Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.01.1999, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 07.01.1999, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur7.janúar 1999 Velheppnaður þrettándi þrátt fyrir rigningu Friðsæláramót Áramótin fóru vel fram í Vest- mannaeyjum að sögn lögreglu. Nokkur ölvun var að vísu en lítið um óhöpp. Aðeins voru 18 færslur í dagbnók lögreglu frá kl. 20 á gamlaárskvöld og til hádegis á nýársdag. Tvö eignaspjöll vom unnin og teljast bæði upplýst. Þá varð slys þegar stúlka varð fyrir bifreið á Strandvegi og meiddist lítillega. En kannski ber hæst að engin líkamsárás var kærð til lögreglu um áramótin. Skemmdirvegna sprenginga Liðin vika, l'rá 28. des. fram til 5. jan.. var fremur róleg og aðeins 169 færslur skráðar í dagbók lögreglu. Þó var tilkynnt um sjö eignaspjöll vegna sprenginga og varð talsvert tjón í tveimur þeirra. Sprengja var sprengd í ruslakassa við KA-Tang- ann með þeirn afleiðingum að rúða brotnaði. Þá var bifreið skemmd með því að sprengja sprengju á mælaborði hennar og er bifreiðin talin ónýt eftir. Raunar var ekki um verðmæta bifreið að ræða en engu að síður tilfinnanlegt tjón fyrir eiganda hennar. Ökklabrotnaðíog kærði Þó svo að engin kæra hafi kornið fram vegna Ifkamsárása um ára- mótin. barst þó ein slík á mánudag. Var hún þó síðbúin en íirásin álti sér stað þann 20. desember. Fórnar- lambið ökklabrotnaði í árásinni. Smáóhöppog pjófnaður Alls voru ljögur umferðaróhöpp tilkynnt lögreglu í vikunni, öll minniháttar og engin slys á fólki. Og kært var til lögreglu aðfaranótt þriðjudags að farsíma hefði verið stolið og er ekki vitað hver þar var að verki. Síðasti stútur ársins í vikunni voru 11 ökumenn kærðir vegna brota á umferðarlögum, þar af sjö vegna hraðaksturs. Einn var stöðvaður að morgni gamlaársdags vegna gruns um ölvun við akstur. Önnur brot voru vegna fram- úraksturs við gangbraut. rangrar notkunar á ljósabúnaði og fyrir að leggja ólöglega. Kynningá100% næringar-og snynivörum Annað kvöld, föstudag, kl. 20 og laugardag kl. I6 verður haldin kynning á Lundanum á næringar- og snyrtivörum sem hjálpað hafa fólki um allan heim. ítalska heilbrigðisráðuneytið gerði viðamikla könnun á þessurn vörum af þeirri ástæðu að talið var að á ferðinni væri enn ein skyndilausnin og peningaplokk. Niðurstöður leiddu í ljós að allir ítalir ættu að borða vöruna dags daglega. Fréttatilkynning. Stór hluti bæjarbúa og gestir létu ekki kalsarigningu og austan kaldann í gærkvöldi á sig fá og mættu til að kveðja jólin með viðeigandi hætti. Að venju hófst dýrðin með mikilli flugeldasýningu af Flánni þaðan sem jólasveinamir hófu sína síðustu göngu á þessum jólum. Þegar þeir komu niður með blysin sín biðu þeirra nokkur þúsund manns ásamt Grýlu, Leppalúða, tröllum, álfum og púkum. Þaðan hélt hersingin á Löngulágarvöllinn þar sem jólin voru dönsuð út. Að því loknu héldu þessir árlegu jólagestir til sinna heima. Ánægðir með dvölina í mannaheimi og skildu eftir sæl mannanna böm, sérstaklega þau yngstu. Beðiö eftir jólasveininum. Girðingunni lómað fyrir brennu Valur Gíslason, fomaður Hesta- mannafélagsins Gáska er heldur óhress með hvernig rafmagns- girðing, sem hann á, var leikin af hendi brennuhaldara við Ofanleiti. Er girðingin ónýt en enginn ábyrgðarmaður finnst fyrir brennunni. Valur var með nokkra hesta í stykki við Ofanleiti sem er ofan við Stapaveg sl. sumar og spunnust af því nokkrar deilur sem náðu hámarki með undir- skriftasöfnun þar sem skorað var á bæjaryfirvöld að sjá til þess að Valur fjarlægði hrossin. Helstu rökin voru þau að hestar og rafmagnsgirðingar væru stórhættulegar bömum og mó- fuglar ættu undir högg að sækja þegar hestar væm annars vegar. Valur hafði leyfi fyrir hestana til 1. október og tók þá hestana í burtu. Hann hafði sótt um frekari afnot af jarðarskikanum og beið því með að taka girðinguna niður þar til niðurstaða lægi fyrir. „Ég beið eftir endanlegu svari sem átti að koma um leið og nýir túnsamningar taka gildi. Hefði svarið verið neikvætt hefði ég tekið girðinguna niður um leið og þá lá fyrir,“ sagði Valur. Hann segist ekki hafa átt von á að girðingin væri fyrir nokkmm en þar virðist hann hafa haft á röngu að standa. „Þetta er ótrúleg umgengni og meðferð á eigum annarra. Þeir sem héldu brennuna hafa dregið vírinn í einn haug og helmingur stauranna er brotinn. Það hefði verið sök sér hefðu þeir tekið girðinguna í sundur á einum stað sem hefði alveg nægt. Eins hefði ég komið og fjarlægt girðinguna ef einhver hefði látið svo lítið að hafa samband við mig.“ Valur segir tjónið tilfinnanlegt en hann segist ekki vita til hvers hann eigi að snúa sér til að fá það bætt. „Ég hafði samband við slökkviliðsstjóra sem kannast ekki við að hafa gefið leyfi fyrir þessari brennu sem hefur verið mjög stór eins og ummerkin sanna. Það er því engan ábyrgðar- mann að finna og svo hafa orðið umtalsverð umhverfisspjöll sem ekki verða lagfærð nema með plægingu og sáningu,“ sagði Valur að lokum. Eyjamenn áhugalausir Frestur til að skila inn gögnum til að taka þátt í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins, seni fara mun fram að mánuði liðnum vegna Alþingiskosninganna í vor, rennur út á miðnætti. Að minnsta kosti 11 manns hafa tilkynnt munnlega að þeir muni taka þátt í prófkjörinu, en áður en blaðið fór í prentun í gær hafði aðeins borist ein formleg tilkynning um þátttöku. Um helgina mun kjörstjóm flokksins funda á Selfossi með þeim frambjóðendum sem þá verða búnir að tilkynna formlega þátttöku. Eftir því sem næst verður komist er Ámi Johnsen eini Eyjamaðurinn sem ætlar að gefa kost á sér. FRÉTTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Rútur Snorrason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinnæ Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur. frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frenir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt i áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kleni, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. í Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.