegur málsvari fyrir. Mun Róbert hafa gengið manna ötulast fram í því að nafa köst þennan sem stærstan oa mestan og ausið þar eldfimum efnum á köstinn svo logar mættu sjást sem víðast að. Mun hann hafa gengið svo rösklega til verks að griðlandið er nú sviðin jörð og muni taka hundrað ár að gera svæðið byggilegt á ný fyrir mófugia. Eiga þeir nú hvergi skjól í Vestmannaeyjum að því er gróðurglöggir menn telja. Gagmýninn á allt og alla Vestmannaeyingar hafa æviniega tekið nokkurt forskot á þorra og þorrabiót. Aðrir landsmenn byrja oftast að blóta þorra seinnihluta janúar þegar þorrinn byrjar en í Vestmannaeyjum byrja menn að stýfa hrútspunga úr hnefa strax upp úr þrettánda. Norðlendingafélagið í Vestmannaeyjum hefur um árabil verið fyrst með þorrablót allra félagasamtaka og er engin undantekning á gerð núna en þorrablót félagsins verður haldið á laugardaginn kemur. Formaður félagsins er Jói listó og hann er Eyjamaður vikunnar afþví tilefni. Fullt nafn? Jóhann Jónsson. Fæðingardagur og ár? 6. febrúar 1948. Fæðingarstaður? Kelduhverfi i N-Þingeyjarsýslu. Fjölskylduhagir? Kvæntur Guðbjörgu Engilbertsdóttur og við eigum tvö börn. Menntun og starf? Loðið og teygjanlegt. Laun? Þau eru lág alla jafna. Helsti galli? Neikvæð dómharka. Helsti kostur? Ég ergagnrýninn á allt og alla, ekki síst sjálfan mig, og finnst það kostur. Uppáhaldsmatur? Allar þessar unaðs-steikur eiginkonunnar. Versti matur? Hinar frægu fiskibollur úr dós ef mat skyldi kalla. Uppáhaldsdrykkur? Fer eftir tilefni. Biessað Fjallavatnið stendur alltaf fyrir sinu en við hátíðleg tilefni á rauðvín og Campari vel við. Uppáhaldstónlist? Bluestónlist er i hvað mestu uppáhaldi. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Það næstskemmtilegasta er að fara í j gönguferðir úti ínáttúrunni. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Efmér mistekst eitthvað (sem gerist sem betur fer sjaldan) Hvað myndirðu gera efþú ynnir milljón í happdrætti? Ég myndi kaupa mér tölvu og svo pappír og liti fyrir afganginn. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Oddur Júlíusson. Uppáhaldsíþróttamaður? Þessu sleppum við, þetta er ekki minn heimavöllur. Ertu meðlimurí einhverjum (élagsskap? Já, Norðlendingafélaginu og SJÓVE. Uppáhaldssjónvarpsefni? Mitt uppáhald er og hefuralltaf verið Nýjasta tækni og vísindi og svo efni þvískylt. Uppáhaldsbók? Afmörgu að taka. En ég vil nefna íslandsklukkuna. Hvað meturþú mest í fari annarra ? Hreínskiptni. Hvað fer mesí í taugarnar á þér í fari annarra? Dramb. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Ég vil nefna tvo staði. Þeir eru Hólmatungur í Kelduhverfi og Brandurinn í Vestmannaeyjum. Afhverju byrjið þið Norðlendingar svona snemma að blóta þorra? Þetta ergömulhefð, upphaflega vegna þess að menn vildu klára þorrablótið afáður en róðrar hæfust á vetrarvertfð. Við höfum einu sinni reynt að halda þorrablótið seinna en því var þá aflýst vegna ónógrar þátttöku. Svo viljum við líka vera á undan Austfirðingum i þessu eins og öðru. Erþetta gott 1élag?Já, raunar snýstþetta að miklu leyti um þorrablót og aðra skemmtun en viðheldur tengslum félaganna. Hvað finnst þér best af þorramatnum ? Mér finnst hann allur góður. Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir þessi orð? Norðlendingar? Þorrablót og sterkgen. Hrútspungar? Ómissandi í þorratrogið. Hákarl? Hann er góður þegar hann er góður. Eitthvað að lokum? Við höfum veriðsvo hörð á því að halda okkar þorrablót snemma íjanúar að eitt árið fórst fyrir að panta húsnæði ítíma og við gátum ekki fengið hús fyrr en eftir 20 janúar. Þá var brugðið áþað ráð að halda þorrablótið millí jóla og nýársi Sennilega erþað einsdæmi í íslandssögunni. Ogárið 1973héldum við þorrablótið fyrir gos, rétt sluppum með það. JóhannJónsson er Eyjamaður vikunnar Stúlka Þann 29. október eignuðust Betsý Kristmannsdóttir ogjngólfur A Arnarsson dóttur. Hún vó 18 merkur og var 54 sm að lengd. A myndinni eru stóru systkini hennar, Arnar, Heiða og Klara. Ljósmóðir var Drífa Björnsdóttir Drengur Þann 15. nóvember eignuðust Dóra Björk Gunnarsdóttir og Viðar Einarsson son. Hann vó 151/2 mörk og var 54 sm að lengd. Hann hefur verið skírður Elliði Snær. Ljósmóðir var Lea Oddsdóttir Stúlka Þann 9. des. eignuðust Una Sigrún Ástvaldsdóttir og Magnús Freyr Valsson dóttur. Hún vó 15 merkur og var 56 sm að lengd. Hún hefur verið skírð María og er hér á mynd með stóra bróður. Ljósmóðir var Drífa Björnsdóttir. Handverk í Leirkrúsinni Helgamámskeið í leirmótun þar sem kenndar eru undirstöður í mótun, glerjun og brennslu leirmuna. Upplýsingar og skráning í síma: 561 4494 Leirkrúsin Brautarholti 16, Reykjavík

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.