Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.01.1999, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 07.01.1999, Blaðsíða 9
Fimmtudagur7. janúar 1999 Fréttir 9 Glæsilegur íþróttamaður -sagði Hermann Einarsson sem tók við Fréttapýramídanum f.h. Listvinafélagsins Það þarf ekki að kynna Hlyn Stefánsson fyrir Vestmannaey- ingum og reyndar iandsmönnum öllum. Hann hefur farið fynr sínum mönnum í meistaraflokki IBV með slíkum glæsibrag að eftir hefur verið tekið. Ekki síst eftir sl. sumar sem er það glæsiiegasta í sögu knattspyrnunnar í Vestmanna- eyjum frá upphafl. Hlynur Stefánsson er fæddur 8. október 1964 og er því orðinn háaldraður á mælikvarða fótbolta- manna. Hlynur hefur þó rækilega afsannað þessa reglu og átti hann eitt sitt besta leiktímabil í sumar og afraksturinn gat ekki verið betri hjá IBV, Islandsmeistaratitill, þeir urðu bikarmeistarar og meistarar meist- aranna. Þessi árangur verður seint leikinn eftir og kemur til með að standa upp úr þegar fyrirliðinn Hlynur Stefánsson lítur yfir farinn veg. Hlynur byrjaði ungur að sparka bolta og kom fljótlega í ljós að hann ætlaði sér stóra hluti á þeim vettvangi. í Vestmannaeyjum byrjaði Hlynur ferilinn í Tý en hann var ekki gamall þegar kallið kom frá IBV. Það var árið 1981 en þá er Hlynur aðeins 17 ára gamall en það ár varð ÍBV bikar- meistari. Þetta sumar lék Hlynur sjö leiki sem sýnir að rnenn væntu mikils af honum. Arið eftir lék hann níu leiki en sumarið þar á eftir var hann með fullt hús, 18 leiki og hefur hann haldið þeim sið nær óslitið síðan, að spila alla leiki á hvetju tímabili. Auk ÍBV hefur Hlynur leikið með Nydelfalken íNoregi 1986, Víkingi í Reykjavík 1988 og Örebro í Svíþjóð árin 1992 til 1995. Árið 1996 sneri Hlynur heim í heiðardalinn og hefur leiicið með ÍBV síðan. Hjálmar stiórnar barnakórnum. Hlynur hefur leikið 124 leiki fyrir IBV og skorað í þeim 23 mörk en samtals hefur hann leikið 142 leiki í efstu deild á íslandi. Með Örebro lék Hlynur 99 leiki og skoraði 11 mörk. Samtals hefur hann leikið 306 deildarleiki og skorað 60 mörk á ferlinum. Allar eiga þessar tölur við um deildarleiki og eru bikarleikir og bikarmörk ekki talin með en þar hefur Hlynur verið drjúgur. Hlynur komst fyrst í landslið árið 1979 en það ár og árið eftir lék hann níu leiki með U-16 ára landsliðinu. Árið 1982 lék Hlynur fimm leiki með U-18 ára landsliðinu og einn leik með U-21 árs landsliðinu árið 1985. Árið 1991 komst Hlynur fyrst í A- landsliðið þar sem hann lék 25 leiki á árunum 1991 til 1996. Af þessari upptalningu sést að héma er á ferðinni afreksmaður sem er öðmm íþróttamönnum góð fyrirmynd. Hlynur er kvæntur Unni Sigmars- dóttur og eiga þau þrjú börn og vilja Fréttiróska Hlyn og ljölskyldu hans til hamingju með frábæran íþróttaferil og enn eigum við vonandi eftir að njóta krafta Hlyns sem lengst í knatt- spymunni. Stútungs- karlar sem líta bóekki verr út en raun bervitni Sigurður Einarsson, formaður bæjarráðs, ávarpaði samkom- una og sagði að helsti kostur viðurkenninga á borð við Fréttapýramídana væri sú hvatning sem fólk fengi með þeim til góðra verka. Einnig vekti þetta athygli á því sem fólk er að gera. Sigurður sagðist í langflestum tilfellum hafa verið sáttur við þá niðurstöðu sem Fréttir hefðu komist að í vali sínu á handhöfum Fréttapýramídanna. „Svo langar mig til að auglýsa aðeins starf- semina á Hressó sem ég og Ómar ritstjóri sækjum af miklum krafti," sagði Sigurður. „Einnig langar mig til að skjóta aðeins á Ómar en eins og allir vita erum við báðir orðnir stútungskarlar. En það er þó Hressó að þakka að við lítum ekki verr út en raun ber vitni.“ Hvati til að fylgja hugsjóninni eftir með auknum krafti Hermann Einarsson, sagði að sér væri bæði heiður og þökk að taka við viðurkenningu fyrir hönd Daga lita og tóna, sem Listvinafélagið hefur haft forgöngu fyrir síðustu sjö árin - lissýningu og tónleikum á hvítasunnu. Einnig tilkynnti Hermann að unnið væri að því að fá eitt af stóru nöfnunum í alþjóða djassheiminum á hvítasunnuna í vor. „Um leið og við veitum þessari viðurkenningu viðtöku lítum við svo á að hún sé einnig viðurkenning og þökk til genginna frumherja sem og til allra þeirra sem hingað hafa komið til að gleðja okkur með ljúfum tónum og litum. Seint verður fullþakkað þeim fjölda tónlistarmanna og ann- arra listamanna sem hafa heimsótt okkur á hvítasunnu,“ sagði Her- mann. „Vel að merkja, allir þessi lista- menn hafa komið hér fram án endurgjalds og engum hefur verið greidd þóknun fyrir framlag sitt til hátíðarinnar, hvorki lærðum né leikum. Er þetta eftirtektarvert þegar á það er litið að hér eiga atvinnumenn stóran hlut. En þeim hefur einfaldlega þótt þetta svo skemmtilegt að flestir hafa óskað eftir því að mega koma hér aftur og sumir hafa komið árlega. Það er við hæfí að árétta það hér, að svo þessi hátíð megi fram ganga nægja ekki nokkrir pótintátar í kringum Listvinafélagið. Hér em það sem endranær margar hendur sem vinna létt verk. Fjöldi fyrirtækja og einstaklinga sem og yfirvöld hafa verið okkur órjúfanlegir bakhjarlar. Á síðasta ári kvöddum við leiðtoga okkar og prímus mótor hinstu kveðju. Við lítum svo á að þessi viðurkenning sé eigi að síður helguð minningu Eyjólfs Pálssonar og mun væntanlega verða okkur sem eftir sitjum hvati til að fylgja hugsjóninni eftir með auknum krafti. Um leið og ég endurtek þakkir okkar get ég fullvissað ykkur um að við reynum að gera okkar besta til að Dagar lita og tóna lifi áfram á hvítasunnu í Vestmannaeyjum. Og að endingu, án þess að þið látið það fara lengra. Það er unnið að því að í vor komi hingað til okkar sá ljúfi öðlingur, Nils Henning Örsted Pedersen. Hafið heila þökk,“ sagði Hermann að lokum. Hermann Einarsson sagði unnið að liuí að fá Níls Henning ðrsted Pedersen á næstu Daga lita og tóna.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.